Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Guðmundur Eiríksson afhendir trúnaðarbréf í Singapúr - 30.12.2010

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti í dag Sellapan Ramanathan forseta Lýðveldisins Singapúr trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Singapúr með aðsetur í Nýju Delí.

Lesa meira

Íslandsvinafélagið í Japan styrkir íslenskar björgunarsveitir - 29.12.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti í dag Sigurgeir Guðmundssyni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, peningagjöf frá Íslandsvinafélaginu í Japan

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti í dag Sigurgeir Guðmundssyni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, peningagjöf frá Íslandsvinafélaginu í Japan

Lesa meira

Ályktun SÞ gegn aftökum án dóms og laga vísar áfram til kynhneigðar - 22.12.2010

Ísland og hin Norðurlöndin stóðu gegn tilraunum hóps ríkja til að fjarlægja tilvísunina úr ályktuninni. Norðurlöndin hörmuðu að tilvísunin hefði verið felld út úr ályktunartillögu í aðdraganda ályktunarinnar og hvöttu aðildarríki SÞ til að setja hana aftur inn, sem var samþykkt. Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri ÞSSÍ - 21.12.2010

Engilbert Guðmundsson

Utanríkisráðherra hefur skipað Engilbert Guðmundsson til að gegna embætti framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Lesa meira

Rýnifundi um hugverkaréttindi lokið - 20.12.2010

Rýnifundi um 7. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, hugverkaréttindi, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla en hann  er hluti af EES-samningnum og flestar gerðir Evrópusambandsins á sviðinu eru þegar innleiddar Lesa meira

Rýnifundi um fjármálaþjónustu lokið - 17.12.2010

Kafli 9 um fjármálaþjónustu er hluti af EES-samningnum og hefur Ísland innleitt alla viðeigandi löggjöf ESB á sviði fjármálaþjónustu, verðbréfamarkaða og fjárfestingarþjónustu Lesa meira

Lokið við gerð alþjóðasamnings um leit og björgun á norðurslóðum - 16.12.2010

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík 14.-16. desember., var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf við leit og björgun á hafi og í lofti á norðurslóðum. Fundinn sóttu um 50 sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Danmörku fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Lesa meira

Rýnifundi um frjálsa fjármagnsflutninga lokið - 16.12.2010

Rýnifundi um 4. kafla löggjafar Evrópusambandsins, frjálsa fjármagnsflutninga, lauk í Brussel sl. föstudag. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla.

Lesa meira

Kristín A. Árnadóttir afhendir trúnaðarbréf í Víetnam - 14.12.2010

KAA-afhending-Vietnam2

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands, afhenti hr. Nguyen Minh Triet forseta Vietnam trúnaðarbréf  sitt sem sendiherra þann 9. desember í Hanoi. Sendiherra átti jafnframt fundi með aðstoðarutanríkisráðherra Víetnam, aðstoðarráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og aðstoðarráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Lesa meira

Rýnifundi um staðfesturétt og þjónustu lokið - 10.12.2010

Rýnifundi um 3. kafla löggjafar Evrópusambandsins, staðfesturétt og þjónustu, lauk í Brussel í gær, fimmtudag. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla.

Lesa meira

Rýnifundi um frjálsa vöruflutninga lokið - 10.12.2010

Rýnifundi um 1. kafla löggjafar Evrópusambandsins, frjálsa vöruflutninga, lauk í Brussel á miðvikudag. Á fundinum, sem stóð í tvo daga, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahóps um EES málefni.

Lesa meira

Rýnifundi um stefnu í samkeppnismálum lokið - 7.12.2010

Rýnifundi um 8. kafla löggjafar Evrópusambandsins, samkeppnisrétt og ríkisaðstoðarreglur, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla.

Lesa meira

Leiðtogafundur ÖSE ítrekar mannréttindaskuldbindingar aðildarríkja - 3.12.2010

Á leiðtogafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem lauk í Astana í Kasakstan í gærkvöldi, var ítrekað að grundvallarskuldbindingar ÖSE, m.a. á sviði mannréttinda væru enn í fullu gildi og að aðildarríkjum bæri að vinna að framgangi þeirra. Lesa meira

Undirstöðuatvinnuvegur kemur í ljós - 1.12.2010

hagraen

Tölulegar niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sem nú liggja fyrir leiða í ljós að skapandi greinar eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.

Lesa meira

Viðræður um fríverslun við Rússa á næsta ári - 23.11.2010

EFTA-Ministerial-Meeting-231110

Össur Skarphéðinsson, utanríkisviðskiptaráðherra, staðfesti í dag fyrir Íslands hönd að viðræður um fríverslunarsamning við Rússland hefjist í byrjun næsta árs. Staðfestingin fór fram á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf, og samhliða staðfestu EFTA-ríkin viðræður um fríverslun við Hvíta-Rússland og Kasakstan, en ríkin eru í sameiginlegu tollabandalagi með Rússum.

Lesa meira

Íslenskar samtímabókmenntir kynntar í ráðhúsi Parísarborgar - 23.11.2010

Bokmenntir-Paris

Laugardaginn 20 nóvember sl. stóð sendiráð Íslands í París fyrir kynningu á íslenskum samtímabókmenntum. Málstofa var haldin í tengslum við þátttöku Íslands í Salon du Livre 2011, en þar verða Norðurlönd í heiðurssæti sem og þátttöku Íslands í bókasýningunni í Frankfurt þar sem Ísland skipar heiðurssæti sama ár.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um leiðtogafund NATO í Lissabon - 23.11.2010

O.S.-utanrikisradherraÖssur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í dag grein í Fréttablaðinu um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Lissabon sem fram fór um helgina. Fjallar hann m.a. um ákvörðun Rússa að taka höndum saman við bandalagið um margvíslegt samstarf, enda hafi það komið skýrt fram í umræðum leiðtoganna að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir.

Lesa meira

Utanríkisráðherra stýrði fundi EES-ráðsins - 22.11.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, stýrði í dag fundi EES-ráðsins, sem haldinn var í Brussel, en utanríkisráðherra hefur verið formaður ráðsins. Á vettvangi ráðsins eiga fulltrúar EFTA-ríkjanna, sem eiga aðild að EES-samningnum, auk fulltrúa framkvæmdastjórnar, ráðherraráðs og forysturíkis ESB, reglulegt samráð um framvindu EES-samningsins.

