Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Utanríkisráðherra tekur undir yfirlýsingu Friðaráðs um ástandið á Gaza - 31.12.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og heiðursfélagi Friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna vekur athygli á yfirlýsingu Friðarráðsins um hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza-svæðinu. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna segja óstjórn Roberts Mugabe í Simbabve verði að ljúka - 19.12.2008

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir hneykslan á hinu alvarlega ástandi í Simbabve, sem fer versandi dag frá degi Lesa meira

Hátíðafundur í tilefni 60 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ - 9.12.2008

60_ara_afmali_mannrettindayfirlysingar_ST
Utanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa fyrir hátíðarfundi í Iðnó á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að þá eru 60 ár liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt Lesa meira

EXPO 2010 : Heimssýningin í Shanghai í Kína - 5.12.2008

Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsir eftir tillögum um útfærslu á sýningu í skála Íslands á Heimssýningunni Expo 2010 Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar ráðherrafund ÖSE - 5.12.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók í gær og í dag þátt í sextánda ráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Lesa meira

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum - 3.12.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í Osló í dag alþjóðlegan samning um bann við klasasprengjum Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástands í Taílandi - 27.11.2008

Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástands í Mumbai - 27.11.2008

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Mumbai (Bombay) á Indlandi í kjölfar árásanna þar á hótel og samgöngumiðstöðvar í gær Lesa meira

Viðskiptaráðherra stýrir ráðherrafundi EFTA - 25.11.2008

Bjorgvin_G._Sigurdsson_vidskiptaradherra_undirritar_friverslunarsamning_EFTA-rikjanna_vid_Kolumbiu
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra stýrði í dag ráðherrafundi EFTA í Genf í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra Lesa meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkir efnahagsáætlun og lán til Íslands - 20.11.2008

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) samþykkti á fundi sínum 19. nóvember áætlun um að koma á efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem samin var af íslenskum sérfræðingum í samstarfi við sendinefnd IMF í síðasta mánuði.Lesa meira

Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir starfsystur sína - 18.11.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jørgen Niclasen
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra færði færeyskum starfsbróður sínum, Jørgen Niclasen, þakkir Íslendinga fyrir lánveitingu Færeyinga Lesa meira

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) - 17.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Lesa meira

Umhverfisráðherra situr fund EES ráðsins - 14.11.2008

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sat 30. fund EES-ráðsins í Brussel 13. nóvember. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Máritíus - 13.11.2008

Sendiherra Íslands gagnvart Máritíus með aðsetur í Nýju Delí, Dr. Gunnar Pálsson, afhenti þann 13. nóvember forseta Máritíus H.E. Sir Anerood Jugnauth, G.C.S.K., K.C.M.G., Q.C. trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Máritíus. Lesa meira

Sparnaður og hagræðing í rekstri utanríkisráðuneytisins - 12.11.2008

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar til fjármálaráðuneytisins um sparnað og hagræðingu í rekstri og útgjöldum utanríkisþjónustunnar sem nemur 2,2 milljörðum króna eða um 20% miðað við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Úkraínu öðlast gildi - 10.11.2008

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Úkraínu öðlaðist gildi 9. október sl. og kemur til framkvæmda 1. janúar 2009. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Ítalíu öðlast gildi - 7.11.2008

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Ítalíu öðlaðist gildi 14. október sl. og kemur til framkvæmda 1. janúar 2009. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs ræða efnahagsmál og undirrita samning um landgrunnsmál - 3.11.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jonas Gahr Støre
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók á móti Jónasi Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs í ráðherrabústaðnum í morgun Lesa meira

Utanríkisráðherra gengst undir aðgerð í dag - 31.10.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, gengst undir aðgerð á Landsspítalanum- Háskólasjúkrahúsi í dag. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kairó - 31.10.2008

Þann 26. október afhenti Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, trúnaðarbréf sitt Lesa meira

Ráðherrafundur um norðlægu víddina í St. Pétursborg - 29.10.2008

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sótti í gær fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, fyrsta utanríkisráðherrafund Lesa meira

Þing Norðurlandaráðs; fjarvera utanríkisráðherra - 27.10.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, getur ekki, af heilsufarsástæðum, sótt þing Norðurlandaráðs Lesa meira

Beiðni um upplýsingar frá Íslendingum um ósanngjarna meðferð erlendis - 23.10.2008

Í ljósi frétta af því að Íslendingar hafi orðið fyrir óþægindum eða ósanngjarnri meðferð erlendis, vegna ástandsins í efnahagsmálum, óskar utanríkisráðuneytið

Lesa meira

Aðstoð við Íslendinga erlendis vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði - 17.10.2008

Utanríkisráðuneytið hefur í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið unnið að úrræðum til að bregðast við vanda Íslendinga erlendis Lesa meira

