Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 29.12.2006

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Aðalheiður Sigursveinsdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 22.12.2006

Í 24. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um fund samráðsnefndar atvinnulífsins og stjórnvalda og opinn fund um viðræður við Kína um fríverslun. Lesa meira

Friðargæsluliðar í Srí Lanka kallaðir til höfuðstöðva í Colombo - 22.12.2006

Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka (SLMM), Lars Sölvberg, hefur ákveðið að kalla eftirlitsmenn SLMM til höfuðstöðvanna í Colombo á næstu dögum. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 21.12.2006

Í 23. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um viðskipti við Asíu og opnun skrifstofu Glitnis í Kína. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 11. tbl. 2006 - 19.12.2006

Í 11. tbl. er fjallað um neyðarsjóð OCHA, umbætur á starfi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm, breytingar á aðalskrifstofu og svæðisskrifstofum FAO. Óháða úttekt á starfsemi FAO og norrænt samráð.

Lesa meira

Fríverslun við Kína - opinn fundur 5. janúar - 19.12.2006

Sendiherra í Beijing kallar eftir upplýsingum um hagsmuni íslenskra fyrirtækja í fríverslunarviðræðum við Kínverja. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 19.12.2006

Listasýningin Dreamlands Burn er haldin í Búdapest í Ungverjalandi.
Í 28. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um norrænu nútímalistasýninguna Dreamlands Burn í Búdapest í Ungverjalandi. Lesa meira

Viðræður Íslendinga og Norðmanna um samstarf á sviði öryggismála - 19.12.2006

Íslenskir og norskir embættismenn áttu í dag fund um samstarf þjóðanna um öryggismál o.fl. Lesa meira

Viðræður Íslendinga og Dana um samstarf á sviði öryggismála - 18.12.2006

Íslenskir og danskir embættismenn áttu í dag fund um samstarf þjóðanna um öryggismál o.fl. Farið var yfir atriði er varða sameiginlega hagsmuni á Norður-Atlantshafi og ánægju lýst með þróun samstarfs á undanförnum árum. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 18.12.2006

Þéttskipað var á málþingi um íslenska tungu í París
Í 27. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um alþjóðlega bókastefnu í Moskvu og málþing um íslenska tungu í París. Lesa meira

Viðræður um Hatton Rockall-málið - 15.12.2006

Landgrunnskröfur á Hatton Rockall svæðinu
Í dag fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja um Hatton Rockall-málið, en sem kunnugt er hafa ríkin fjögur öll gert tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæðinu. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 15.12.2006

Kærleikskúlan 2006 er hönnuð af listakonunni Gabríelu Friðriksdóttur
Í 26. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónleika og kynningu á Kærleikskúlunni 2006 í nýja sendiherrabústaðnum í Berlín og dag íslenskrar tungu í Moskvu. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Búrúndí - 14.12.2006

Stofnun stjórnmálasambands við Búrúndí

Fastafulltrúar Íslands og Búrúndí hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York, fimmtudaginn 14. desember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 13.12.2006

Í 22. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um samþykki þjónustutilskipunarinnar í Evrópusambandinu. Lesa meira

Afhendingar trúnaðarbréfa - 13.12.2006

Sendiherrar Ghana og Kólumbíu hafa afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sín sem sendiherrar þjóða sinna gagnvart Íslandi. Lesa meira

Börn styðja börn - 12.12.2006

Frá blaðamannafundi þar sem ráðherra kynnti þróunarverkefnið
Utanríkisráherra hefur ákveðið að setja af stað sérstakt þróunarverkefni í Úganda og Malaví. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 11.12.2006

Albert Jónsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Hírósíma - 8.12.2006

Utanríkisráðherra við minnismerki hjá friðarsafninu í Hírósíma
Í dag lauk heimsókn utanríkisráðherra til Japans með för ráðherra til Hírósíma. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 7.12.2006

Frá jasstónleikum kvintetts Tómasar R. Einarssonar í Moskvu
Í 25. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um jasstónleika kvintetts Tómasar R. Einarssonar og tónleika Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Jónasar Ingimundarsonar í Moskvu. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Japans - 6.12.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra ásamt Taro Aso utanríkisráðherra Japans
Í dag hófst opinber heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, til Japans en tilefni hennar er 50 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 6.12.2006

Í 21. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um fríverslunarsamning milli EFTA - ríkjanna og Líbanon og tollaafgreiðslu í Rússlandi. Lesa meira

Undirritun viljayfirlýsingar um fríverslunarviðræður milli Íslands og Kína - 4.12.2006

Frá undirritun viljayfirlýsingar um fríverslunarviðræður
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Yu Guangzhou, aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína, í Peking. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA í Genf - 1.12.2006