Lesa meira

Norðmenn kynna sér íslenska myndlist - 19.11.2010

norskir-syningarstjorar2

Heimsóknin er liður í átaksverkefni utanríkisþjónustunnar og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar um að koma íslenskri myndlist á framfæri erlendis og efla tengsl á því sviði.

Lesa meira

Hátæknisamstarf Íslands og Japan - 19.11.2010

Össur Skarphéðinsson og Seiji Maehara, utanríkisráðherra Japan

Á fundum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með ráðherrum utanríkis-, efnahags- og iðnaðarráðherra Japans og forstjórum Mitsubishi Heavy Industries og japanskra fjárfestingasjóða, var ákveðið að þróa samstarf milli íslenskra og japanskra aðila í orkumálum og grænni hátækni.

Lesa meira

Rýnifundi um upplýsingatækni og fjölmiðlun lokið - 18.11.2010

Rýnifundi um 10. kafla löggjafar Evrópusambandsins, Upplýsingatækni og fjölmiðlar, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla en í honum er að finna reglur um fjarskipti og upplýsingatækni, gagnaþjónustu og  fjölmiðla, þar með talið vernd barna gegn óæskilegu efni í sjónvarpi.

Lesa meira

Samstarf utanríkisráðuneytisins og UNIFEM rætt á Akureyri - 18.11.2010

Samstarfið hefur m.a. falist í því, að sérfræðingar í jafnréttismálum hafa starfað í stríðshrjáðum löndum á vegum Íslensku friðargæslunnar og starfsemi UNIFEM hefur notið fjárstuðnings stjórnvalda.

Lesa meira

Rýnifundi um félagarétt lokið - 17.11.2010

Rýnifundi um 6. kafla löggjafar Evrópusambandsins, félagarétt, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem stóð í einn dag, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla en í honum er að finna reglur annars vegar um félagarétt og hins vegar um reikningsskil fyrirtækja og endurskoðun. 6. kafli er hluti af EES-samningnum og var á fundinum rætt um framkvæmd reglnanna hérlendis .

Lesa meira

Utanríkisráðherra hvetur til samstarfs á jarðhitaráðstefnu í Tókíó - 16.11.2010

ossur1

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hvatti til aukins samstarfs íslenskra og japanskra fyrirtækja um nýtingu jarðhita á Íslandi, í Japan og í öðrum ríkjum í opnunarræðu sérstakrar jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Tókíó í dag

Lesa meira

Fyrsta rýnifundinum lokið - 15.11.2010

Rynivinna_hefst_Brussel

Rýnifundi um 5. kafla löggjafar ESB, Opinber útboð, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem hófst í morgun, báru sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins saman löggjöf í þessum samningskafla en í honum er að finna reglur um gagnsæi, frjálsa samkeppni og samræmingu reglna um gerð samninga á vegum opinberra aðila.

Lesa meira

UPPTAKTUR : 2010 kynning á list og hönnun frá Íslandi í Kína - 15.11.2010

IMG_1483

Fimm sýningar íslenskra listamanna og hönnuða verða opnaðar í Peking á Degi íslenskrar tungu, þriðjudaginn 16. nóvember.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um auðlindir Íslands og málefni norðurslóða - 15.11.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í dag og sl. laugardag tvær greinar um Evrópumál, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Í grein sinni í Fréttablaðinu fjallar ráðherra um lög Evrópusambandsins um auðlindir, þar sem segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna.

Lesa meira

Rýnivinna Íslands og Evrópu-sambandsins hafin - 15.11.2010

rynivinna2

Rýnifundir íslenskra sérfræðinga og sérfræðinga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til undirbúnings samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB hófust í Brussel í dag. Á fyrsta fundinum var fjallað um opinber innkaup.

Lesa meira

Aðildarumsókn Íslands rædd og kynnt í Stokkhólmi - 15.11.2010

Centralen_enlargement_12_nov_2010-060
Á annað hundrað manns sækja morgunverðarfund um umsókn Íslands og umsóknarlöndin voru einnig kynnt á aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi. Lesa meira

33 sækja um embætti framkvæmdastjóra ÞSSÍ - 12.11.2010

Ráðgert er að niðurstaða um nýjan framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar liggi fyrir í desembermánuði.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin hjá sendiráðum og ræðismönnum - 11.11.2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er hafin

Lesa meira

Aðgangur veittur að Íraksskjölum - 11.11.2010

Utanríkisráðuneytið hefur veitt þeim fjölmiðlum sem eftir því óskuðu, aðgang að alls 67 skjölum er varða aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Um er að ræða beiðnir frá fréttastofum RÚV og Stöðvar 2, Fréttablaðinu, Fréttatímanum, DV, Pressunni og Smugunni

Lesa meira

Framvinduskýrsla ESB um Ísland birt - 9.11.2010

Í framvinduskýrslunni, sem er hluti af föstu verklagi í stækkun ESB, er lagt mat á þróun efnahags- og stjórnmála á Íslandi frá því febrúar til október 2010 og reifað hvaða málefni helst þarf að ræða í fyrirhuguðum.

Lesa meira

Kynnti þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna - 9.11.2010

Eva Jespersen, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunarskýrslusviðs SÞ, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar og nýja mælikvarða og mælingar sem þar er að finna á málþingi sem utanríkisráðuneytið, félag SÞ á Íslandi og Alþjóðamálastofnun stóðu að.

Lesa meira

Námskeið um þróunarsamvinnu, friðaruppbyggingu og hjálparstarf - 8.11.2010

Utanríkisráðuneytið, Þróunarsamvinnustofnun, Rauði krossinn og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands standa að námskeiði um þróunarsamvinnu og hjálparstarf á vettvangi, sem hefst í dag hjá Endurmenntunarstofnun. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á alþjóðamálum, mannúðarstarfi og þróunarsamvinnu. Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um gagnsætt samningaferli og erlendar fjárfestingar - 8.11.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í gær og sl. föstudag tvær greinar, í DV og Fréttablaðinu um Evrópumál.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með yfirmanni herafla NATO - 5.11.2010

101105---SACEUR-visits-Iceland-179

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með James G. Stavridis aðmírál, yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins, sem kom í stutta heimsókn til Íslands

Lesa meira

Til starfa fyrir Barnahjálp SÞ í Pakistan - 4.11.2010

Ólöf Magnúsdóttir hefur hafið störf sem upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Pakistan á vegum utarníkisráðuneytisins. Lesa meira

Skora á írönsk stjórnvöld að milda dóm yfir Ashtiani - 3.11.2010

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna frétta af því að aftaka írönsku konunnar Sakineh Mohammadi-Ashtiani væri yfirvofandi. Kröfðust ráðherrarnir þess að írönsk stjórnvöld komi í veg fyrir að dauðadóminum verði fullnægt. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða aukna samvinnu - 3.11.2010

OS-og-Jonas-3-nov

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á aukna samvinnu Norðurlandanna, m.a. í öryggismálum á fundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór samhliða þingi Norðurlandaráðs í morgun.

