Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Samkomulag um þróunarsjóð EFTA áritað - 18.12.2009

Ísland, Noregur, Liechtenstein og Evrópusambandið árituðu í dag drög að samningi um nýjan þróunarsjóð EFTA. Lesa meira

Ísland og Noregur aðilar að loftferðasamningi ESB og Bandaríkjanna - 18.12.2009

Ísland og Noregur hafa gerst aðilar að loftferðasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Samningurinn veitir flugfélögum í löndunum tveimur aukinn rétt til farþega- og fraktflugs milli Evrópu og Bandaríkjanna. Lesa meira

Samningur um stofnun sendinefndar ESB staðfestur - 18.12.2009

Samningur um stofnun sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið staðfestur af hálfu ríkisstjórnar Íslands.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Írlandi - 17.12.2009

Bjarni Jónsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Dublin

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhenti frú Mary McAleese, forseta Írlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Írlandi,

Lesa meira

Efnahags- og viðskiptaráðherra sækir fund EFTA-ráðsins í Genf - 17.12.2009

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra

Gylfi Magnússson, efnahags- og viðskiptaráðherra, sat í dag ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Genf í fjarveru utanríkisráðherra.

Lesa meira

Orku- og loftslagsdagur Norrænu ráðherranefndarinnar á EXPO - 15.12.2009

Norræna ráðherranefndin heldur norrænan-kínverskan orku- og loftslagsdag á heimssýningunni EXPO 2010 í Sjanghæ, 25. júní nk. Ráðherrar, fulltrúar fyrirtækja, vísindamenn og aðrir frá Norðurlöndunum og Kína munu taka þátt í deginum. Lesa meira

Samningahópar skipaðir - 9.12.2009

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur skipað samningahópana tíu sem starfa munu með samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Lesa meira

Ráðherrafundur WTO í Genf, 30. nóvember til 2. desember 2009 - 3.12.2009

Kristinn F. Árnason, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf
Sjöundi ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) var haldinn í Genf í Sviss 30. nóvember til 2. desember 2009. Kristinn F. Árnason, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, ávarpaði fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Í ræðu Íslands var fjallað um fjármálakreppuna og áhrif hennar á efnahagslíf aðildarríkja WTO. Lesa meira

Annar fundur samninganefndar Íslands - 3.12.2009

Annar fundur samninganefndar Íslands hófst á því að gestur fundarins, Timo Summo sendiherra ESB á Íslandi, gerði grein fyrir opnun sendiráðs ESB í Reykjavík og sagði frá gerð álits framkvæmdastjórnar ESB um Ísland og viðmiðum í því tilliti. Að loknum inngangsorðum og umræðum við nefndarmenn vék sendiherrann af fundi. Að því loknu hófst formleg fundardagskrá.

Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur ÖSE í Aþenu, 1.-2. desember 2009 - 2.12.2009

Stefán Skjaldarson, fastafulltrúi Íslands gagnvart ÖSE á utanríkisráðherrafundi ÖSE í desember 2009
Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fór fram í Aþenu í Grikklandi 1.-2. desember 2009. Stefán Skjaldarson, fastafulltrúi Íslands gagnvart ÖSE, ávarpaði fundinn af Íslands hálfu. Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir Spán - 22.11.2009

Utanríkisráðherra heimsækir Spán
Össur Skarphéðinsson utanríkisáðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann fundaði með spænskum ráðamönnum og kynnti sér spænskan sjávarútveg. Spánverjar taka við formennsku í ESB af Svíum nú um áramót. Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir leiðtogafund FAO - 18.11.2009

Franco Frattini og Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra situr nú leiðtogafund Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm um fæðuöryggi í heiminum Lesa meira

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Varnarmálastofnun birt - 17.11.2009

Í framhaldi af skoðun utanríkisráðuneytisins á rekstri Varnarmálastofnunar í júní sl. var ákveðið að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar Lesa meira

Oslóar-jólatréð fellt við hátíðlega athöfn í Osló - 16.11.2009

Sendiherrar Íslands og Noregs munda sögina
Viðstaddir voru meðal annarra borgarstjóri Oslóar, Fabian Stang, sendiherra Noregs á Íslandi, Margit Tveiten, sendiherra Íslands í Noregi, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og íslenski presturinn í Noregi sr. Arna Grétarsdóttir. Lesa meira