Kosningar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna - 17.10.2008

Í kosningum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fram fóru í New York í dag hlaut Ísland 87 atkvæði Lesa meira

Ísland í kjöri allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 17. október 2008 - 16.10.2008

Kosningar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2010 fara fram á morgun föstudaginn 17. október. Lesa meira

Fundur Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra Íslands í Bretlandi og fulltrúa Samtaka sveitarfélaga í Bretlandi. - 15.10.2008

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi átti í dag fund með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga í Bretlandi (LGA). Viðræður aðila voru vinsamlegar. Lesa meira

Upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla - 14.10.2008

Vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í íslensku fjármálalífi hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að opna upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla, innanlands sem utan.

Lesa meira

Upplýsingasíða forsætisráðuneytisins - 14.10.2008

Forsætisráðuneytið heldur úti heimasíðu á ensku þar sem nálgast má upplýsingar frá skrifstofu forsætisráðherra auk almennra upplýsinga um Ísland á ensku. Lesa meira

Samskipti við breska hagsmunaaðila - 14.10.2008

Viðskiptaráð hefur tekið saman gögn sem gætu nýst íslenskum fyrirtækjum í samskiptum þeirra við bresk fyrirtæki. Lesa meira

Upplýsingar um gjaldeyrisyfirfærslur til námsmanna og annarra íslenskra þegna í útlöndum - 10.10.2008

Fulltrúar Sambands íslenskra námsmanna erlendis óskuðu i dag eftir fundi með stjórnvöldum vegna gjaldeyrisyfirfærslna á reikninga námsmanna erlendis, en undanfarna daga hafa námsmenn og aðrir átt í erfiðleikum við að millifæra fé af bankareikningum hérlendis til viðsiptabanka sinna erlendis. Lesa meira

Upplýsingar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði - 9.10.2008

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.          

                              

Lesa meira

Samráð ríkisstjórna Íslands og Bretlands vegna ástandsins á fjármálamörkuðum - 8.10.2008

Sendiherra Íslands í Bretlandi fundar með háttsettum embættismönnum í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Pretoríu - 2.10.2008

Guðmundur Eiríksson, sendiherra afhenti í dag Kgalema Motlanthe, forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Suður-Afríku. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Tókýó - 1.10.2008

Afhending trúnaðarbréfs í Tókýó
Stefán Lárus Stefánsson sendiherra afhenti fimmtudaginn 21. ágúst síðastliðinn Akihito Japanskeisara trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Japan. Lesa meira

Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð - 29.9.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í dag. Lesa meira

Stoltenberg ítrekar stuðning Norðurlanda við framboð Íslands - 26.9.2008

Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, vakti athygli á framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi S.þ.í nótt. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Rússlands - 25.9.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sergei Lavrov
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra átti í gær fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Lesa meira

Þátttaka Íslands í heimssýningunni EXPO 2010 í Shanghæ - 24.9.2008

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að Ísland taki þátt í heimssýningunni EXPO 2010 sem haldin verður í Shanghæ í Kína frá maí til október 2010. Lesa meira

Veikindi utanríkisráðherra - 24.9.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, veiktist í fyrradag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York Lesa meira

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - 22.9.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, taka þátt í svonefndri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna dagana 22. - 27. september Lesa meira

Amre Moussa heimsækir Ísland; talar á opnum fundi í Háskóla Íslands - 17.9.2008

Amra Moussa og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Amre Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, kemur til Íslands í opinbera heimsókn n.k. föstudag, 19. september Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Ottawa - 17.9.2008

Sigríður Anna Þórðardóttir og Michaelle Jean
Sigríður Anna Þórðardóttir afhenti Michaëlle Jean landsstjóra Kanada trúnaðarbréf sitt Lesa meira

Ný lög um um þróunarsamvinnu marka tímamót, segir utanríkisráðherra - 12.9.2008

Samþykkt nýrra laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu felur í sér gagngerar umbætur á stjórnkerfi málaflokksins. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Phnom Penh - 12.9.2008

Gunnar Snorri Gunnarsson afhenti þann 12. þ.m. Hans hátign Norodom Sihamoni, konungi Kambódíu trúnaðarbréf sitt

Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir Lettland - 8.9.2008

ISG opnar verksmiðju
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti lettneskan starfsbróður sinn og heimsótti fyrirtæki, sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu Íslendinga, á ferð sinni til Lettlands. Lesa meira

Fyrsta heimsókn spænsks utanríkisráðherra til Íslands - 3.9.2008

Moratinos og Ingibjörg Sólrún

Utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, átti í dag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra en þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Spánar kemur í opinberra heimsókn til landsins.