Lesa meira

Aukin tækifæri í Norðlægu víddinni - 2.11.2010

Nordlaeg-vidd--oslo

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á það í ræðu sinni á ráðherrafundi Norðlægu víddarinnar (Northern Dimension) í Osló í dag, að ríkin ykju samstarf í endurnýjanlegri orku og orkusparnaði.

Lesa meira

Össur fundar með utanríkisráðherra Rússlands - 2.11.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í Osló. Á fundinum lýstu báðir ráðherrarnir eindregnum vilja til að efla samstarf Rússlands og Íslands á ýmsum sviðum, og lögðu sérstaka áherslu á orkumál og samvinnu um málefni Norðurslóða.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Michel Rocard um Norðurslóðamál - 1.11.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra fundaði í morgun með Michel Rocard, sérlegum fulltrúa Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna

Lesa meira

Jafnrétti kynjanna stuðlar að friðsælli heimi - 30.10.2010

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna skrifa í tilefni 10 ára afmælis ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1325 um konur, frið og öryggi.

Lesa meira

Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum - kynningafundir 2. og 3. nóvember - 28.10.2010

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Fundirnir eru skipulagðir af átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Íslendinga um markvissa upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarf.

Lesa meira

Ráðherra skrifar um erlendar fjárfestingar og fríverslun með landbúnaðarvörur - 27.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í dag tvær greinar, í Fréttablaðið og Morgunblaðið, um Evrópusambandið.

Lesa meira

Yfir 400 hafa útskrifast úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna - 22.10.2010

Utanríkisráðherra flutti í dag ávarp í tilefni af útskrift nemenda frá Jarðhitaskóla Háskóla SÞ. Með útskriftinni lauk skólinn sínu 32. starfsári þar sem 28 nemendur frá 15 ríkjum luku sex mánaða sérhæfðu námi í jarðhitamálum Lesa meira

Breyting á afgreiðslu stefnubirtinga erlendis - 21.10.2010

Frá og með 22. október 2010 mun milliganga um stefnubirtingar á Norðurlöndum og í fjölda annarra ríkja færast frá utanríkisráðuneytinu til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Þessi breyting er gerð í framhaldi af fullgildingu íslenskra stjórnvalda á Haag-samningi um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá 1965, en samningurinn kveður meðal annars á um bein samskipti miðlægra stjórnvalda í aðildarríkjum hans.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið birtir fundaáætlun vegna rýnivinnu - 20.10.2010

Utanríkisráðuneytið hefur birt tímaáætlun fyrir rýnivinnu komandi vetrar á heimasíðu sinni, en hún mun hefjast um miðjan nóvember og ljúka í júní á næsta ári.  Rýnivinnan er tæknileg vinna, þar sem sérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB og íslenskir sérfræðingar fara yfir löggjöf beggja aðila í öllum 35 köflum samningsferlisins til að greina hvar ber í milli.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um sveitir, sjó, og Evu Joly - 20.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í dag þrjár greinar, í Fréttablaðið, DV og Morgunblaðið, um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður. Segir ráðherra þess er ekki langt að bíða að gagnvirk heimasíða um aðildarviðræðurnar fari í loftið

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með orkumálaráðherra Rússa - 18.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með Sergei Shmakto, orkumálaráðherra Rússlands, sem er í heimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd Lesa meira

Össur Skarphéðinsson á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra NATO í Brussel - 14.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat í dag sameiginlegan fund utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meginefni fundarins voru drög Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins, að nýrri framtíðarstefnu NATO.

Lesa meira

Samkomulag við Kanada um samstarf í varnarmálum - 14.10.2010

O.S.-14OKT-2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Peter G. MacKay varnarmálaráðherra Kanada undirrituðu í dag samkomulag um samstarf í varnarmálum. Samkomulagið leggur grunn að frekari samvinnu í varnarmálum milli landanna og nær meðal annars til aukins samráðs, frekari upplýsingasamskipta og menntunar og starfsþjálfunar.

Lesa meira

Þrjár blaðagreinar utanríkisráðherra um Evrópumál - 12.10.2010

Í greinunum fer ráðherra yfir undirbúning samingaviðræðnanna við ESB, rekur helstu hagsmunamál Íslendinga; í sjávarútvegi og landbúnaði, út frá viðskiptasjónarmiði og öryggishagsmunum og ítrekar rétt íslensku þjóðarinnar til að fá að gera upp sinn hug þegar samningur liggur fyrir Lesa meira

Utanríkisráðherra hvetur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo - 11.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvetur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár, úr haldi. Segir ráðherra engan eiga að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Lesa meira

Áhersla á Evrópu - 8.10.2010

O.S.-I-Tallinn-2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með eistneskum starfsbróður sínum, Urmas Paet, í Tallinn í Eistlandi. Ráðherrarnir ræddu Evrópumál, samskipti ríkjanna og öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðherra ræddi stöðuna í formlegum samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið og fór yfir helstu hagsmunamál Íslands.

Lesa meira

Bréf til bænda frá gömlum Mýramanni: Sjálfstraust til að semja – og velja - 7.10.2010

Bréf Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um Evrópumál sem birtist í Bændablaðinu í dag. Það er svar við bréfi Bændasamtakanna til utanríkisráðherra frá 22. september.

Lesa meira

Aðalsamningamaður á opnum fundi á Akureyri - 7.10.2010

Opinn fundur verður haldinn á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, gerir grein fyrir stöðunni í samningaviðræðum Íslands og ESB um aðild að sambandinu

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar þingmannanefnd Íslands og ESB - 5.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði gein fyrir meginhagsmunum Íslands í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, einkum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar, er hann ávarpaði sameiginlega þingmannanefnd Íslands og ESB á fyrsta fundi nefndarinnar í Reykjavík.