EFTA ráðherrar ásamt viðskiptaráðherra Indlands og framkvæmdastjóra EFTA
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA-ríkjanna í Genf í Sviss. Fundinn sóttu ráðherrar allra EFTA-ríkjanna Lesa meira

Nýtt vefsetur í Peking - 1.12.2006

Vefsetur sendiráðs Íslands í Peking
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Peking. Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Litháen - 30.11.2006

Í dag átti Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hádegisverðarfund með Petras Vaitiekunas, utanríkisráðherra Litháen. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 30.11.2006

Gnesintónlistarháskólinn í Moskvu
Í 24. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um heimsókn rússnesku óperusöngkonunnar Galinu Pisarenko til Íslands og samstarf Íslands við Gnesintónlistarháskólann í Moskvu. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 10. tbl. 2006 - 30.11.2006

Á vaktinni í Bagdad

Í 10. tbl. er fjallað um norrænan samráðsfund um friðarferli á Sri Lanka og upplýsingafulltrúa NATO í Írak. Lesa meira

Tvíhliða fundir utanríkisráðherra í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins - 29.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir átti í morgun tvíhliða fund með Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 29.11.2006

Í 20. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um blaðamannafund Glitnis og sendiráðs Íslands í Stokkhólmi um íslenskt efnahagslíf. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 28.11.2006

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Thabo Mbeki
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 28.11.2006

Veggspjald alþjóðlegu kvikmyndaráðstefnunnar India-the Big Picture
Í 23. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um Dansk-Íslenska Bíódaga 1906-2006 á Norðurbryggju og kynningu á Íslandi sem tökustað á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Indlandi. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 28.11.2006

Í Stokkhólmi las Pétur Marteinsson úr bókinni Grafarþögn á norrænu bókmenntavikunni
Í 22. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um þátttöku Íslendinga í menningarviðburðum í Svíþjóð og franska heimildamynd þar sem Sverrir Guðjónsson, kontratenór, syngur frumsamda tónlist. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Líberíu - 28.11.2006

Fastafulltrúarnir M. Nathaniel Barnes og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa James Z. Eesiah, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.
Fastafulltrúar Íslands og Líberíu hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York, þriðjudaginn 28. nóvember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Japan og þátttaka í öðrum atburðum á alþjóðlegum vettvangi - 27.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 9. tbl. 2006 - 27.11.2006

Sólveig Pétursdóttir
Í 9. tbl. er fallað um ráðstefnu gegn mansali á vinnuafli, opinbera heimsókn Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, til Indlands, virka þátttöku Íslands í neyðaraðstoð Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, nýjan framkvæmdastjóra Alþjóða matvælaáætlunarinnar og fund Alþjóða matvælaáætlunarinnar um viðbragðssamkomulag. Lesa meira

Samkomulag um vernd viðkvæmra vistkerfa hafsins gegn skaðlegum áhrifum fiskveiða - 24.11.2006

Samningaviðræðum um fiskveiðiályktun allsherjarþings SÞ lauk í gær í New York með almennu samkomulagi. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 24.11.2006

Jónas Hallgrímsson - 16. nóvember 1807 - 26. maí 1845
Í 21. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um afhjúpun legsteins Finns Magnússonar, fræðimanns sem bjó í Kaupmannahöfn, og hvernig árs Jónasar Hallgrímssonar verður minnst í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 24.11.2006

Japanska leikkonan Yoshiko Noda les Söguna af Dimmalimm
Í 20. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um útgáfu íslenskra barnabóka í Japan og tónleika í Vín. Lesa meira

Stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar - 23.11.2006

Í dag var stofnuð Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 22.11.2006

Í 19. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um heimsókn viðskiptafulltrúa VUR á Íslandi. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 16.11.2006

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Rússlandi. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 14.11.2006

Í 18. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um fund EFTA- ríkjanna með Perú og Kólumbíu um fríverslun og samráðsfund Íslands og Japans um viðskiptamál. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 14.11.2006

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína með aðsetur í Beijing. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 13.11.2006

Ólafur Davíðsson sendihherra býður gesti velkomna á Íslands kynninguna
Í 17. tbl Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er meðal annars fjallað um kynningu á Íslandi sem ráðstefnu- og hvataferðalandi og góða aðstöðu fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir í Berlín. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Síerra Leóne - 13.11.2006

Stofnun stjórnmálasambands við Sierra Leone

Fastafulltrúar Íslands og Síerra Leóne hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joe Robert Pemagbi, undirrituðu í New York, mánudaginn 13. nóvember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 10.11.2006

Pétur Gunnarsson, rithöfundur, var á meðal fyrirlesara á málþinginu í Caen
Í 19. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um 50 ára afmæli norrænudeildar Háskólans í Caen, bókakaupstefnu og hátíð sakamálarithöfunda í Þýskalandi. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 10.11.2006