Lesa meira

Samstarf Íslands og Afríkulanda í orkumálum - 1.9.2008

Ráðstefna um þróun vistvænnar orku í Afríku og um samstarf Íslands og Afríkulanda í orkumálum er haldin í dag í höfuðstöðvum Afríkusambandsins í Addis Ababa. Lesa meira

Samkomulag um alþjóðlegar leiðbeiningarreglur um stjórn djúpsjávarveiða á úthafinu - 29.8.2008

Samþykktar hafa verið alþjóðlegar leiðbeiningarreglur um stjórn djúpsjávarveiða á úthafinu en annarri lotu samningaviðræðna um reglurnar lauk í dag Lesa meira

Utanríkisráðherra í Betlehem - 29.8.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Tzipi Livni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var í dag sérstakur gestur á fundi friðarráðs kvenna (IWC) í Betlehem. Lesa meira

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 - 27.8.2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli 1.- 5. september næstkomandi. Lesa meira

Álitsgerð um árás í Kabúl 2004 kynnt - 26.8.2008

Utanríkisráðherra kynnti í dag álitsgerð um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl 2004 og kynnti jafnframt umbætur á starfsemi Íslensku friðargæslunnar Lesa meira

Um 3.000 manns heimsóttu utanríkisráðuneytið á opnu húsi - 25.8.2008

Um þrjú þúsund manns heimsóttu utanríkisráðuneytið á opnu húsi sem haldið var 23. ágúst. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum en þetta er í fyrsta sinn sem ráðuneyti opnar dyr sínar almenningi hérlendis.

Lesa meira

Sigríður Dúna afhendir Noregskonungi trúnaðarbréf - 25.8.2008

Sigríður Dúna afhendir í Noregi
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur afhent Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Sigríður Dúna er fyrsta konan til að gegna embætti sendiherra í Noregi frá því að sendiráð var stofnað þar árið 1947. Lesa meira

Opið hús í utanríkisráðuneyti á menningarnótt - 20.8.2008

ISG opið hús
Utanríkisráðuneytið tekur þátt í menningarnótt Reykjavíkurborgar og verður með opið hús laugardaginn 23. ágúst á milli kl. 14-18. Lesa meira

Utanríkisráðherrar NATO álykta um ástandið í Georgíu - 19.8.2008

Utanríkisráðherra sat í dag sérstakan aukafund utanríkisráðherra NATO í Brussel þar sem fjallað var um ástand mála í Georgíu Lesa meira

Fjárframlag og friðargæsluliði til Georgíu - 15.8.2008

Utanríkisráðuneytið mun leggja 3 milljónir króna til vegna neyðarástandsins í Georgíu, auk þess sem sendur verður sérfræðingur á vegum Íslensku friðargæslunnar til Tbilisi. Lesa meira

Flutningar á sendiherrum - 12.8.2008

Eftirtaldir flutningar á sendiherrum urðu í byrjun ágúst:

Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir Ísafjörð - 11.8.2008

Utanríkisráðherra ræddi samvinnu Vestfjarða og Austur-Grænlands  og fjölgun starfa í Ísafjarðarheimsókn sinni. Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Georgíu - 11.8.2008

Íslenskum ríkisborgurum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins í landinu. Lesa meira

Yfirlýsing vegna ástandsins í Suður-Ossetíu - 8.8.2008

Utanríkisráðherra lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna átakanna sem brotist hafa út í Suður-Ossetíuhéraði Lesa meira

Ingibjörg Sólrún heiðursgestur á Íslendingaslóðum - 1.8.2008

Utanríkisráðherra verður heiðursgestur á Íslendingadeginum í Gimli og á Íslendingahátíð í Mountain, Norður-Dakóta Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Gvæjana - 21.7.2008

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, afhenti hinn 14. júlí forseta Gvæjönu (Guyana), trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands Lesa meira

Loftferðasamningur við Mexíkó áritaður - 16.7.2008

Þann 11. júlí var áritaður í Mexíkóborg loftferðasamningur milli Íslands og Mexíkó. Samningurinn er fyrsti loftferðasamningur sem gerður er á milli ríkjanna og mun taka gildi við undirritun.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið gengur til samninga um rekstur ljósleiðara NATO - 11.7.2008

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækin Fjarska ehf. og Og fjarskipti ehf. Lesa meira

Fastafulltrúi undirritar aðildarskjal Albaníu og Króatíu að NATO - 10.7.2008

Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi undirritar aðildarskjöl fyrir Króatíu og Albaníu
Þann 9. júlí sl. undirrituðu 26 fulltrúar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins aðildarskjal Albaníu og Króatíu Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir ráðherrafund EFTA - 30.6.2008

Ráðherrafundur EFTA í Lugano
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Lugano í Sviss. Lesa meira