Utanríkisráðherra á fundi EES ráðsins - 16.11.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Benitu Ferrero-Waldner, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat í dag fundi EES ráðsins í Brussel og tók þátt í fundum með þingmannanefnd EFTA. Ráðherra ræddi framtíð EES samningsins og lýsti því að samningurinn hefði í flestum atriðum þjónað Íslendingum vel. Þá undirritaði utanríkisráðherra samkomulag við Benitu Ferrero-Waldner um stofnun sendiskrifstofu ESB í Reykjavik. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Finnlandi - 13.11.2009

Elín Flygenring sendiherra afhenti 12. nóvember, forseta Finnlands Tarja Halonen trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Finnlandi. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Indlandi - 12.11.2009

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti hinn 11. nóvember 2009, forseta Indlands, frú Pratibha Devisingh Patil, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Indlandi Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi - 12.11.2009

Stefán Skjaldarson sendiherra afhenti hinn 11. nóvember dr. Vaclav Klaus, forseta Tékklands, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi með aðsetur í Vín. Lesa meira

Fyrsti fundur samninganefndar Íslands - 11.11.2009

Fyrsti fundur samninganefndar vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við ESB
Samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið hélt sinn fyrsta fund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði nefndina í upphafi fundar og vísaði til álits meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um verklag, áherslur og hagsmuni Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum. Í samningnefndinni eiga sæti 18 nefndarmenn. Lesa meira

Norræna ráðherranefndin lýsir eftir umsóknum um styrki úr mannaskiptaáætlun opinberra starfsmanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum - 11.11.2009

Nú er hægt að sækja um styrk í mannaskiptaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir opinbera starfsmenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Áætlunin styrkir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga á Norðurlöndum til þess að stunda tímabundið störf eða nám á starfsvettvangi sínum í Eistlandi, Lettlandi eða Litháen. Lesa meira

Samninganefnd Íslands skipuð - 4.11.2009

Utanríkisráðherra hefur skipað samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið Lesa meira

Aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins - 2.11.2009

Stefán Haukur Jóhannesson
Utanríkisráðherra hefur falið Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins Lesa meira

Samtöl og fundir utanríkisráðherra til að halda uppi málstað Íslands - 2.11.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur átt fjölmörg samtöl á síðustu vikum og mánuðum til að vekja athygli á málstað Íslendinga og hagsmunum, við ráðherra, sendiherra, gesti úr stjórnkerfum ríkja og Evrópusambandsins Lesa meira

Vel sóttur fundur um mansalsmál með fulltrúa ÖSE - 30.10.2009

Fjölmenni sótti fund um mansalsmál sem utanríkis- og dóms- og mannréttindaráðuneyti stóðu að í dag. Á fundum bar varamanssalsfulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, lof á aðgerðaráætlun stjórnvalda í mansalsmálum. Lesa meira

Utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi - 28.10.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stýrði í dag fundum norrænna utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Lesa meira

Norrænir utanríkisráðherrar fordæma árásina á SÞ-starfsmenn í Kabúl - 28.10.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og norrænir starfsbræður hans, fordæmdu í dag hina mannskæðu hryðjuverkaárás sem gerð var á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í morgun. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með formanni grænlensku landsstjórnarinnar - 28.10.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Kuupik Kleist, formanni grænlensku landsstjórnarinnar í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Lesa meira

Opinn morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali - 27.10.2009

Fundurinn er haldinn í tilefni komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu Lesa meira

Íslensk stjórnvöld skila svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar ESB - 22.10.2009

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og Michael Leigh, yfirmaður stækkunarskrifstofu ESB.
Öll ráðuneyti stjórnarráðsins og fjöldi undirstofnana vann að svörunum sem telja rúmlega 2600 blaðsíður, auk fylgiskjala, samtals 8870 síður. Á grundvelli svara íslenskra stjórnvalda mun framkvæmdastjórnin gefa leiðtogaráði ESB álit sitt á hvort Ísland uppfylli viðmið til að verða formlegt umsóknarríki að Evrópusambandinu. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Austurríki - 14.10.2009

Stefán Skjaldarson afhendir forseta Austurríkis, Dr. Heinz Fischer, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Austurríki.
Stefán Skjaldarson afhenti hinn 14. október 2009 forseta Austurríkis, Dr. Heinz Fischer, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Austurríki Lesa meira