Utanríkisráðherra heimsótti m.a. starfsstöð Actavis í ferð sinni til Úkraínu.
Í 16. tbl. Stiklna vefrits viðskiptaskrifstofu er fjallað um viðskiptamál í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 8. tbl. 2006 - 10.11.2006

Í 8. tbl. er fjallað um 22. fund FAO nefndarinnar um fæðuöryggi í heiminum. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 10.11.2006

Viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Berlín ásamt íslensku skartgripahönnuðunum
Í 18. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um handgerða íslenska skartgripi á sýningu í Berlín og þátttöku íslenskra hönnuða í hönnunarsýningu í Hamborg. Lesa meira

Undirritun tvísköttunarsamnings í Úkraínu - 9.11.2006

Frá undirritun tvísköttunarsamningsins

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra undirritaði í gær, ásamt Mykola Azarov fjármálaráðherra Úkraínu, tvísköttunarsamning milli landanna en með slíkum samningi er komið í veg fyrir tvísköttun og undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 7. tbl. 2006 - 9.11.2006

Í 7. tbl. er fjallað um yfirsetukonunámskeið sem Íslenska friðargæslan stóð fyrir í Gohr héraði í Afganistan í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og friðagæsluliðahjá UNIFEM í Belgrad.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með forsætisráðherra Úkraínu - 7.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í morgun fund með Viktor Janúkóvitsj, forsætisráðherra Úkraínu. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 7.11.2006

Axel Nikulásson sendiráðunautur og Isis Cai ferðamálafulltrúi sendiráðsins
Í 15. tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um þátttöku Íslands í ferðakaupstefnu í Kína. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 7.11.2006

Kirkja heilagrar Agnesar setendur við Piazza Navona í Róm
Í 17. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónleika þeirra Signýjar Sæmundsdóttur og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur í Róm og sýningu Tolla á nýjum málverkum í Osló. Lesa meira

Æfing bandaríska flotans og Landhelgisgæslunnar - 7.11.2006

Æfing bandaríska flotans og Landhelgisgæslunnar (Eagle Eye) hefst í dag og stendur fram til fimmtudags 9. nóvember. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra með forseta og utanríkisráðherra Úkraínu - 6.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisáðherra og Boris Tarasjúk utanríkisráðherra Úkraínu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 6. tbl. 2006 - 3.11.2006

Palais des Nations

Í 6. tölublaði er fjallað um nýtt mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu - 3.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur á sunnudag, 5. nóvember nk., í fjögurra daga opinbera heimsókn til Úkraínu, í boði Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu.

Lesa meira

Þróunarsamstarf um jarðvegsbætur - 3.11.2006

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 3.11.2006

Í 14. tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um fríverslunarsamning EFTA og Egyptalands og þátttöku Íslendinga í Foire Internationale í Caen í Frakklandi. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 3.11.2006

Sekkjapípusveitin Cameron Highlanders of Ottawa
Í 16. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um athöfn í Ottawa til minningar um styrjaldarárin á Íslandi og sýningu í Bordeaux á íslenskum ljósmyndum. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 2.11.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, fagna gildisstöku fríverslunarsamnings.
Í 13. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um gildistöku fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 2.11.2006

Rithöfundurinn Sjón las upp úr verki sínu Skugga-Baldri
Í 15. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um bókmennta- og kvikmyndahátíðir og „Special Olympics Youth Games" í Róm. Lesa meira

Gildistaka fríverslunarsamnings milli Íslands og Færeyja - 1.11.2006

Í dag tók gildi nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja, sem felur í sér að Ísland og Færeyjar verða sameiginlegt efnahagssvæði. Lesa meira

Þing Norðurlandaráðs og fundur utanríkisráðherra Norðurlanda - 31.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, mun sækja þing Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn dagana 31. október til 2. nóvember n.k. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Rússlands - 26.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, áttu í dag tvíhliða fund í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 26.10.2006

Frá hátíðinni í Paimpol á Bretagneskaga
Í 14. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um upplestrarferð Hallgríms Helgasonar um Þýskaland, ljóða- og kynningarkvöld í Washington, D.C og Ráðstefnu um Ísland í Frakklandi. Lesa meira

Afhendingar trúnaðarbréfa - 25.10.2006

Sendiherrar Serbíu, Bangladess og Malaví afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf sín í dag sem sendiherrar þjóða sinna gagnvart Íslandi. Lesa meira

Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins í Salekhard í Norður-Rússlandi - 24.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tekur þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Salekhard í Norður-Rússlandi fimmtudaginn 26. október nk.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 20.10.2006