Ísland fullgildir samning um kjarnorkuöryggi - 25.6.2008

Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni (IAEA) hafa verið afhent fullgildingarskjöl vegna alþjóðlegs samnings um kjarnorkuöryggi Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir sýrlenska ráðamenn - 25.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Bashar Al-Assad
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði í dag í Damaskus með sýrlenskum ráðamönnum Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing norrænna utanríkisráðherra um ástandið í Simbabve: - 24.6.2008

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna taka undir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem pólitískt ofbeldi í Simbabve er fordæmt. Lesa meira

Loftferðasamningur við Egyptaland áritaður - 23.6.2008

Loftferðasamningur milli Íslands og Egyptalands var áritaður í Kaíró þann 18. júní. Er þetta fyrsti loftferðasamningurinn milli ríkjanna og hefur þegar tekið gildi til bráðabirgða en stefnt er að formlegri undirritun við fyrsta tækifæri.

Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Grænlands - 20.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Aleqa Hammon

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kom á hádegi í dag til Nuuk á Grænlandi til að eiga viðræður við grænlensku heimastjórnina um aukin viðskipti landanna.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kasakstan - 19.6.2008

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra afhenti trúnaðarbréf í Astana, Kasakstan Lesa meira

Stofnun alþjóðlegs jafnréttisseturs og jafnréttisskóla við Háskóla Íslands - 19.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Ingólfsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Lesa meira

Aukin samvinna á sviði öryggis- og utanríkismála á Norðurlöndum - 18.6.2008

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig þróa megi samstarf landanna í utanríkis- og öryggismálum á næstu 10-15 árum.

Lesa meira

Samningaviðræðum um fríverslunarsamning milli EFTA og Kólumbíu lokið - 16.6.2008

Samningaviðræðum um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Kólumbíu lauk í Crans- Montana, Sviss Lesa meira

Utanríkisráðherra talar fyrir kraftmeiri aðgerðum í þágu afganskra kvenna - 12.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, talaði sérstaklega fyrir kraftmeiri aðgerðum í þágu kvenna Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Ítalíu - 4.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Franco Frattini
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu ræddu m.a. mikilvægi þess að fullgilda tvísköttunarsamning landanna Lesa meira

Utanríkisráðherra situr leiðtogafund Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna - 4.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði í dag áherslu á sjálfbæri í matvælaframleiðslu, orku-framleiðslu og nýtingu sjávarauðlinda í ávarpi Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir sprengjuárás á danska sendiráðið í Islamabad - 3.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir harðlega sprengjuárás Lesa meira

Utanríkisráðherra situr fund kvenleiðtoga í Aþenu - 3.6.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í dag þátt í kvenleiðtogafundi sem haldinn var í Aþenu Lesa meira

Stofnun Varnarmálastofnunar - 1.6.2008

Tímamót urðu í varrnarmálum Íslendinga er Varnarmálastofnun tók til starfa í dag, 1. júní. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Höfða - 30.5.2008

Condoleezza Rice og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í dag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Höfða. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld fagna alþjóðlegu banni við klasasprengjum - 29.5.2008

Íslensk stjórnvöld fagna alþjóðlegu samkomulagi sem tókst í Dyflinni í gær um að banna klasasprengjur. Lesa meira

Utanríkisráðherra undirritar samstarfssamning við alþjóðasveit Landsbjargar - 23.5.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu í dag samkomulag og samstarfssamning sem felur í sér afnot af þremur byggingum ráðuneytisins á öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll.

Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir Eistland heim - 22.5.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Urmas Paet skoða skjöld á Íslandstorgi í Tallinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í opinberri heimsókn sinni þangað. Lesa meira

Ellisif Tinna Víðisdóttir skipuð forstjóri nýrrar Varnarmálastofnunar - 19.5.2008

Ellisif Tinna Víðisdóttir

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað Ellisif Tinnu Víðisdóttur forstjóra Varnarmálastofnunar til fimm ára frá og með 1. júní nk. en þann dag tekur stofnunin formlega til starfa.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld veita Kínverjum aðstoð vegna náttúruhamfaranna - 16.5.2008

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Kínverjum aðstoð að andvirði um 7,8 milljóna ísl. kr. vegna náttúruhamfaranna í Sichuan-héraði í suðurvesturhluta Kína á mánudag. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfa í Laos og Suður-Kóreu - 15.5.2008

Frá afhendingu trúnaðarbréfs í Laos

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, hefur nýverið afhent trúnaðarbréf sín sem sendiherra Íslands í Laos og Suður-Kóreu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Maldíveyjum - 13.5.2008

Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Maldíveyjum.