Sex loftferðasamningar áritaðir - 5.10.2009

Sex nýir loftferðasamningar voru áritaðir fyrir hönd Íslands á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga Lesa meira

Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 27.9.2009

Össur Skarphéðinsson á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði fjármálakreppuna á Íslandi að umræðuefni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær og lýsti meðal annars megnri óánægju íslenskra stjórnvalda með að óskyldar tvíhliða deilur milli þjóða tefðu framgang efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með breskum og hollenskum starfsbræðrum - 26.9.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, og Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, áttu í gær formlegan fund í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Lesa meira

Ísland fær skála á EXPO 2010 afhentan í Sjanghæ - 25.9.2009

Expó skálinn í Sjanghæ
Heimssýningin er einstakur vettvangur til að byggja upp ímynd Íslands og gefa íslenskum fyrirtækjum kost á að kynna sig á alþjóðavettvangi. Lesa meira

Sendiráð Íslands í Washington flytur í nýtt húsnæði - 25.9.2009

Sendiráð Íslands í Washington flyst í House of Sweden
Hið nýja aðsetur sendiráðsins verður í Sænska húsinu í Washington þar sem sendráð Svíþjóðar er einnig til húsa. Lesa meira

Utanríkisráðherra á leiðtogafundi S.þ. um loftslagsmál - 23.9.2009

Lagði áherslu á að bindandi samkomulag um takmörkum gróðurhúsalofttegunda næðist á Loftslagsráðstefnu S.þ. í Kaupmannahöfn í desember. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Dominique Strauss-Kahn - 22.9.2009

Össur Skarphéðinsson og Dominque Strass-Kahn
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag formlegan fund með Dominique Strauss-Kahn aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lesa meira

Þátttaka utanríkisráðherra í 64. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 21.9.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september Lesa meira

Utanríkisráðherra Spánar segir Íslendinga hafa margt fram að færa í ESB - 18.9.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar funduðu í gærkvöldi um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á meðan stuttri Íslandsheimsókn Moratinos stóð. Lesa meira

Einar Gunnarsson nýr ráðuneytisstjóri - 11.9.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. október nk Lesa meira

Spurningalisti framkvæmdastjórnar ESB til Íslands - 9.9.2009

Spurningalisti framkvæmdastjórnar ESB vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB, sem afhentur var íslenskum stjórnvöldum í gær, hefur verið gerður opinber á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

Olli Rehn heimsækir Ísland - 9.9.2009

Össur Skarphéðinsson og Olli Rehn
Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir umsóknarferli Íslands að ESB vera mikilvægan þátt í endurreisn efnahagslífs Íslands. Fullt var út úr dyrum á fundi í dag þar sem Rehn svaraði spurningum áheyrenda. Lesa meira

Ísland leiðir samningaferli um málefni hafsins - 31.8.2009

Samningaviðræður um að setja á laggirnar reglubundið ferli til að meta ástand hafsins hefjast í New York undir forystu fastafulltrúa Íslands og Filippseyja. Lesa meira

Samkomulag um alþjóðasamning um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum. - 28.8.2009

Fréttatilkynning frá utanríksráðuneytinu og sjávar- og landbúnaðarráðuneytinu

Lesa meira

Yfir 1000 manns á opnu húsi utanríkisráðuneytisins - Evrópuvefur opnaður - 24.8.2009

Málað andlit á Opnu húsi í ráðuneytinu á Menningarnótt 2009
Yfir eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. Utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni og opnaði ennfremur Evrópuvef ráðuneytisins. Þá var menningarkynning í ráðuneytinu sem tengist kynningu á íslensku menningar- og listalífi í sendiráðum Íslands erlendis. Lesa meira

Yfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja - 21.8.2009

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skora á stjórnvöld á Srí Lanka að bregðast við ástandi mannúðarmála Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funda á Íslandi - 21.8.2009

Utarnríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funda á Íslandi
Össur Skarphéðinsson stýrði í dag árlegum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem haldinn var hér á landiÖssur Skarphéðinsson stýrði í dag árlegum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem haldinn var hér á landi Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með NATO, ESB formennsku og Eistlandi - 20.8.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði með Anders Fogh Rasmussen, aðalframkvæmdastjóra NATO, Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Urmas Paet utanríkisráðherra Eistlands. Lesa meira

Framkvæmdastjóri NATO heimsækir Ísland - 19.8.2009

Fyrsta heimsókn Anders Fogh Rasmussen, nýs framkvæmdastjóra NATO, til aðildarríkis bandalagsins Lesa meira