Auglýsing Lahti leikhússins í Finnlandi á Bláa hnettinum
Í 13. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um sýningu á Bláa hnettinum í Finnlandi og norrænan listviðburð í Ungverjalandi.  Lesa meira

Samstarfssamningur um starfsemi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar - 20.10.2006

Frá undirritun samstarfssamningsins
Í gær var undirritaður samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar (ICE-SAR). Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 16.10.2006

Hannes Heimisson, sendiherra, og Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu
Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra og viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar - 12.10.2006

Utanríkisráðherra og viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Susan Schwab, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, áttu fund í Washington í gær. Lesa meira

Undirritun samkomulags milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál - 11.10.2006

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu í dag samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál. Lesa meira

Framlag Íslands í friðarsjóð Sameinuðu þjóðanna - 11.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita framlag sem nemur 1 milljón bandaríkjadala til friðarsjóðs S.þ. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með forseta Alþjóðabankans - 11.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans. Lesa meira

Undirritun samkomulags um varnarmál - 9.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, fer ásamt Geir H. Haarde, forsætisráðherra, til Washington í dag. Þar munu þau eiga fund með Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og undirrita samkomulag við Bandaríkin um varnarmál. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 9.10.2006

Frá opnun íslenskrar menningarhátíðar í Bremerhaven
Í 12. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónleikaferð Karlakórs Reykjavíkur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur til Þýskalands og Austurríkis og íslenska menningarhátíð í Bremerhaven. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 6.10.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Kare Bryn aðalframkvæmdastjóri EFTA
Í 12.tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um heimsókn framkvæmdastjóra EFTA, áhuga EFTA -ríkjanna á fríverslun við Indland og íslenska ferðakynningu í Japan. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 5. tbl. 2006 - 29.9.2006

Fulltrúar Íslands á ársfundi IAEA
Í 5. tölublaði er fjallað um ársfund Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Evrópuráðið í upphafi vetrar. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Helsinki - 29.9.2006

Vefsetur sendiráðsins í Helsinki
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Helsinki. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 28.9.2006

Í 11.tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og Suður - Kóreu, nýjan skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu og fyrsta fríverslunarsamning EFTA við ríki sunnan Sahara. Lesa meira

Setning ráðstefnu um mikilvægi vetnistækni fyrir sjálfbæra þróun - 28.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, setti í dag ráðstefnu um mikilvægi vetnistækni fyrir sjálfbæra þróun, sem haldin er í Reykjavík. Lesa meira

Ávarp utanríkisráðherra á fundi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York - 27.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hélt í dag ávarp á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York. Lesa meira

Stjórnmálasamband við Svartfjallaland - 26.9.2006

Þriðjudaginn 26. september undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra Svartfjallalands, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Lesa meira

Ávarp utanríkisráðherra á allsherjarþingi S.þ. - 26.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, flytur ávarps á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, flutti í dag ræðu á 61. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Á þessu allsherjarþingi er sérstök áhersla lögð á alþjóðlegt samstarf í þróunarmálum.

Lesa meira

Hringborðsumræður kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - 23.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en það var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sem bauð til umræðnanna. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 22.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir og M. Marcel Ranjeva

Fimmtudaginn 21. september undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og M. Marcel Ranjeva, utanríkisráðherra Madagaskar, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins - 22.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag hádegisverðarfund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins sem fram fór í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins - 21.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 4. tbl. 2006 - 20.9.2006

Frá undirritun samkomulagsins
Í 4. tbl. er fjallað um samkomulag milli Íslands, Danmerkur/Færeyja og Noregs um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna í suðurhluta Síldarsmugunnar. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna í New York - 20.9.2006

Frá undirritun samkomulags um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 19.9.2006

Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg. Lesa meira

Allsherjarþing S.þ. í New York - 18.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 7.9.2006

Svavar Gestsson, sendiherra, hefur afhent forseta Rúmeníu, Traian Basescu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Rúmeníu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Viðbótarframlag til neyðar- og mannúðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna - 1.9.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur 200.000 bandaríkjadölum. Lesa meira

Framlagaráðstefna fyrir Palestínu haldin í Stokkhólmi 1. september 2006 - 1.9.2006

Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Guðmundur Árni Stefánsson, sat framlagaráðstefnu til aðstoðar Sjálfstjórnarsvæðum Palestínu sem haldin var í Stokkhólmi í dag. Lesa meira

Mannúðar- og neyðaraðstoð til Darfúr - 31.8.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita sem svarar 20 milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr-héraði í Súdan. Lesa meira

Framlagaráðstefna fyrir Líbanon haldin í Stokkhólmi 31. ágúst 2006 - 31.8.2006

Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Guðmundur Árni Stefánsson, sat alþjóðlega framlagaráðstefnu til aðstoðar Líbanons sem fram fór í Stokkhólmi í dag.