Lesa meira

Hamfarirnar í Sichuan fylki - 13.5.2008

Sendiráð Íslands í Kína fylgist grannt með atburðunum í Sichuan fylki í kjölfar jarðskjálftans sem þar varð á mánudag. Lesa meira

Íslenskum ríkisborgurum ráðið frá því að ferðast til Búrma (Mjanmar) - 9.5.2008

Í kjölfar náttúrhamfara sem gengu yfir Búrma (Mjanmar) 2. maí sl. þá ráðleggur utanríkisráðuneytið Íslendingum frá öllum ferðalögum til landins nema brýna nauðsyn beri til. Lesa meira

Íslenskum ríkisborgurum ráðið frá því að ferðast til Líbanon - 9.5.2008

Vegna ófriðarástands í Líbanon þá ráðleggur utanríkisráðuneytið íslenskum ríkisborgurum eindregið frá því að ferðast til landsins. Lesa meira

Fyrsti samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál - 8.5.2008

Þann 30. apríl síðastliðinn fóru fram í Washington fyrstu viðræður embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Bandaríkjanna í kjölfar breytinga á varnarsamstarfinu haustið 2006. Lesa meira

Neyðarástand vegna fellibyls og flóða í Búrma - 8.5.2008

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita sem nemur 100.000 Bandaríkjadölum til hjálparstarfs á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins.

Lesa meira

Koma franska flughersins til Íslands - 5.5.2008

Í dag, 5. maí, hefst loftrýmisgæsla NATO á Íslandi með komu fjögurra Mirage 2000 orrustuþotna frá franska flughernum auk 110 manna liðsafla vegna útgerðar vélanna. Lesa meira

Samstarf við félagsmálaráðuneytið um móttöku flóttamanna - 30.4.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir undirrita samkomulagið
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, undirrituðu í dag samkomulag um samstarf við móttöku flóttafólks Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Nepal - 30.4.2008

Dr Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti G. P. Koirala, forsætisráðherra Nepal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Nepal.

Lesa meira

Aukaframlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna - 29.4.2008

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið aukaframlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem nemur um hálfri milljón Bandaríkjadala Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Georgíu - 29.4.2008

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Georgíu Lesa meira

Þróun stjórnmála í Suður Afríku: Umbrotatímar í ungu lýðveldi - 28.4.2008

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi heldur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku, fyrirlestur um þróun stjórnmála í Suður-Afríku í stofu 101, Háskólatorgi. Lesa meira

Samningaviðræðum um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Persaflóaríkja lokið - 25.4.2008

Samningaviðræðum um fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Samstarfsráðs Persaflóaríkja (Barein, Katar, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin) lauk í Genf aðfararnótt sumardagsins fyrsta, 24. apríl 2008.

Lesa meira

Ísland skipar fulltrúa gagnvart palestínskum stjórnvöldum - 23.4.2008

ThordurAegirOskarsson

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sórún Gísladóttir, hefur skipað Þórð Ægi Óskarsson sendiherra sérstakan fulltrúa gagnvart palestínskum stjórnvöldum. Var tilkynnt um skipunina á fundi ráðherra og Mahmúd Abbas, forseta Palestínu, í Ráðherrabústaðnum í gær.

Lesa meira

Embætti forstjóra Varnarmálastofnunar er laust til umsóknar - 17.4.2008

Utanríkisráðherra skipar forstjóra Varnarmálastofnunar til fimm ára í senn. Skipað verður í embættið frá og með 1. júní 2008. Lesa meira

Nefnd kanni atvik tengd árás á friðargæsluliða í Kabúl 2004 - 16.4.2008

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið tvo fyrrverandi hæstaréttardómara, Guðrúnu Erlendsdóttur og Harald Henrysson, til að yfirfara og kanna atvik varðandi sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í október 2004.

Lesa meira

Samstarf kvenutanríkisráðherra og öryggissamstarf rætt - 11.4.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Condoleezza Rice
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sótti Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heim í dag. Lesa meira

Viðskiptaþróunarsjóður - 11.4.2008

Utanríkisráðherra hefur stofnað Viðskiptaþróunarsjóð þar sem fyrirtækjum sem hyggja á útrás í þróunarríkjum gefst kostur á að sækja um styrk til hagkvæmnisúttekta, forkannana, tilraunaverkefna, starfsþjálfunar o.fl. Lesa meira

Háskólafundaröð: Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur - 10.4.2008

Utanríkisráðherra með háskólarektorum

Næst á dagskrá: Sjálfbær þróun: íslensk náttúra, menning og þekking í alðjóðasamhengi. Þriðjudaginn 15. apríl í Háskólanum á Hólum, kl. 13:15-15:30. Allir velkomnir!