Samningur undirritaður við Icelandair í tengslum við EXPO 2010 - 17.8.2009

Expo undirritun 17 ágúst 2009
Benedikt Jónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, undirrituðu í dag samstarfssamning í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010, Lesa meira

Ísland meðflutningsaðili að nýrri ályktun öryggisráðs SÞ um börn í vopnuðum átökum - 7.8.2009

Þann 4. ágúst sl. samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna einróma ályktun 1882, sem lýtur að því að vernda börn í vopnuðum átökum. Ísland var eitt 43 aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna sem lögðu ályktunina fram. Lesa meira

Andlát Grétars Más Sigurðssonar, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóra - 7.8.2009

Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már Sigurðsson, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, andaðist í morgun, 50 ára að aldri, eftir baráttu við illvígt mein.

Lesa meira

Utanríkisráðherra heiðursgestur á Íslendingaslóðum - 30.7.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra verður heiðursgestur í Gimli og Norður-Dakóta Lesa meira

Evrópumálaráðherra Frakka og utanríkisráðherra ræða umsókn Íslands - 29.7.2009

Össur Skarphéðinsson og Pierre Lellouche
Umsókn Íslands að ESB bar hæst á fundi Evrópumálaráðherra Frakka, Pierre Lellouche og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Lesa meira

Utanríkisráðherrar ESB biðja framkvæmdastjórn að leggja mat á umsókn Íslands - 27.7.2009

Ráðherraráð ESB samþykkir einróma að vísa aðildarumsókn Íslands til framkvæmdastjórnar sambandsins. Lesa meira

Litháíska þingið styður aðildarumsókn Íslands - 23.7.2009

Lithuania's Foreign Minister Vygaudas Usackas and Iceland's Foreign Minister Össur Skarphéðinsson
Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama. Lesa meira

Utanríkisráðherra afhendir formlega aðildarumsókn í Stokkhólmi - 23.7.2009

Össur Skarphéðinsson og Bildt afhending júlí 2009
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti í morgun Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og formanni ráðherraráðs Evrópusambandsins, formlega aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Lesa meira

Utanríkisráðherra til fundar við Carl Bildt - 22.7.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar Lesa meira

Umsókn Íslands um ESB-aðild komið á framfæri - 17.7.2009

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB. Lesa meira

Bakgrunnsskýrsla Hagfræðistofnunar; íslensk bú í finnsku umhverfi - 15.7.2009

Hagfræðistofnun hefur bakgrunnsskýrslu fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila þar sem leitast er við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB. Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir utanríkisráðherrafund EFTA í Hamar - 22.6.2009

Undirritun í Hamar 22. júní 2009
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Hamar í Noregi. Lesa meira

Sparnaður 2009-2010 - 19.6.2009

Á næsta ári sker utanríkisráðuneytið niður rekstrarútgjöld um 10% til viðbótar áður ákveðnum sparnaði. Einnig er tilkynnt um 190 m.kr. viðbótarsparnað vegna yfirstandandi árs. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um ályktun öryggisráðs Sþ nr. 1325 um konur, frið og öryggi - 16.6.2009

Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi, dagana 19.-20. júní 2009.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Filippseyjum - 15.6.2009

Stefán Lárus Stefánsson sendiherra afhenti hinn 10. júní s.l. Gloriu Macapagal-Arroyo forseta Filippseyja trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Filippseyjum Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu - 10.6.2009

Í dag fór fram í sendiráðinu í London ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Þátttakendur voru rúmlega 60, fulltrúar fiskkaupenda í Bretlandi og hagsmunaaðilar í breskum sjávarútvegi. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík 8.-9. júní 2009 - 9.6.2009

Norrænu utanríkisráðherrarnir funda í Reykjavík
Yfirlýsing fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík 8.-9. júní 2009 Lesa meira

Norrænu utanríkisráðherranir funda í Reykjavík - 8.6.2009

Ráðherrarnir fimm munu ræða Stoltenberg-skýrsluna og stöðu alþjóðamála

Lesa meira

Fundur Eystrasaltsráðsins í Danmörku 3.-4. júní 2009 - 5.6.2009

Frá fundi Eystrasaltsráðsins í Danmörku 3.-4. júní 2009.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sat fund utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Danmörku dagana 3. og 4. þ.m. Eystrasaltsráðið er samvinnuvettvangur Eystrasaltsríkjanna þriggja, Norðurlandanna fimm, Þýskalands, Rússlands,Póllands og Evrópusambandsins. Lesa meira