Lesa meira

Össur fundar með utanríkisráðherra Singapúr - 5.10.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með utanríkisráðherra Singapúr, George Yeo, sem kom í opinbera heimsókn til Íslands Lesa meira

Magnea Marinósdóttir til UNIFEM í Sarajevó - 27.9.2010

Ráðning Magneu er framhald á því góða samstarfi sem Íslenska friðargæslan hefur átt við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem vinna að jafnréttismálum. Hún undirstrikar þá áherslu sem utanríkisráðuneytið leggur á hlutverk kvenna í friðsamlegri lausn deilumála. Lesa meira

Harkaleg gagnrýni á Ísrael - 25.9.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mótmælti harðlega því framferði Ísraelsmanna að hindra að íslenskir sjálfboðaliðar kæmust til Gaza til að setja gervifætur frá fyrirtækinu Össuri á limlesta Palestínumenn, sem misst hafa fætur vegna átaka við Ísrael. Orð ráðherrans féllu í ræðu fyrir Íslands hönd á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York

Lesa meira

Össur bað Ashtiani griða - 25.9.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skoraði í gærkvöldi í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á Ahmedinejad forseta Írans að þyrma lífi Sakineh Ashtiani, konunnar sem írönsk stjórnvöld dæmdu til að verða grýtt til dauða Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir vatn og vatnsstjórnun - 24.9.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sótti í dag sérstakan utanríkisráðherrafund sex ríkja um vatn og vatnsstjórnun. Ráðherrarnir voru sammála um að ríkin gætu unnið saman að því að vekja frekari athygli á þeirri hættu sem steðjar að alþjóðasamfélaginu vegna vatnsskorts og flóðahættu og hvatt til aðgerða.

Lesa meira

Vill aukna samvinnu Rússa og NATO - 22.9.2010

Í ræðu sinni á fundi í NATO-Rússlandsráðinu í New York í morgun, lagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mikla áherslu á aukna samvinnu Atlantshafsbandalagsins og Rússlands. Lesa meira

Samstarf við Kanada um norðurslóðir - 22.9.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi í gær við Lawrence Cannon utanríkisráðherra Kanada um norðurslóðamál og tvíhliða samskipti ríkjanna. Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir forseta og utanríkisráðherra Slóvakíu - 20.9.2010

Reynsla Slóvaka af aðildarviðræðum og aðild að Evrópusambandinu voru meginefni hádegisverðarfundar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra bauð forseta Slóvakíu, Ivan Gašparovic, og utanríkisráðherra landsins, Mikuláš Dzurinda, til.

Lesa meira

Ísland í kastljósinu á heimssýningunni í Shanghai - 10.9.2010

Expo-2010-sept

Þjóðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 11. september á heimssýningunni EXPO 2010 í Shanghai. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun opna fjórar íslenskar sýningar en auk þeirra verður boðið upp á tónlist og dagskrá fyrir börn. Um 1,4 milljónir manna hafa heimsótt íslenska skálann á sýningunni.

Lesa meira

Ræða stjórnsýsluhindranir og framtíð erfðalindasamstarfs á Norðurlöndum - 6.9.2010

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra er samstarfsráðherra Norðurlandaráðs

Katrín Jakobsdóttir samstarfsráðherra situr fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Þórshöfn á Færeyjum á morgun, þriðjudaginn 7. september.

Lesa meira

Verkefnisstjórn tekur yfir stjórn Varnarmálastofnunar - 2.9.2010

Utanríkisráðherra hefur skipað fimm manna verkefnisstjórn til að fara með stjórn Varnarmálastofnunar og bera ábyrgð á daglegum rekstri hennar frá 1. september til áramóta er stofnunin verður lögð niður Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Preneet Kaur - 1.9.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hittir frú Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með frú Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands. Kaur er hér á landi í opinberri heimsókn.

Lesa meira

Ráðherra utanríkismála Indlands sækir Ísland heim - 31.8.2010

Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands miðvikudaginn 1. september.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Makedóníu - 30.8.2010

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti hinn 27. ágúst. forseta Makedóníu, Dr. Gjorge Ivanov, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands Lesa meira

Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja styrkt enn frekar - 28.8.2010

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Riga í Lettlandi í gær ákváðu ráðherrarnir að styrkja samstarf ríkjanna átta enn frekar á grundvelli tillagna sem unnin var fyrir þá af Sören Gade fv. varnarmálaráðherra Dana og Valdis Birkavs fv. forsætis- og utanríkisráðherra Letta

Lesa meira

Utanríkisráðherra á fund Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Ríga - 26.8.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tekur þátt í árlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni er haldinn í Ríga í Lettlandi  26. og 27. ágúst.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld veita Pakistan neyðaraðstoð - 17.8.2010

Íslensk stjórnvöld munu veita 23 m.kr. til neyðaraðstoðar á hamfarasvæðunum í Pakistan samkvæmt ákvörðun utanríkisráðherra sem hann kynnti á fundi ríkisstjórnar í morgun. Síðan monsúnrigningar í Pakistan hófust í júlí sl. hefur landið orðið fyrir verstu flóðum í manna minnum.

Lesa meira

Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins formlega hafnar - 27.7.2010

270710-Skarphedinsson-og-Vanackere

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti í dag inngangsræðu á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins sem markaði upphaf aðildarviðræðna Íslands við ESB. Ráðstefnuna ávörpuðu einnig Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, og Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belgíu, en Belgar fara með formennsku í ESB fram til áramóta.

Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel - 26.7.2010

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, heldur í dag til Brussel þar sem hann tekur á morgun þátt í ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins, sem markar upphaf aðildarviðræðna Íslands við sambandið.