Lesa meira

Ráðstefna um norðurslóðamál - 29.8.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 28.8.2006

Kynningarbás hjá 66°norður
Í 10.tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um alþjóðlega siglingahátíð í Þýskalandi þar sem Ísland og íslensk menning var í aðalhlutverki og tækifæri í ferðamennsku voru kynnt. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja - 25.8.2006

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja lauk í Osló á hádegi í dag. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 23.8.2006

Í 9.tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um samstarf um framsal sakamanna og kynningu á íslenskum vörum á vörusýningu Global Connections í Edmonton.   Lesa meira

Norræna eftirlitssveitin á Srí Lanka kölluð frá átakasvæðum - 21.8.2006

Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Srí Lanka (SLMM), Ulf Henricsson, hefur ákveðið að kalla fulltrúa SLMM til höfuðstöðvanna í Colombo. Lesa meira

Fjölgun Íslendinga í eftirlitssveitum á Sri Lanka - 18.8.2006

Utanríkisráðherra átti fund í dag með utanríkismálanefnd Alþingis um málefni norrænna eftirlitssveita á Sri Lanka. Lesa meira

Viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon - 14.8.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon sem nemur 14,2 milljónum króna (200.000 Bandaríkjadölum), en utanríkisráðherra veitti í lok júlí sl. 10 milljónum króna til aðstoðar íbúum Líbanons vegna stríðsátakanna þar í landi. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Noregs - 14.8.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, áttu fund í utanríkisráðuneytinu í morgun. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Nýju Delhi - 10.8.2006

Vefsetur sendiráðs Íslands í Nýju Delhi á Indlandi - www.iceland.org/in
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Nýju Delhi á Indlandi. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Finnlands - 8.8.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands. Lesa meira

Gunnar Snorri Gunnarsson nýr sendiherra í Kína - 3.8.2006

Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, hefji störf í Beijing sem sendiherra Íslands gagnvart Alþýðulýðveldinu Kína um miðjan september næstkomandi. Lesa meira

ECOSOC ályktar um áhrif hersetu Ísraelsmanna á herteknu svæðunum í Palestínu - 28.7.2006

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) kom saman í byrjun þessa mánaðar og mun ljúka störfum sínum í dag. Lesa meira

Bréf utanríkisráðherra varðandi ástandið í Líbanon - 28.7.2006

Í dag 28. júlí skrifaði Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, starfssystur sinni Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, bréf varðandi ástandið í Líbanon. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 27.7.2006

Í 8.tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um að EFTA og Perú stefna að auknu samstarfi og að vetnisorka og jarðvarmi voru kynnt á Bandaríkjaþingi.  Lesa meira

Mannúðar- og neyðaraðstoð til Líbanon - 26.7.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónum króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 21.7.2006

Úr kapellu Saint´Agnese in Agone
Í 11. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónleika og kvikmyndahátíð í Róm. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 17.7.2006

Frá opnun hönnunarsýningarinnar „transForm“ í Berlín
í 10 tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um hönnunarsýninguna ,,transForm" í Berlín og afhendingu Friedrich Kiesler-verðlaunanna í Vín. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra UNICEF - 14.7.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ann M. Veneman framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Lesa meira

Aðvörun vegna ferða til Ísraels og Líbanon - 13.7.2006

Vegna þess ástands sem skapast hefur í Ísrael, Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna vill utanríkisráðuneytið árétta mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát. Lesa meira

Samúðarkveðjur til utanríkisráðherra Indlands - 12.7.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ritað bréf til Manmohan Singh starfandi utanríkisráðherra Indlands þar sem sprengjuárásirnar á farþegalestir í borginni Mumbai á Indlandi eru fordæmdar og indversku þjóðinni vottuð samúð vegna hryðjuverkanna. Lesa meira

Stuðningur við hjálparstarf á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu og Austur-Tímor - 10.7.2006

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme) til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor og 6,2 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Rauða hálfmánans í Palestínu.

Lesa meira

Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands í Genf - 7.7.2006

Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands í Genf. Lesa meira

Undirritun tvísköttunarsamnings milli Íslands og Grikklands - 7.7.2006

Í dag undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Íslands, og Theodoros Kassimis, aðstoðarutanríkisráðherra Grikklands, tvísköttunarsamning milli landanna. Lesa meira

Upplýsingar um vegabréfsáritanir til Indónesíu - 6.7.2006

Íslenskir ferðamenn til Indónesíu sem ætla að dvelja í 30 daga eða skemur í landinu geta frá 6. júní sl. fengið áritanir útgefnar við komuna til landsins.