                                                                                    

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fulltrúum Alþjóðabankans - 10.4.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, heldur til Washington, D.C. dagana 11.-13. apríl nk. þar sem hún mun eiga fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sitja fund þróunarnefndar Alþjóðabankans. Lesa meira

Skýrsla um utanríkis- og alþjóðamál lögð fram - 8.4.2008

Alþingi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mælti í dag fyrir skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi.

Lesa meira

Leiðtogafundi NATO í Búkarest lokið - 4.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tóku þátt í leiðtogafundi NATO sem lauk í dag í Búkarest. Lesa meira

Fréttatilkynning frá forsætis- og utanríkisráðuneyti - 2.4.2008

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Búkarest í Rúmeníu dagana 2.- 4. apríl. Lesa meira

Yfirlýsing um Hvíta-Rússland - 1.4.2008

Íslensk stjórnvöld taka undir yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem lýst er miklum vonbrigðum vegna handtöku þátttakenda í friðsamlegum mótmælum, sem fram fóru í Minsk og fleiri borgum Hvíta-Rússlands í síðustu viku.

Lesa meira

Yfirlýsing um Taívan - 27.3.2008

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem kosningunum sem voru haldnar á Taívan Lesa meira

Háskólafundaröðinni Ísland á Alþjóðavettvangi, erindi og ávinningur - 27.3.2008

Næst á dagskrá í Háskólafundaröðinni Ísland á Alþjóðavettvangi, erindi og ávinningur er málþing í Kennaraháskóla Íslands undir yfirskriftinni Menntun í samfélagi þjóða. Lesa meira

Ráðherra lýsir áhyggjum vegna Tíbet - 25.3.2008

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, átti í dag samtal við sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um smáeyþróunarríki í Karíbahafi - 25.3.2008

Alþjóðleg samvinna á sviði sjálfbærrar þróunar, samstarf Íslands og smáeyþróunarríkja í Karíbahafi er yfirskrift ráðstefnu sem hefst í dag á Barbados. Lesa meira

Yfirlýsing um Tíbet - 19.3.2008

Ísland hefur gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir ástandinu í Tíbet og lýst yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Afganistan - 19.3.2008

Utanríkisráðherra og Hamid Karzai
Heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Afganistan Lesa meira

Greinargerð um þróunarsamvinnu - 17.3.2008

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur hefur skilað utanríkisráðherra greinargerð um skipulag þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

Forseti Alþjóðabankans fundar á Íslandi - 11.3.2008

Robert B. Zoellick, forseti Alþjóðabankans, kemur til Íslands fimmtudaginn 13. mars. Lesa meira

Breytingar í hópi sendiherra - 10.3.2008

Utanríkisráðherra hefur skipað Grétu Gunnarsdóttur, sviðsstjóra alþjóða- og öryggissviðs, Þóri Ibsen, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu, Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Danmerkur - 10.3.2008

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur á morgun tveggja daga opinbera heimsókn til Danmerkur. Lesa meira

Høgni Hoydal heimsækir Ísland fyrst ríkja - 10.3.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Høgni Hoydal
Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni, ræddi viðskipta-, mennta og utanríkismál á fundi sem hann átti með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í gær. Lesa meira

Kvenorkan virkjuð í friðargæslu - 7.3.2008

ISG og friðargæslukonur
Hátt í 60 konur hafa farið á vettvang til lengri tíma á vegum Íslensku friðargæslunnar sl. áratug. Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir konur, frið og öryggi á fundi kvenleiðtoga - 6.3.2008

Framkvæmdaáætlun utanríkisráðuneytisns um áætlun 1325
Aðkoma kvenna að friðar og öryggismálum var meginefni kvenleiðtogafundar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í Brussel í dag í boði Benitu Ferrero Waldner, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði utanríkismála. Lesa meira

Utanríkisráðherra situr utanríkisráðherrafund NATO Í Brussel - 6.3.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók í morgun þátt í reglubundnum utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld viðurkenna formlega sjálfstæði Kósóvó - 5.3.2008

Íslensk stjórnvöld hafa formlega viðurkennt sjálfstæði Kósóvó. Lesa meira

14,4 milljónir króna til neyðaraðstoðar í Darfúr - 5.3.2008

Utanríkisráðuneytið hefur lagt fram 14,4 milljónir króna til neyðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í Darfúr. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 4.3.2008

Í 5. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um umsóknir frjálsra félagasamtaka um framlög vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar, undirritun Íslands á sáttmála um vernd barna á vettvangi Evrópuráðsins og Alþjóðasjóðinn fyrir þróun landbúnaðar (IFAD). Lesa meira

Samráðsfundur afrískra og norrænna ráðherra í Gaborone í Botsvana - 4.3.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók þátt í árvissum samráðsfundi afrískra og norrænna ráðherra sem lauk í Gaborone í Botsvana í dag.

Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir SOS-barnaþorp í Botsvana - 3.3.2008

Barnaþorp SOS

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, sem stödd er í Botsvana, heimsótti í gær SOS-barnaþorp skammt frá höfuðborg landsins, Gaborone.

Lesa meira

Ísland hyggst viðurkenna sjálfstæði Kósóvó - 28.2.2008

Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Kósóvó frá 17. febrúar sl. hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó en ekki liggur fyrir endanleg ákvörðun um dagsetningu, Lesa meira

Stiklur um menningarmál - 28.2.2008

Frá opnun Iceland on the Edge í BOZAR listamiðstöðinni
Í 5. tbl. Stiklna um menningarmál er fjallað um Íslandshátíðina "Iceland on the Edge" sem var formlega sett í Brussel sl. þriðjudagskvöld. Lesa meira

Málefni Kósóvó og aðkoma kvenna að friðarmálum voru á meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra og aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - 27.2.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ban Ki-moon
Málefni Kósóvó og aðkoma kvenna að friðarmálum voru á meðal umræðuefna á fundi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - 26.2.2008

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í dag eiga fund með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon. Lesa meira

Stiklur um menningarmál - 26.2.2008

stiklur_bozar
Í 4. tbl. Stiklna um menningarmál er fjallað um Iceland on the Edge hátíðina í Brussel og samstarf við Iceland Airwaves. Lesa meira

Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna - 25.2.2008

Fjármögnun jafnréttisbaráttunnar er aðalþema árlegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefst í New York í dag. Lesa meira

Ísland eitt 24 herlausra Sþ ríkja - 21.2.2008

Herlaus ríki Sameinuðu þjóðanna
Ísland er eitt 24 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem er herlaust. Lesa meira

Friðarráð Palestínu og Ísrael á Íslandi í boði utanríkisráðherra - 21.2.2008

: Maha Abu-Dayyeh Shamas, Ingibjörg Sólrún gísladóttir og Anat Saragusti

Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakona frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu töluðu á opnum fundi í Reykjavík .

Lesa meira

Opinn fundur um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið-Austurlöndum - 18.2.2008

: Maha Abu-Dayyeh Shamas, Ingibjörg Sólrún gísladóttir og Anat Saragusti
Opinn fundur um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið-Austurlöndum með fulltrúum friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. febrúar. Lesa meira

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, fundar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. - 16.2.2008

Utanríkisráðherra Eistlands heilsar
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, átti fund með starfssystur sinni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 13.2.2008

100_2536
Í 8. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um undirritun sölu- og þjónustusamnings á milli Ecoprocess og SITA (SUEZ). Lesa meira

Réttur til menningar - íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar - 12.2.2008

Réttur til menningar - íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar er yfirskrift málþings sem haldið verður í Listaháskóla Íslands á fimmtudag. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Fidjieyjar - 11.2.2008

Stofnun stjórnmálasambands við Fidjieyjar

Fastafulltrúar Íslands og Fidjieyja hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna í New York, föstudaginn 8. febrúar sl.

Lesa meira

Stiklur um menningarmál - 11.2.2008

Helgi  Fossádal, forstöðumaður, Hafþór Yngvason, safnstjóri, og Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum
Í 3. tbl. Stiklna um menningarmál er fjallað um sýningu á verkum Kjarvals í Færeyjum og útgáfu nýrrar bókar Jack Ives um Skaftafell. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 8.2.2008

Dr. Jakkie Cillers, Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Dr. Cheryl Hendricks.
Í 4. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um samvinnu Íslands við afríska rannsóknarstofnun í öryggismálum. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 6.2.2008

Ein af flugvélum Atlanta
Í 7. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um aðstoð utanríkisþjónustunnar við Air Atlanta. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 31.1.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
Í 6. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um evrópuskýrslu sem utanríkisráðherra flutti á alþingi í dag og vinnuhóp EFTA ríkjanna og Rússlands um nánari viðskipta- og fjárfestingatengsl. Lesa meira

Samkomulag um samstarf utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar HÍ - 31.1.2008

Undirritun samkomulags um samstarf urn og HÍ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, undirrituðu í dag samkomulag um samstarf ráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar HÍ á sviði fræðslu og rannsóknarstarfa í alþjóðamálum. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 30.1.2008

David Emerson, alþjóðaviðskiptaráðherra Kanada og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
Í 5. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA ríkjanna og Kanada og yfirlýsingu milli EFTA ríkjanna og Indlands um að hefja fríverslunarviðræður. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 29.1.2008

Þátttakendur í nýafstöðnu námskeiði um alþjóðlegan mannúðarrétt
Í 3. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um námskeið í alþjóðlegum mannúðarrétti sem haldið var dagana 17. til 21. janúar sl. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 29.1.2008