Meira

Lesa meira

Þórður Ægir yfirmaður pólitískra mála í Kabúl - 20.7.2010

Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra, hefur á vegum Íslensku friðargæslunnar tekið að sér starf yfirmanns pólitískra mála á skrifstofu sérlegs fulltrúa framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Afganistan Lesa meira

Landstjóri Sichuan þakkar Íslendingum - 16.7.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hélt í dag til jarðskjálftasvæðanna í Sichuan, þar sem 300 þúsund manns létu lífið í jarðskjálftunum í maí 2008. Á fundi utanríkisráðherra og landstjórans sem fram fór í Chengdu, höfuðborg Sichuan, þakkaði landstjórinn, Jiang Jufeng, Íslendingum sérstaklega fyrir liðveislu þeirra við íbúa jarðskjálftasvæðanna á sama tíma og Ísland hefði verið að ganga í gegnum mjög erfiða efnahagskreppu. Lesa meira

Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína - 13.7.2010

Utanríkisráðherra hittir Yang Jiechi utanríkisráðherra Kína

Á klukkustundarlöngum fundi með Xi Jinping varaforseta Kína sem haldinn var í Höll Alþýðunnar í Peking í dag lagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, til að Kína og Ísland gerðu með sér formlegt samkomulag um að vinna saman að jarðhitanýtingu í þróunarlöndum

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar grein í ungverskt dagblað - 12.7.2010

Grein utanríkisráðherra í tyrknesku blaði 12. júlí 2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði grein í ungverska dagblaðið Magyar Hírlap á meðan á opinberri heimsókn hans til Ungverjalands stóð.

Lesa meira

Össur fundar með utanríkisráðherra Ungverjalands - 9.7.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með János Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands og Pal Schmitt, forseta þings landsins og nýkjörnum forseta.

Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur skóflustungu að íslensk-ungverskri hitaveitu í Ungverjalandi - 8.7.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Márk Gyorvári, borgarstjóri Szentlorinc og Pál Kovács, vararáðuneytisstjóri efnahagsþróunaráðuneytis Ungverjalands, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að hitaveitu sem er hönnuð af verkfræðistofunni Mannviti fyrir ungverska fyrirtækið PannErgy.

Lesa meira

Evrópuþingið lýsir stuðningi við ákvörðun ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland - 7.7.2010

Þingmenn Evrópuþingsins lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Evrópusambandsins að hefja aðildarviðræður við Ísland í ályktun sem samþykkt var á þinginu í dag.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með forseta og utanríkisráðherra Króatíu - 6.7.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með utanríkisráðherra Króatíu, Gordan Jandrokovic, og forseta landsins, Ivo Josipovic, í Zagreb þar sem utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn.

Lesa meira

Utanríkisráðherra til Króatíu og Ungverjalands - 5.7.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Króatíu og Ungverjalands í opinbera heimsókn. Hann mun eiga viðræður við æðstu ráðamenn beggja ríkja auk þess sem hann kynnir sér verkefni sem íslensk fyrirtæki standa að í báðum löndum

Lesa meira

Sex loftferðasamningar áritaðir - 5.7.2010

Sex nýir loftferðasamningar voru áritaðir fyrir Íslands hönd á ráðstefnu Alþjóðaflugmála-stofnunarinnar um loftferðasamninga, ICAN 2010. Samningarnir sex eru við Armeníu, Barbados, Brasilíu, Chile, Jamaíku og Kólumbíu. Jafnframt var undirrituð viljayfirlýsing um gerð loftferðasamnings við Panama

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja funda í Þórshöfn - 30.6.2010

OS-og-JN-Thorshofn-1-juli-2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Þórshafnar, þar sem hann mun eiga fund með Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja á morgun, 1. júlí.  Um er að ræða fund Hoyvíkurráðsins, sem sett var á stofn með Hoyvíkursamningnum,

Lesa meira

Stutt við erlenda markaðssókn lista, menningar og hönnunar - 30.6.2010

IMG_7405-(Small)
Samkomulag um sóknarverkefni utanríkisþjónustunnar á sviði menningarkynningar erlendis var undirritað í utanríkisráðuneytinu í dag. Lesa meira

Stofnfundur Íslandsstofu - 29.6.2010

Stofnfundur Íslandsstofu var haldinn í sjóminjasafninu Víkinni í dag en Alþingi samþykkti í lok aprílmánaðar lög um stofnunina Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA: Fríverslunarsamningur við Úkraínu undirritaður - 24.6.2010

Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Reykjavík í dag. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, stýrði fundinum, þar sem þess var minnst að 50 ár eru liðin frá því að fríverslunarsamtökin voru stofnuð.

Lesa meira

Tveir friðargæsluliðar til Kabúl - 23.6.2010

Tveir friðargæsluliðar á vegum Íslensku friðargæslunnar, Þorbjörn Jónsson og Guðrún S. Þorgeirsdóttir,  eru í þann mund að hefja störf hjá fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl í Afganistan Lesa meira

Afmælisráðstefna EFTA fellur niður - 23.6.2010

50 ára afmælisráðstefna EFTA, sem vera átti í dag kl. 14:30, fellur niður þar sem aðalfyrirlesarinn, Jagdish Bhagwati, hagfræðingur og prófessor við Columbia háskólann í New York, komst ekki til landsins vegna vélarbilunar. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA á 50 ára afmæli samtakanna - 22.6.2010

Árlegur ráðherrafundur EFTA verður haldinn í Reykjavík, 23-25 júní. Á fundinum verður 50 ára afmælis EFTA minnst en 40 ár eru jafnframt frá inngöngu Íslands í samtökin.

Lesa meira

Loftlagssamningur eftir Kaupmannahafnarráðstefnuna: Opinn fyrirlestur prófessors Jagdish Bhagwati - 21.6.2010

Jagdish Bhagwati, hagfræðingur og prófessor við Columbia háskólann í New York, mun halda fyrirlestur um loftslagsmál fimmtudaginn 24. júní kl. 12 til 13 í sal 105 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Lesa meira

Varautanríkisráðherra Rússlands hittir utanríkisráðherra - 21.6.2010

Vladimir Titov, varautanríkisráðherra Rússlands, átti í dag fund með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Á fundinum ræddu þeir málefni norðurslóða og samskipti landanna, m.a. samvinnu í fiskveiðimálum, viðskiptum, orkumálum og menningarmálum Lesa meira

Iceland Inspires - Þriggja tíma tónlistarveisla í beinni útsendingu um allan heim - 18.6.2010

inspired

Fimmtudagskvöldið 1. júlí fer einn af hápunktum Inspired by Iceland átaksins fram með tónleikunum 'Iceland Inspires' að Hamragörðum undir Eyjafjöllum.

Lesa meira

Fundur með fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar - 18.6.2010

Radherra-og-sendiherra-Palestinu-1

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Yasser Najjar, fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar gagnvart Íslandi, en Najjar er með aðsetur í Osló.