Andlát aðalræðismanns Íslands í Uruguay og Argentínu - 2.6.2009

Walter Koltonski, aðalræðismaður Íslands í Uruguay og Argentínu lést sunnudaginn 31. maí s.l. eftir stutt veikindi.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á Möltu - 2.6.2009

Utanríkisráðherrar Íslands og Möltu
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur í dag og í gær átt fundi á Möltu, meðal annars með Lawrence Gonzi forsætisráðherra og Tonio Borg utanríkisráðherra Lesa meira

Loftferðasamningur Tyrklands og Íslands áritaður - 27.5.2009

Undirritun loftferðasamnings milli Íslands og Tyrklands. Einar Gunnarsson skrifstofustjóri skrifstofu viðskiptasamninga og Haydar Yalcin, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugmálastjórnar Tyrklands
Loftferðasamningur milli Tyrklands og Íslands var áritaður í gær í utanríkisráðuneytinu. Þetta er fyrsti loftferðasamningur landanna Lesa meira

Stoltenberg ræðir norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum - 26.5.2009

Koma Thorvalds Stoltenbergs til Íslands er í framhaldi skýrslu sem hann vann fyrir norræna utanríkisráðherra fyrr á árinu og kynnt var í byrjun febrúar Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir kjarnasprengingu Norður Kóreumanna - 25.5.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir harðlega kjarnorkusprengingu Norður Kóreumanna Lesa meira

Utanríkisráðherra á fundi EES ráðsins í Brussel - 20.5.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, ræddi m.a. stöðu efnahagsmála og Evrópumál í gær hjá EES ráðinu í Brussel

Lesa meira

Stóraukið samstarf sendiráða, Útflutningsráðs og Ferðamálastofu - 20.5.2009

Utanríkisþjónustan, Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofa hafa hafið formlegt samstarf um kynningu á Íslandi sem ferðamannastað Lesa meira

Fyrsta námskeiðið um þróunarsamvinnu, mannúðar- og friðarstarf - 18.5.2009

Ljósmynd: Þátttakendur og skipuleggjendur námskeiðs um verksvið innlendra og alþjóðlegra stofnana sem koma að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, friðarstarfi og neyðaraðstoð.
Um helgina lauk velheppnuðu námskeiði um verksvið innlendra og alþjóðlegra stofnana sem koma að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, friðarstarfi og neyðaraðstoð. Lesa meira

Srí Lanka: Vernda verður óbreytta borgara - Ísland veitir 5 milljón kr. neyðaraðstoð - 15.5.2009

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skorar á stjórnvöld á Srí Lanka og baráttusamtök Tamíl Tígra að vernda óbreytta borgara í átökum stjórnarhermanna og Tamíl Tígra.

Lesa meira

Tillögudrög - 14.5.2009

Hér fylgir texti þeirra tillögudraga sem kynnt voru á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í gær og á fundum utanríkisráðherra með formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og fulltrúa þinghóps Borgarahreyfingarinnar í dag. Lesa meira

Breskum þingmönnum gerð grein fyrir viðbrögðum Íslands við skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar - 12.5.2009

Sendiherra Íslands í London hefur, að beiðni Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, sent öllum þingmönnum breska þingsins bréf Lesa meira

Utanríkisráðherra mótmælir ummælum Brown - 8.5.2009

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, bar í dag fram formlega kvörtun vegna ummæla Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands Lesa meira

Framtíðarsýn Höfðafundarins ekki lengur fjarlæg - 7.5.2009

Þriðji og síðasti undirbúningsfundur endurskoðunarráðstefnu samningsins um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT-samningsins), stendur nú yfir í New York, en ráðstefnan sjálf verður haldin í maí á næsta ári. Lesa meira

Málþing um áhrif kreppunnar á ríki Afríku - 5.5.2009

Málþing um áhrif efnahagskreppunnar á ríki Afríku verður haldið á vegum Norrænu Afríkustofnunarinnar, utanríkisráðuneytisins, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands fimmtudaginn 7. maí næstkomandi. kl. 14.00 – 17.00 í Háskóla Íslands, Öskju, Sturlugötu 7, Reykjavík. Lesa meira