Frá vinnufundi viðskiptafulltrúanna; frá vinstri Pétur Yang Li og Isis Cai, Peking; Rósa Viðarsdóttir, Kaupmannahöfn; Maki Onjo, Tókýó; Unnur Orradóttir Ramette, París og Yury Korolev, Moskvu.
Í 4. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um árlega heimsókn viðskiptafulltrúa utanríkisþjónustunnar til Íslands dagana 4. - 9. janúar sl. Lesa meira

Stiklur um menningarmál - 28.1.2008

Bozar - Iceland on the Edge
Í 2. tbl. Stiklna um menningarmál er fjallað um Iceland on the Edge, stærstu menningar- og kynningarhátíð Íslands erlendis árið 2008, sem nýlega var kynnt fjölmiðlum í Belgíu. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 28.1.2008

Nanna Magnadóttir fyrir miðju ásamt samstarfskonum hjá UNIFEM á Balkanskaga
Í 2. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um kosningaeftirlit á vegum Íslensku friðargæslunnar, starfmann Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínuflóttamenn og forstöðumann skrifstofu Evrópuráðsins í Kósóvó. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 28.1.2008

Svavar Gestsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu með aðsetur í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Liechtenstein - 26.1.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Lesa meira

Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA ríkjanna og Kanada - 26.1.2008

Frá undirritun fríverslunarsamnings EFTA og Kanada

Í dag, 26. janúar, undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada.

Lesa meira

Ísland sendir 10 milljóna neyðaraðstoð til Kenía - 25.1.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að leggja 7 milljónir kr. til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 21.1.2008

Guðmundur Árni Stefánsson afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Íslands í Kúveit
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, afhenti þann 16. janúar 2008, emírnum af Kúveit, Sheikh Sabah Al-Ahmed Al-Jaber Al-Sabah, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kúveit með aðsetur í Stokkhólmi. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 18.1.2008

EFTA
Í 3. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um áform Evrópusambandsins að gera flugrekendum skylt að afla sér heimilda fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira

Stiklur um menningarmál - 16.1.2008

ICE07 hátíðin var haldin í Liverpool dagana 29. nóvember til 2. desember.

Í 1. tbl. Stiklna um menningarmál er fjallað um fjögurra daga menningar- og listahátíð ICE07 sem haldin var í Liverpool í lok nóvember.

Lesa meira

Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur - 15.1.2008

Í dag verður haldið fimmta málþing háskólafundaraðarinnar Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur sem skipulagt er af utanríkisráðuneytinu í samstarfi við alla háskóla landsins.

Lesa meira

Háskólafundaröð: Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur - 14.1.2008

Utanríkisráðherra með háskólarektorum
Næst á dagskrá: Átakalínur í framtíðinni - geta Íslendingar komið að liði í barátunni gegn matvælaskorti, þurkum og loftlagsbreytingum? Þriðjudaginn 15. janúar í Landbúnaðarháskóla Íslands, Ársal kl. 13-15. Allir velkomnir!

Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 11.1.2008

EU Guide to Programmes 2007-2013
Í 2. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um nýjar samstarfsáætlanir sem EES/EFTA ríkin taka þátt í. Lesa meira

Stiklur um viðskiptamál - 9.1.2008

Þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C.
Í 1. tölublaði Stiklna um viðskiptamál er fjallað um hugsanlega samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á sviði rannsókna og þróunar varðandi nýtingu jarðhita. Lesa meira

Fjárfestingasamningur undirritaður í Kaíró - 8.1.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Dr. Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra Egyptalands skrifa undir fjárfestingasamning ríkjanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag í Kaíró gagnkvæman fjárfestingasamning Íslands og Egyptalands. Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir Egyptaland - 6.1.2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur á mánudag í opinbera heimsókn til Egyptalands sem standa mun dagana 8. og 9. janúar. Lesa meira

Sameiginleg fréttatilkynning utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna Srí Lanka - 4.1.2008

Ríkisstjórn Srí Lanka hefur tilkynnt norskum stjórnvöldum formlega um ákvörðun sína frá 2. janúar þess efnis að segja upp vopnahléssamningnum og komi uppsögnin til framkvæmda 16. janúar 2008. Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástands í Kenía - 3.1.2008

Í kjölfar kosninga sem fram fóru í Kenía 27. desember síðastliðinn hefur borið á mótmælum og átökum í landinu. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Kenía. Lesa meira

Hugsanleg uppsögn vopnahléssamnings á Sri Lanka - 2.1.2008

Stjórnvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að segja upp vopnahléssamkomulagi stjórnvalda og baráttusamtaka Tamíl Tígra (LTTE) sem verið hefur í gildi síðan í febrúar 2002. Lesa meira