Lesa meira

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að hefja aðildarviðræður við Ísland - 17.6.2010

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.

Lesa meira

Fimmtíu ára afmæli EFTA - 16.6.2010

50 ára afmæli EFTA

EFTA, Fríverslunarsamtök Evrópu, fagna 50 ára afmæli í ár. Jafnframt eru 40 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að samtökunum.

Lesa meira

Mannréttindafulltrúi SÞ til Íslands - 15.6.2010

Navanethem-Pillay
Í tilefni af komu  Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Íslands, standa utanríkisráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, fyrir opnum fundi um eflingu og verndun mannréttinda 16. júní nk Lesa meira

Útflutningur á frystum makrílflökum frá Íslandi til ESB tollfrjáls - 11.6.2010

Við yfirferð á markaðsaðgangi fyrir makríl til Evrópusambandsins (ESB) uppgötvaðist villa í tollakerfi ESB Lesa meira

He Guoqiang fundar með utanríkisráðherra - 9.6.2010

He Guoqiang, flokksritari í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, sækir Ísland heim 9. og 10. júní, ásamt sendinefndOS-og-HE-juni-2010 Lesa meira

Félagasamtök fá 46 milljónir til hjálparstarfs - 1.6.2010

Fjögur íslensk félagasamtök verja 46 milljón kr. styrk í neyðar- og mannúðaraðstoð í Úganda, Austur-Kongó, Haítí, Afganistan og Mósambík Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir árás á skipalest - 31.5.2010

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fordæmir árás Ísraelsmanna á skipalest með hjálpargögn, sem var á leið til Gaza í nótt. Samkvæmt fréttaskeytum létu að minnsta kosti 19 lífið í árásinni. Lesa meira

Efnahagsráðherra ræðir árangur í efnahagsáætlun stjórnvalda á ráðherrafundi OECD - 28.5.2010

Sameiginleg fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins og efnahags-og viðskiptaráðuneytisins um ráðherrafund OECD í París 27.-28. maí 2010.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Úkraínu - 28.5.2010

Elín Flygenring, sendiherra, afhenti þann 26. maí sl. Viktor Janúkóvítsj, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu
Lesa meira

Fyrsti friðargæsluliðinn til Jemen - 26.5.2010

Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson, nýjasti liðsmaður Íslensku friðargæslunnar, verður upplýsingafulltrúi Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Jemen næstu sex mánuðina. Lesa meira

Kynningarfundir og blaðamannaheimsóknir til að kynna Ísland sem áfangastað - 25.5.2010

Kynningarfundir um Ísland í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland verða haldnir á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar í Evrópu í þessari viku. Á fundunum munu sendiherrar Íslands á viðkomandi stöðum, jarðfræðingar og fulltrúar ferðaþjónustunnar lýsa Íslandi sem áningarstað ferðafólks í sumar.

Lesa meira

Markaðsátak ferðaþjónustunnar: Inspired by Iceland - 21.5.2010

Ráðist hefur verið í snarpt markaðsátak, sem ber heitið Inspired by Iceland og er hið stærsta sem efnt hefur verið til á þessu sviði.  Áherslur átaksins snúa að Íslandi sem ferðamannastað og öllu því sem það hefur upp á bjóða s.s. menningu, náttúru, mat, afþreyingu og vellíðan.inspired by Iceland

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Slóveníu - 21.5.2010

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti í gær, 20. maí, Dr. Danilo Türk, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Slóveníu Lesa meira

Hagsmunir Íslands og ábyrg utanríkisstefna - 14.5.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu til Alþingis um utanríkismál þar sem fjallað um helstu verkefni utanríkisþjónustunnar á liðnu ári.

Lesa skýrslu utanríkisráðherra.
Lesa framsögu ráðherra á Alþingi.

Horfa á framsögu ráðherra á Alþingi.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Búlgaríu - 5.5.2010

Sturla Sigurjónsson afhenti Traian Basescu, forseta Rúmeníu, trúnaðarbréf

Lesa meira

Íslenski skálinn á heimssýningunni í Shanghai opnaður - 3.5.2010

Mikill áhugi er á stuttmynd um Ísland sem sýnd er í skálanum og vegna fjölda óska hefur myndskeiði af eldgosinu í Eyjafjallajökli verið bætt við myndina. Lesa meira

Ísland í sviðsljósinu á EXPO 2010 í Kína - 29.4.2010

Ísland var í hópi þeirra þjóða á heimssýningunni EXPO 2010 í Shanghai sem opnuðu fyrst dyr sínar fyrir gestum á prufuopnun sýningarinnar. Alls heimsóttu 22.000 manns íslenska skálann á meðan prufuopnuninni stóð.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Hollandi - 28.4.2010

Stefán Haukur Jóhannesson afhenti í dag, 28. apríl, Beatrix Hollandsdrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Slóvakíu - 26.4.2010

Þann 20. apríl afhenti Stefán Skjaldarson, sendiherra, Ivan Gasparovic, forseta Slóvakíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Slóvakíu Lesa meira

Þýska sambandsþingið samþykkir aðildarviðræður við Ísland - 23.4.2010

Þýska sambandsþingið samþykkti 22. apríl sl. með yfirgnæfandi meirihluta að styðja aðildarviðræður Evrópusambandsins við Íslands. Atkvæðagreiðslan í þýska þinginu um aðildarumsókn Íslands, markar þáttaskil en þetta er í fyrsta skipti sem þjóðþing aðildarríkis ESB fjallar um hvort hefja eigi aðildarviðræður við umsóknarríki.

Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Bangkok - 23.4.2010

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Bangkok í Taílandi vegna óeirða og sprengjutilræða síðastliðnar vikur. Ráðuneytið ráðleggur fólki að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja sem hafa sendiráð í landinu.  Þessi viðvörun á þó ekki við um þá sem millilenda í Bangkok eða ferðast til annarra áfangastaða í Taílandi en þeim er engu að síður ráðlagt að fylgjast náið með þróun mála. Ferðaleiðbeiningar Dana og Breta
http://www.fco.gov.uk/en/
http://www.um.dk

Lesa meira

Lokun Keflavíkurflugvallar - 23.4.2010

Lokun Keflavíkurflugvallar kann að valda því að íslenskir ríkisborgarar sem staddir eru erlendis gætu lent í frekari töfum við að komast til síns heima. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vill beina þeim tilmælum til fólks að fylgjast náið með tilmælum flugfélaga. Komi upp neyðartilvik erlendis er fólki bent á að hafa samband við

borgaraþjónustu utanríkisráðuneytsins eða sendiráð og ræðismenn Íslands erlendis (sjá hér).