Afhending greinargerðar Íslands til landgrunnsnefndar S.þ. um ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna - 30.4.2009

Landgrunn Íslands
Í gær var afhent í New York greinargerð Íslands til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna. Lesa meira

Áfangasigur í baráttunni gegn kynþáttamisrétti - 28.4.2009

Lokaskjal samþykkt samhljóða á Durban endurskoðunarráðstefnu um afnám kynþáttamisréttis Lesa meira

Sérfræðingur til starfa hjá Barnahjálp S.þ. í Súdan - 27.4.2009

UNICEF
Fulltrúi íslensku friðargæslunnar, Steinar Þ. Sveinsson, hélt í dag til starfa í Súdan í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF Lesa meira

Skýrsla utanríkisráðuneytisins: Ísland á norðurslóðum - 22.4.2009

Skýrsla utanríkisráðuneytisins Ísland á norðurslóðum kemur út í dag. Í henni er lagður grunnur að heildstæðri stefnu Íslands á norðurslóðum og er það í fyrsta sinn sem heildarútekt Lesa meira

Ný stjórn Útflutningsráðs - 20.4.2009

Utanríkisráðherra skipaði í dag nýja stjórn Útflutningsráðs. Í fyrsta sinn í 22 ára sögu ráðsins eru konur í meirihluta stjórnarinnar Lesa meira

Siðareglur utanríkisþjónustunnar - 17.4.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undirritað siðareglur fyrir utanríkisþjónustuna, sem þegar hafa tekið gildi. Lesa meira

Ísland sendir athugasemdir um endurskipulagningu evrópsks fjármálakerfis - 16.4.2009

Utanríkisráðuneytið, í samráði við forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, hefur sent framkvæmdastjórn Lesa meira

Samstarf við Dóminíku um nýtingu jarðhita - 16.4.2009

Ísland og Dóminíka hafa undirritað viljayfirlýsingu þar sem ríkin árétta áhuga sinn á samstarfi á sviði jarðhitanýtingar. Lesa meira

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna eldflaugaskots N-Kóreu - 6.4.2009

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýsir alvarlegum áhyggjum yfir því að stjórnvöld Norður-Kóreu hafi skotið eldflaug á loft. Lesa meira

Utanríkisráðherra beinir sjónum að norðurslóðum á leiðtogafundi NATO - 5.4.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi norðurslóða og áframhaldandi stuðning við Afganistan í ræðu sinni á leiðtogafundinum. Lesa meira

Bandaríkjaforseti og utanríkisráðherra ræða jarðhitasamstarf á NATO fundi - 5.4.2009

Obama_OS_edited-1
Obama lýsir áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðhitavinnslu Lesa meira

Bresk þingnefnd birtir skýrslu um áhrif hruns íslenskra banka - 4.4.2009

Fjárlaganefnd breska þingsins hefur birt skýrslu um áhrif hruns íslensku bankanna. Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir leiðtogafund NATO - 2.4.2009

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem verður haldinn 3. - 4. apríl nk. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Bretlands funda í Lundúnum - 31.3.2009

David Miliband og Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í Lundúnum með breskum starfsbróður sínum, David Miliband. Lesa meira

Nýstárlegt námskeið um þróunarsamvinnu, mannúðar- og friðarstarf - 27.3.2009

Serleyfisbill_a_ferd_og_llugi
Íslenska friðargæslan, Rauði krossinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa fyrir sameiginlegu námskeiði um þróunarsamvinnu, mannúðar- og friðarstarf á erlendum vettvangi. Lesa meira

Stóraukið samstarf í landkynningarmálum og undirbúningur að stofnun Íslandsstofu - 26.3.2009

Undirritun samnings milli utanríkisráðuneyti, Ferðamálastofu og Útflutningsráðs
Össur Skarphéðinsson utanríkis- og iðnaðarráðherra, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, skrifuðu í dag undir samning Lesa meira

Efling norrænnar samvinnu í þróunar- og mannúðarverkefnum í Afganistan - 25.3.2009

Ragnheiður Kolsöe, þróunarfulltrúi friðargæslunnar heldur ræðu við upphaf almannvarnanámskeiðs sem haldið var fyrir heimamenn í Ghor héraði
Út er komin skýrsla um þróunar- og mannúðarstarf Norðurlandanna í Afganistan, sem veitir yfirlit yfir framlag einstaka þjóða og fjallar um hugsanleg samlegðaráhrif norrænar samvinnu á þessu sviði Lesa meira

Samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu - 24.3.2009

Samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu
Nýtt samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu tók til starfa í dag. Ráðið hefur ráðgefandi hlutverk við stefnumótun í þróunarmálum og fjallar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 23.3.2009

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir afhendir forseta Grikklands trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Verðlaun afhent í teiknisamkeppni utanríkisráðuneytisins - 20.3.2009

hopmynd
Sex ungir myndlistarmenn á aldrinum 3-10 ára hlutu í dag verðlaun í teiknisamkeppni utanríkisráðuneytisins Lesa meira

Aukið samstarf Norðurlandanna rætt á fundi með varnarmálaráðherra Dana - 20.3.2009

Dómsmálaráðherra, varnarmálaráðherra Danmerkur og utanríkisráðherra

Nánari samvinna á Norðurslóðum var eitt af umræðunefnum á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra.

Lesa meira

Jafnrétti í Afganistan í orði en enn ekki á borði - 18.3.2009

Konur í Afganistan
Afganskar konur héldu upp á alþjóðlegan dag kvenna og lögðu áherslu á framtíð þar sem framlag afganskra kvenna til samfélagsins er að fullu virt. Lesa meira

Fjórir kosningaeftirlitsmenn til Makedóníu og Móldóvu - 17.3.2009

Kosningaeftirlit Georgía
Tveir kosningaeftirlitsmenn halda í þessari viku til Makedóníu þar sem forsetakosningar fara fram á sunnudag, 22. mars. Viku síðar fara tveir fulltrúar til Moldóvu til að fylgjast með þingkosningum sem fram fara 5. apríl. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis - 13.3.2009

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. apríl 2009 hefst 16. mars nk. Lesa meira

Þróunarsjóður EFTA auglýsir eftir eftirlitsaðilum með styrktum verkefnum - 13.3.2009

Þróunarsjóður EFTA auglýsir eftir eftirlitsaðilum með verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Umfang einstakra verkefna getur numið tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna Lesa meira

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifar 20 nemendur - 12.3.2009

Úskriftarhópur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Í dag útskrifuðust 20 nemendur frá 14 löndum eftir sex mánaða nám við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Lesa meira

Skýrsla um áhættumat fyrir Ísland - 11.3.2009

Formaður starfshóps um áhættumat fyrir Ísland Valur Ingimundarson, prófessor, skilaði í dag skýrslu hópsins til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra Lesa meira

Stuðningur við málefni kvenna í alþjóða- og þróunarstarfi íslenskra stjórnvalda - 9.3.2009

Hjálmar Sigmarsson ásamt samstarfskonum í Sarajevo
Ísland hefur stutt sérstaklega við málefni kvenna, eflingu jafnréttis, fræðslu og stuðning við mæður í sínu alþjóðastarfi og þróunaraðstoð Lesa meira

Sérfræðingar til starfa til Jórdaníu og Afganistan - 3.3.2009

Íslenska friðargæslan hefur sent þrjá sérfræðinga til starfa með Barnahjálp SÞ og alþjóðlegum öryggissveitum ISAF. Lesa meira

Málstofa um íslenskt alþjóðastarf - 25.2.2009

Fridargaeslulidi_i_Afganistan._Mynd_1
Háskólinn á Bifröst heldur málstofu miðvikudaginn 25. febrúar þar sem fjallað verður um íslenskt alþjóðastarf, Lesa meira

Minnisblað um væntanlega skýrslu ESB um fjármálamarkað - 24.2.2009

Evrópa
Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman minnisblað í tilefni af umræðum um væntanlega skýrslu sérfræðinga fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn í Evrópu. Lesa meira

Háskóli Íslands og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfssamning - 12.2.2009

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samstarfssamning á sviði fræðslu og rannsóknarstarfa í alþjóðamálum Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Albaníu funda - 12.2.2009

Utanríkisráðherrar Íslands og Albaníu
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í dag á móti albönskum starfsbróður sínum, Lulzim Basha Lesa meira

Boð til ÖSE um eftirlit með þingkosningum - 12.2.2009

Fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, í Vín, bauð stofnuninni í dag að hafa eftirlit með kosningunum sem áætlaðar eru hér á landi í vor. Lesa meira