Lesa meira

Breytingar á yfirstjórn ráðuneytisins - 5.7.2006

Frá og með 21. júlí mun Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu taka við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Hagkvæmniathugun við Kína lokið - 4.7.2006

Í dag var lokið við hagkvæmnikönnun milli Íslands og Kína vegna fríverslunarviðræðna. Lesa meira

Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu - 3.7.2006

Vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu
Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel, Belgíu. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 30.6.2006

Svavar Gestsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Túnis með aðsetur í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Ráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum - 29.6.2006

Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum
Alþjóðaráðstefna um sjálfbæra orkunýtingu í þróunarríkjum með áherslu á jarðhita og vetnistækni 28. – 29. september 2006. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með japanskri viðskiptasendinefnd - 25.6.2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með sendinefnd frá samtökunum Nippon Keidanren, sem eru stærstu samtök atvinnurekenda í Japan. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA á Íslandi - 25.6.2006

Dagana 25. til 26. júní næstkomandi verður haldinn á Höfn í Hornafirði ráðherrafundur EFTA. Lesa meira

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 23.6.2006

Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 23.6.2006

Drengjakór Reykjavíkur á tónleikum í París
Í 9. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um málstefnu í París um Íslandsvininn Jean-Baptiste Charcot og tónleika Drengjakórs Reykjavíkur í borgarstjórahöllinni í París á þjóðhátíðardag Íslendinga. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Liechtenstein - 23.6.2006

Opinber heimsókn Ritu Kieber-Beck, utanríkisráðherra Liechtenstein, hófst í dag á fundi með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 23.6.2006

Svavar Gestsson sendiherra afhenti 21. júní trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Tyrklandi, með aðsetur í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Brussel - 21.6.2006

Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel, Belgíu. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með yfirherhöfðingja Atlantshafsbandalagsins - 19.6.2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og  James L. Jones, yfirhershöfðingi

Dagana 19. og 20. þessa mánaðar er James L. Jones yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins staddur hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda.

Lesa meira

Kynningarfundur í utanríkisráðuneytinu 26. júní - 19.6.2006

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins býður til kynningarfundar um MIGA – Multilateral Investment Guarantee Agency – sem er undirstofnun Alþjóðabankans. Lesa meira

Loftferðaréttindi í Indónesíu fyrir íslenska flugrekendur - 16.6.2006

Frá undirritun loftferðarsamnings við Indónesíu
Náðst hefur gagnkvæmt samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir sem veita mun íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í Indónesíu. Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra tekur við embætti - 15.6.2006

Valgerður Sverrisdóttir tekur við embætti utanríkisráðherra af Geir H. Haarde
Nýr utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, tók við embætti í dag af Geir H. Haarde. Lesa meira

Breytingar í utanríkisþjónustunni - 14.6.2006

Eftirfarandi breytingar á sendiherrastigi hafa verið ákveðnar í utanríkisþjónustunni. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 14.6.2006

Veggspjald frá bókakaupstefnunni í Madríd
Í 8. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um þátttöku Íslands í bókakaupstefnu í Madríd og kynnisferð þýskra menningarfulltrúa til Íslands. Lesa meira

Fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins - 13.6.2006

Í gær fór fram fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Fundinn sátu fulltrúar frá Noregi, Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi auk fulltrúa framkvæmdarstjórnar ESB. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 13.6.2006

Kór Flensborgarskóla
Í 7. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um samnorræna myndlistarsýningu í Helsinki og menningarvöku í Stokkhólmi. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 9.6.2006

Í 7. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um ánægju WTO um stöðu viðskiptamála á Íslandi. Lesa meira

Viðurkenning á fullveldi Svartfjallalands - 8.6.2006

Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur sent Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra í nýstofnuðu ríki Svartfjallalands, bréf þar sem hann færir starfsbróður sínum hamingjuóskir vegna ákvörðunar Svartfjallalands um að stofna sjálfstætt ríki. Lesa meira

Kynning á skýrslunni Fish industry in Russia - 31.5.2006

Utanríkisráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið og útflutningsráð bjóða til kynningar á skýrslunni Fish industry in Russia í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, föstudaginn 2. júní 2006. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 29.5.2006

Afhending trúnaðarbréfs í Lúxemborg
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra hefur afhent Henri, stórhertoganum af Lúxemborg, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lúxemborg. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 19.5.2006

Verk Áslaugar Jónsdóttur á sýningu í León á Spáni
Í 6. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um listsýningar og menningarviðburði í Brussel, Spáni og Suður Kína. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 17.5.2006

Fastafulltrúarnir Julian R. Hunte og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa  Michelle Joseph, sendiráðsritari og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Sankti Lúsíu. Lesa meira