Afhending trúnaðarbréfs í Rúmeníu - 20.4.2010

Sturla Sigurjónsson afhenti Traian Basescu, forseta Rúmeníu, trúnaðarbréf 12 .apríl sl. sem sendiherra Íslands Lesa meira

Upplýsingar til flugfarþega vegna eldgossins - 18.4.2010

Eldgosið í Eyjafjallajökli veldur því að margir erlendir ferðamenn og Íslendingar búsettir í útlöndum hafa ekki komist til síns heima á réttum tíma. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vill beina þeim tilmælum til fólks að fylgjast náið með tilmælum flugfélaga og ferðaskipuleggjenda. Hægt er að nálgast upplýsingar frá íslenskum flugfélögum og flugmálayfirvöldum hér. Lesa meira

Samráð um upplýsingamál - 17.4.2010

Samráðshópur stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu hittist í dag í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við erlendri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Lesa meira

Eldgosið - upplýsingaefni á ensku - 16.4.2010

Útbúin hefur verið sameiginleg tilkynning á ensku frá utanríkisráðuneytinu, Útflutningsráði og Ferðamálastofu vegna gossins undir Eyjafjallajökli. Í henni er leitast við að draga fram helstu staðreyndir varðandi gosið, ekki síst með erlent ferðafólk í huga og erlenda viðskiptaaðila.

Lesa meira

Umsókn Íslands um aðild að ESB er grundvallarþáttur í endurreisninni - 15.4.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra opnaði í morgun ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins (ESB) við atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun í aðildarríkjum þess. Í ávarpi sínu lagði utanríkisráðherra áherslu á að umsókn Íslands að ESB væri grundvallarþáttur í endurreisninni. Sjá ávarp og vefupptöku.

Lesa meira

Bein útsending á vefnum af ráðstefnu - 15.4.2010

Í morgun hófst í Salnum í Kópavogi ráðstefna um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni á vefnum á http://stelkur.skrin.is:8080/utn_2010_04  og senda spurningar á spurning@mfa.is eða með sms-skilaboðum í síma 8970380. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010 hafin - 14.4.2010

Búist er við því að kosið verði á um 235 stöðum í 84 löndum.

Lesa meira

Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum - 11.4.2010

Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðilarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi fimmtudaginn 15. apríl og föstudaginn 16. apríl 2010.

Lesa meira

Samúðarkveðjur til pólsku þjóðarinnar - 10.4.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Póllands samúðarkveðju fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem forseti Póllands, Lech Kaczynski, eiginkona hans og fylgdarlið létust. Lesa meira

Þriggja ára samstarfssamningur utanríkisráðuneytis og Félags SÞ á Íslandi - 9.4.2010

Grundvöllur samstarfsins er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, með sérstaka áherslu á þúsaldaryfirlýsinguna sem samþykkt var á Allsherjarþingi SÞ árið 2000

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Króatíu - 6.4.2010

Afhending trúnaðarbréfs í Króatíu

Þann 1.apríl afhenti Gunnar Snorri Gunnarsson forseta Króatíu, Ivo Josipovíc, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Króatíu

Lesa meira

Frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum - 31.3.2010

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum nr. 34/2008 í samræmi við niðurstöður í skýrslu starfshóps fimm ráðuneyta, sem skipaður var í desember að tillögu utanríkisráðherra.

Lesa meira

Hryðjuverkaárásirnar í Moskvu í dag fordæmdar - 29.3.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur sent Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna á neðanjarðarlestakerfið í Moskvu í morgun. Þar eru árásirnar jafnframt fordæmdar. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Möltu - 29.3.2010

Bjarni Jónsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf á Möltu

Þann 25. þ.m. afhenti Benedikt Jónsson, sendiherra, Dr. George Abela, forseta Möltu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Möltu

Lesa meira

Yfir þrjátíu mottur í utanríkisráðuneytinu - 26.3.2010

Mottumars í utanríkisráðuneytinu

31 starfsmaður utanríkisráðuneytisins tók áskorun Krabbameinsfélags Íslands og safnaði yfirvaraskeggi á Mottumars sem lýkur í dag. Fjölmargir studdu átakið og hétu á lið ráðuneytisins, sem safnaði alls 182.487 kr.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Þýskalandi - 22.3.2010

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Berlín

Gunnar Snorri Gunnarsson afhenti Dr. Horst Köhler forseta Þýskalands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands

Lesa meira

Skýrsla samstarfsráðherra komin út - 19.3.2010

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra er samstarfsráðherra Norðurlandaráðs

Skýrsla samstarfsráðherra, Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2009 er komin út en það ár hafði Ísland með höndum formennsku í samstarfinu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Ungverjaverjalandi - 18.3.2010

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti í gær László Sólyom, forseta Ungverjalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Ungverjalandi, með aðsetur í Vín Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Litháen - 17.3.2010

Elín Flygenring sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Litháen

Elín Flygenring, sendiherra, afhenti í gær, 16.mars, Dalia Grybauskaitė, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháeni

Lesa meira

Fundur Össurar Skarphéðinssonar með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur - 11.3.2010

Á fundinum fór ráðherra ítarlega yfir stöðu Icesave-málsins og mikilvægi þess að efnahagsáætlun Íslands sem unnin er í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nái fram að ganga. Lesa meira

Ráðherra sækir utanríkisráðherrafund Norðurlandanna í Kaupmannahöfn - 11.3.2010

Norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu m.a. möguleika á aukinni samvinnu í rekstri sendiskrifstofa, aukna samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og eftirfylgni loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Lettlandi - 10.3.2010

Elín Flygenring sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Lettlandi

Í gær, 9. mars 2010, afhenti Elín Flygenring, sendiherra, Valdis Zatlers, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Danmörku - 9.3.2010

Mánudaginn 15. febrúar 2010 afhenti Sturla Sigurjónsson Margréti Þórhildi II Danadrottningu
Lesa meira

Erlendir fjölmiðlar haldnir til síns heima - 8.3.2010

Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um fimmtíu fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í vikunni 1-7. mars. Stjórmvöld opnuðu fjölmiðlamiðstöð fyrir þá, þar sem boðið var upp á vinnuaðstöðu og fundi. Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir Westerwelle í Berlín - 4.3.2010

Össur hittir Westerwelle

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín. Þeir ræddu m.a. umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og með hvaða hætti þýska þingið mun fjalla um hana.