Utanríkisráðherra í viðtali hjá Sir David Frost - 10.2.2009

Efnahagsmál, evrópumál og fiskveiðar voru á meðal þess sem bar á góma í viðtali sem Sir David Frost átti við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á föstudag. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna álykta um Sri Lanka og Gaza - 9.2.2009

Norrænu utanríkisráðherrarnir lýstu í dag yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á Sri Lanka þar sem um 250.000 óbreyttir borgarar hafa lokast inni á átakasvæðum. Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur vel í tillögur Stoltenberg-skýrslunnar - 9.2.2009

Össur Skarphéðinsson og Thorvald Stoltenberg
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag, fyrir hönd norrænna starfsbræðra sinna, við skýrslu Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs Lesa meira

Kristján Guy Burgess aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 2.2.2009

Kristján Guy Burgess
Kristján Guy Burgess hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Lesa meira

Ráðherraskipti - 2.2.2009

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson
Nýr utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tók við embætti í gær af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Lesa meira

Friðargæsluliði til starfa hjá Barnahjálp Sþ í Palestínu - 30.1.2009

Ólöf Magnúsdóttir
Fulltrúi Íslensku friðargæslunnar, Ólöf Magnúsdóttir, heldur um helgina til starfa í Palestínu í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Lesa meira

Norðurslóðir verði vettvangur friðsamlegrar samvinnu - 29.1.2009

Mikilvægt er að norðurslóðir verði vettvangur friðsamlegrar samvinnu, ekki síst í ljósi þeirra öryggisáskorana sem blasa við á svæðinu. Lesa meira

Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum - 27.1.2009

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 standa íslensk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) fyrir málstofu um öryggishorfur á norðurslóðum undir heitinu „Security Prospects in the High North” Lesa meira

IRENA - alþjóðleg stofnun um orkumál - 26.1.2009

Fulltrúar 120 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sátu í dag í Bonn í Þýskalandi stofnfund nýrrar alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku, IRENA (International Renewable Energy Agency). Lesa meira

Loftferðasamningur við Singapúr - 23.1.2009

Undirritaður var í dag loftferðasamningur milli Íslands og Singapúr. Lesa meira

Ráðherra snýr heim í dag - 23.1.2009

Læknar í Stokkhólmi staðfesta að um góðkynja æxli sé að ræða, en ráðherra mun verða frá vinnu enn um sinn. Lesa meira

Utanríkisráðherra væntanleg heim í vikulok - 21.1.2009

Aðgerð sem utanríkisráðherra gekkst undir í Svíþjóð heppnaðist vel en ákvörðun um frekari meðferð liggur ekki fyrir. Lesa meira

Samstarfssamningur um viðskipti við Bandaríkin undirritaður - 15.1.2009

Undirritun samstarfssamnings við Bandaríkin
Undirritaður var í dag rammasamningur um samstarf um viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna. Lesa meira

Heimkoma ráðherra tefst - 15.1.2009

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður lengur undir læknishendi í Svíþjóð en ráð var fyrir gert Lesa meira

Utanríkisstefna Íslands og friðarferlið í Mið-Austurlöndum - 12.1.2009

Í ljósi umræðu um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ástandinu á Gaza hefur utanríkisráðuneytið tekið saman yfirlit yfir utanríksstefnu Íslands er varðar ástandið og friðarferlið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Lesa meira

Ferðamenn til Bandaríkjanna sæki um rafræna ferðaheimild - 12.1.2009

Utanríkisráðneytið minnir þá sem hyggja á för til Bandaríkjanna á að frá og með deginum í dag þarf að sækja um rafræna ferðaheimild. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Washington - 9.1.2009

Hjálmar W. Hannesson sendiherra hefur afhent George W. Bush Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Bandaríkjunum. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá Sameinuðu þjóðunum - 8.1.2009

Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti í dag Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ, trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Flutningar á sendiherrum - 7.1.2009

Eftirtaldir flutningar á sendiherrum verða í upphafi árs:

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Páfagarði - 6.1.2009

Elín Flygenring, sendiherra, afhenti Benedikt XVI páfa trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði 18. desember sl. Lesa meira

Utanríkisráðherra frá í 3-5 daga vegna meðferðar - 3.1.2009

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fer í geislameðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í næstu viku. Lesa meira

12 milljónir króna í neyðaraðstoð til Palestínumanna - 2.1.2009

Vegna hörmungarástandsins á Gaza hefur utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttiir, ákveðið að veita rúmum 12 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðstoðar Lesa meira