Sjötta ræðismannaráðstefna utanríkisráðuneytisins - 5.5.2006

Utanríkisráðuneytið heldur sjöttu ráðstefnu kjörræðismanna Íslands erlendis á Nordica hóteli 7.-10. maí nk. Búist er við tæplega 170 kjörræðismönnum ásamt mökum á ráðstefnuna. Lesa meira

Kynningarfundur um jarðhita - 5.5.2006

Íslensk stjórnvöld; utanríkisráðuneytið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, stóðu fyrir kynningarfundi um jarðhita og nýtingarmöguleika hans. Lesa meira

Financial Stability in Iceland - 3.5.2006

Skýrsla eftir dr. Frederic S. Mishkin, prófessor við Columbia háskóla í New York, og dr. Tryggva Þór Herbertsson, prófessor og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um fjárhagslegan stöðugleika á Íslandi.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 28.4.2006

Fastafulltrúarnir Emran Bahar og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa Adnan Jaafar, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Brúnei Darússalam.

Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sofía - 27.4.2006

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins sem byrjaði í dag í Sofía í Búlgaríu og lýkur á morgun. Lesa meira

Viðræður um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna - 27.4.2006

Viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda sem hófust í gær í utanríkisráðuneytinu um varnarsamstarf ríkjanna lauk síðdegis í dag. Lesa meira

Framhaldsviðræður um varnarsamstarf - 25.4.2006

Framhaldsviðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamstarf ríkjanna munu fara fram í Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl og fimmtudaginn 27. apríl. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 24.4.2006

Fjöllistasýning í Austurríki
Í 5 tbl. Stilkna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um fjöllistasýningu um Ísland í Austurríki og norræna kvikmyndahátíð í Vín. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna á Svalbarða 18.-20. apríl 2006 - 19.4.2006

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú fund utanríkisráðherra Norðurlandanna á Svalbarða, en hann byrjaði í gær með óformlegum vinnukvöldverði ráðherranna, og lýkur á morgun. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 12.4.2006

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands
Í 6. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu 2006 er fjallað um íslenska fjármálamarkaðinn í París. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 7.4.2006

Afhending trúnaðarbréfs í Nýju-Delhí
Sturla Sigurjónsson, fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur á Indlandi, hefur afhent trúnaðarbréf í Nýju-Delhí. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga - 4.4.2006

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí nk. fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg og hefst mánudaginn 3. apríl 2006. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 3.4.2006

Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen með aðsetri í Helsinki. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 29.3.2006

Dagur Kári Pétursson leikstjóri segir frá reynslu sinni á kvikmyndum á Íslandi.
Gagnlegar viðræður við Kína um hagkvæmni fríverslunar, Japönum kynnt Ísland sem vænlegur tökustaður og Ísland og ESB semja um Tollalækkanir er meðal efnis í 5.tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu Lesa meira

Opnun nýs sendiherrabústaðar í Berlín - 29.3.2006

Geir H. Haarde ásamt Bernd Schragen forstjóra byggingarfyrirtækis bústaðarins, Ólafi Davíðssyni sendiherra og Karin Schubert varaborgarstjóra Berlínarborgar

Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Þýskalands - 28.3.2006

Geir H. Haarde ásamt Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands í Berlín í dag
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, átti fund með Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín í dag. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 24.3.2006

Steinunn Sigurdardottir og Coletta Burling
Í 4. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um bókmenntadagskrá í Þýskalandi og norrænan fjölskyldudag á Hanasaari Lesa meira

Viðræður um varnarmál - 24.3.2006

Ákveðið hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarfið fari fram í Reykjavík föstudaginn 31. mars næstkomandi.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Rússlands - 24.3.2006

Geir H. Haarde og Sergei V. Lavrov utanríkisráðherra Rússlands á blaðamannafundi í dag
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í Moskvu í boði Sergei V. Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Ráðherrarnir funduðu í morgun og bauð rússneski utanríkisráðherrann að því loknu til hádegisverðar. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 22.3.2006

Aðild Færeyja að samevrópsku uppsöfnunarfyrirkomulagi upprunareglna og áhugi Japana um beinar fjárfestingar á Íslandi eru meðal efnis í 4. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Frakklands - 21.3.2006

Geir H. Haarde ásamt Philippe Douste-Blazy utanríkisráðherra Frakkalnds í París í dag.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í París í boði Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherrra Frakklands, og áttu þeir í dag hádegisverðarfund. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 20.3.2006

Dagur Kári og Asako Fujioka frá Cinematrix sitja fyrir svörum eftir sýningu Voksne Mennesker
Í 3. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um Bio06 - Yfirgripsmestu kynningu íslenskra kvikmynda í Japan. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 17.3.2006

Heimir Hannesson, sendiherra, og  Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands
Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Lettlandi með aðsetur í Helsinki. Lesa meira