Lesa meira

Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fréttamenn opnuð - 3.3.2010

Um þrjátíu erlendir fréttamiðlar hafa boðað komu sína til Íslands vegna fyrirhugaðs þjóðaratkvæðis um Icesave-lögin. Lesa meira

Ferðaviðvörun til tveggja héraða í Chile - 1.3.2010

Utanríkisráðuneytið varar við ferðum til héraðanna Maule og Biobio í Mið-Chile í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu s.l. laugardag. Hægt er að ná í Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma og er neyðarvakt allan sólarhringinn í síma 545-9900. Utanríkisráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með framvindu mála. Lesa meira

Utanríkisráðuneytið óskar upplýsinga um Íslendinga í Chile - 27.2.2010

Utanríkisráðuneytið hefur sett upp vakt í kjölfar jarðskjálftanna sem urðu í morgun í Chile. Óskað er eftir að fólk upplýsi um Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu, einnig þá sem eru óhultir. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9900 eða á veffangið help@mfa.is. Lesa meira

Utanríkisráðuneytið og RKÍ undirrita samstarfsyfirlýsingu - 26.2.2010

Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu sem nær til ársins 2011. Í tilefni undirritunarinnar tók utanríkisráðherra fram að Rauði kross Íslands væri að vinna afar gott og mikilsvert starf bæði innanlands og utan.

Lesa meira

Framkvæmdastjórn ESB mælir með því að hafnar verði aðildarviðræður við Ísland - 24.2.2010

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf í dag út álit um aðildarumsókn Íslands að ESB. Niðurstaða hennar er að Ísland fullnægi öllum skilyrðum sem umsóknarríki og er lagt til að hafnar verði aðildarviðræður við Ísland Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Eistlandi - 19.2.2010

Elín Flygenring sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Eistlandi

Elín Flygenring sendiherra afhenti í dag, 19. febrúar, forseta Eistlands Toomas Hendrik Ilves trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Eistlandi. Sérstakur fundur sendiherra og forseta Eistlands var haldinn eftir afhendinguna. Áður hafði sendiherra átt fund með embættismönnum í utanríkisráðuneyti Eistlands.

Lesa meira

Samningur um Landgræðsluskóla Háskóla SÞ undirritaður - 19.2.2010

Utanríkisráðuneytið, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins og Háskóli Sameinuðu þjóðanna hafa undirrritað samning um rekstur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld mótmæla fundi hluta Norðurskautsráðsins í Kanada - 18.2.2010

Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem fyrirhugaður er í Kanada í mars, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Ítalíu - 17.2.2010

Þórir Ibsen sendiherra afhenti forseta Ítalíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra gagnvart Ítalíu með aðsetur í París. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Svíþjóðar funda - 16.2.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi. Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir nýjan stækkunarstjóra ESB - 12.2.2010

Össur hittir Stefan Fühle stækkunarstjóra ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Stefan Füle, sem tók í vikunni við stöðu framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Frakklandi - 12.2.2010

Þórir Ibsen, sendiherra, afhenti föstudaginn 15. janúar 2010 Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. Lesa meira

Utanríkisráðherra hitti Moratinos í Madrid - 11.2.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Moratinos utanríkisráðherra Spánar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar en hann gegnir nú formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Lesa meira

Össur ræðir við nýjan utanríkisráðherra Litháens - 11.2.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag símafund með Audronius Azubalis en hann tók við embætti utanríkisráðherra Litháens fyrr í dag. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Miliband - 10.2.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í London. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Bretlandi - 9.2.2010

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhenti í dag, þriðjudaginn 9. febrúar 2010, Elísabetu II. Bretadrottningu trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Gagnlegur fundur Barroso og Jóhönnu í Brussel - 4.2.2010

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Olli Rehn, núverandi yfirmanni stækkunarmála. Á fundinum fór forsætisráðherra ítarlega yfir stöðu mála á Íslandi. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 28. janúar - 27.1.2010

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010, hefst á morgun, 28. janúar Lesa meira

Utanríkisríkisráðuneytið skipuleggur heimkomu alþjóðabjörgunarsveitarinnar - 19.1.2010

Utanríkisráðuneytið skipuleggur nú heimkomu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem unnið hefur þrekvirki við erfiðar aðstæður á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar fyrir tæpri viku. Lesa meira

7 milljónir í neyðaraðstoð til Haítí - 16.1.2010

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur ákveðið að veita um sjö milljónum ísl. kr. til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) á Haítí. Lesa meira

Loftferðasamningur milli Íslands og Indlands undirritaður - 15.1.2010

undirskrift_loftferdasamnings_milli_Islands_og_Indlands

Í dag var undirritaður í Nýju Delí á Indlandi loftferðasamningur milli Íslands og Indlands að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið býður aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí - 13.1.2010

Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí með flugvélinni sem flytur íslensku alþjóðabjörgunarsveitina til hamfarasvæðanna þar. Lesa meira

Skjót viðbrögð við jarðskjálftunum á Haítí - 13.1.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ákvað í nótt að senda íslensku rústabjörgunarsveitina til hjálparstarfa eftir jarðskjálftana á Haítí. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kína - 11.1.2010

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, sendiherra, afhenti í dag Hu Jintao forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína. Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir við Moratinos - 9.1.2010

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ræddi í morgun við Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, sem er í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins. Sagðist Moratinos líta svo á að Icesave og ESB-umsókn Íslands væru tvö aðskilin mál.

Lesa meira

Yfirlit um aðgerðir - 7.1.2010

Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda til að kynna erlendis þá stöðu í Icesavemálinu sem kom upp þegar forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar. Þær hafa einkum falist í samskiptum við fulltrúa annarra ríkja og erlenda fjölmiðla. Yfirlitið er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

50 ára afmæli EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu - 4.1.2010

Í dag eru liðin 50 ár frá undirritun Stokkhólmssáttmálans, stofnsáttmála EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu. Lesa meira