Bandarísk stjórnvöld tilkynna um brottflutning orrustuþotna varnarliðsins - 15.3.2006

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt ríkisstjórn Íslands að dregið verði stórlega úr starfsemi bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 14.3.2006

Kristinn F. Árnason, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu með aðsetur í Genf. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Ottawa - 14.3.2006

Vefsetur sendiráðs Íslands í Ottawa, Kanada
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Ottawa, Kanada. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Danmerkur - 13.3.2006

Geir H. Haarde utanríkisráðherra með danska starfsbróður sínum Per Stig Møller
Tveggja daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, og eiginkonu hans, Ingu Jónu Þórðardóttur, til Danmerkur hófst í dag. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 10.3.2006

Fríverslunarsamningur við Túnis, útvíkkun fríverslunar milli EFTA og Chile og heimsókn til Liège eru meðal efnis í 3. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Noregs - 9.3.2006

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, eru í tveggja daga opinberri heimsókn í Noregi, í boði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 3. tbl. 2006 - 8.3.2006

Hluti sendinefndar Íslands á fundinum í New York
Í 3. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um fund kvennanenfndar S.þ. sem nú stendur yfir í New York. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Winnipeg - 2.3.2006

Vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg
Opnað hefur verið nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg, Kanada. Lesa meira

Félagsmálaráðherra á 50. fundi Kvennanefndar S.þ. - 1.3.2006

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 50. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Moskvu - 1.3.2006

Nýtt vefsetur sendiráðsins í Moskvu
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Moskvu, Rússlandi. Lesa meira

Staðgengill utanríkisráðherra fundar með forsætisráðherra Indlands - 28.2.2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands
Í dag átti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, fund með Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands.
Lesa meira

Staðgengill utanríkisráðherra fundar með forseta Indlands - 27.2.2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á fundi með A.P.J. Abdul Kalam forseta Indlands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, átti í dag fund með dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseta Indlands. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 27.2.2006

Frá opnun sýningar á verkum Louisu Matthiasdóttur í Berlín.
Í 2. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um málverkasýningu í Berlín og bókmenntakvöld í Helsinki. Lesa meira

Opnun sendiráðs Íslands á Indlandi - 26.2.2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands á Indlandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, opnaði í dag nýtt sendiráð Íslands á Indlandi. Lesa meira

Samkomulag um viðskipti með landbúnaðarvörur við ESB - 24.2.2006

Í s.l. viku var undirritað samkomulag milli Íslands og Evrópusambandsins, ESB, um tvíhliðaviðskipti með landbúnaðarvörur, á grundvelli 19. gr. EES-samningsins. Lesa meira

Staðgengill utanríkisráðherra til Indlands - 23.2.2006

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hætt við áður ákveðna opinbera heimsókn sína til Indlands sem hefjast átti um helgina.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 2. tbl. 2006 - 23.2.2006

Hannes Heimisson sendiherra og Pritt Männik, rektor
Í 2. tbl. Stiklna um alþjóðamál er m.a. fjallað um stuðning Íslendinga við þjálfun georgískra lögreglumanna og fund sendinefndar Eystrasaltsráðsins með aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 21.2.2006

Frá flutningi kammeróperunnar Grettis í Toronto
Í 1. tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónlistarviðburði í Washington, Róm og Toronto. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 15.2.2006

Benedikt Jónsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Tadsjikistan með aðsetri í Moskvu. Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Stokkhólms - 13.2.2006

Utanrikisradherra og Laila Freivalds

Dagana 13.-14. febrúar sl. voru Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, í opinberri heimsókn í Svíþjóð í boði Lailu Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 9.2.2006

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Belgíu. Lesa meira

Viðvörun vegna ferðalaga til Mið-Austurlanda - 7.2.2006

Vegna atburða undanfarinna daga og ótryggs ástands ráðleggur utanríkisráðuneytið íslenskum ríkisborgurum að ferðast ekki til Sýrlands og Líbanons eins og sakir standa. Lesa meira

Nýr íslenskur ráðgjafasjóður hjá IFC - 3.2.2006

Utanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin (IFC), sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Osló - 2.2.2006

Vefsetur sendiráðsins í Osló
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðs Íslands í Osló. Lesa meira

Fundir vegna varnarviðræðna milli Íslands og Bandaríkjanna - 2.2.2006

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun í dag eiga fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra, um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna.

Lesa meira

Ávarp utanríkisráðherra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna - 31.1.2006

Utanríkisráðherra ávarpaði í dag ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Afganistan í London. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 31.1.2006

Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Eistlandi með aðsetur í Helsinki. Lesa meira

Framhald viðræðna um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna - 31.1.2006

Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington.

Lesa meira