Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

3,2 milljóna króna framlag til baráttunnar gegn mansali - 28.12.2005

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 23.12.2005

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 21.12.2005

Olga Clausen, ræðismaður í Mílanó, Guðni Bragason, sendifulltrúi, og Guðrún Sigurðardóttir, fkv.stjr. Island Tours í Mílanó
Í 25. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um tónlist og landkynningu á Ítalíu og málþing í sendiherrabústaðnum í París. Lesa meira

Ráðherrar kveikja á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar - 20.12.2005

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Lesa meira

Loftferðasamningur við Líbanon - 16.12.2005

Gert hefur verið samkomulag um loftferðasamning milli Íslands og Líbanon. Lesa meira

Ráðherrafundur WTO í Hong Kong - 16.12.2005

Frá ráðherrafundi WTO
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem haldinn er í Hong Kong. Slíkir ráðherrafundir eru haldnir að jafnaði á tveggja ára fresti og hafa æðsta vald í málefnum stofnunarinnar. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 16.12.2005

Frá undirritun EFTA-ríkjanna og Suður-Kóreu.
EFTA-ríkin ná fríverslunarsamningi við Suður-Kóreu fyrst Evrópuríkja og búist er við að viðskipti milli EFTA og Suður-Kóreu aukist um 20-25% er meðal efnis í 30.tbl. stiklna viðskiptaskrifstofu.
Lesa meira

Undirritun fríverslunarsamnings milli EFTA og Suður-Kóreu - 15.12.2005

Geir H. Haarde utanríkisráðherra undirritar fríverslunarsamninginn
Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 17. tbl. 2005 - 14.12.2005

Í 17. tbl. Stiklna um alþjóðamál er m.a. fjallað um aukinn stuðning við jafnréttisverkefni UNIFEM á Balkanskaga, viðbótarfjárveitingu frá Íslandi til hjálparstarfs NATO í Pakistan og aðalfund FAO í Róm.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 13.12.2005

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra flytur erindi um þróun íslensks efnahagslífs
Ræðismannaráðstefna í Kaupmannahöfn og margs konar aðstoð sem viðskiptaskrifstofa getur veitt er meðal efnis í 29. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Breytt útlit á vef utanríkisráðuneytisins - 13.12.2005

Unnið er að breytingu á útliti vefs ráðuneytisins. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem uppfærslan kann að valda notendum.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 12.12.2005

Markús Örn Antonsson, sendiherra, og Michaëlle Jean, landstjóri Kanada.
Markús Örn Antonsson, sendiherra, hefur afhent Michaëlle Jean, landstjóra Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Lesa meira

Viðbótarfjárveiting vegna jarðskjálftans í Pakistan - 12.12.2005

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að 12 milljón króna viðbótarfjárveitingu vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel - 8.12.2005

Frá utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sat utanríkisráðherrafund Norður- Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir undirbúning leiðtogafundar bandalagsins á næsta ári þar sem fjallað verður um árangur og næstu skref til að bregðast við nýjum aðstæðum í öryggismálum.

Lesa meira

Ráðherrafundur ÖSE í Ljubljana 5.- 6. desember 2005 - 6.12.2005

Frá ráðherrafundi ÖSE í Ljubljana 5.-6. desember 2005
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sat í dag og í gær utanríkisráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem haldinn var í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 5.12.2005

Siggi Hall, Helgi Már Björgvinsson, Tómas Ingi Olrich og Júlíus Hafstein
Í 24. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um mat og menningu í París og menningarfréttir frá Moskvu. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna - 5.12.2005

Meintir ólöglegir fangaflutningar á vegum bandarískra stjórnvalda um íslenska lofthelgi og flugvelli voru til umræðu í dag á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, og Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fer með pólitísk málefni.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 2.12.2005

Gerð tvísköttunarsamnings við Ungverjaland og samstarfsyfirlýsing milli EFTA og Indónesíu eru umfjöllunarefni 28. tölublaðs Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 1.12.2005

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, við konungshöllina í Stokkhólmi.
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, afhenti í gær Karli Gústafi XVI Svíakonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Svíþjóð. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland - 30.11.2005

Tvísköttunarsamningur við Ungverjaland
Miðvikudaginn 23. nóvember sl. undirritaði Sveinn Björnsson, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi með aðsetur í Vín, samning við Ungverjaland fyrir hönd Íslands sem miðar að því að koma í veg fyrir tvísköttun milli landanna. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA í Genf - 29.11.2005

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritar samkomulag við Indónesíu um sameiginlega könnun á hagkvæmni þess að gera fríverslunarsamning milli EFTA og Indónesíu.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Genf í Sviss. Fundinn sóttu ráðherrar allra EFTA-ríkjanna. Ráðherrarnir ræddu samskipti EFTA ríkjanna og fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki. Lesa meira

Starfslok sendiherra - 25.11.2005

Þorsteinn Pálsson, sendiherra
Þorsteinn Pálsson, sendiherra, lét að eigin ósk af störfum 1. nóvember sl. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 25.11.2005

Frá hönnunarsýningu í Köln
Í 23. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um menningarhátíðina í Köln. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 24.11.2005

Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent forseta Finnlands, Tarja Halonen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Finnlandi.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 24.11.2005

Svavar Gestsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf
Svavar Gestsson, sendiherra, hefur afhent Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 22.11.2005

Samningurinn undirritaður
Tollar á íslenskar útflutningsvörur til Rússlands lækka verulega og Rússar stefna að því að ljúka aðildarviðræðum næsta sumar er meðal efnis í 27. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 21.11.2005

Tómas Ingi Olrich, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Ítalíu með aðsetur í París. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 21.11.2005

Undirritun stjórnmálasambands við Haítí
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Haítí. Lesa meira

Fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins - 21.11.2005

Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Jack Straw utanríkisráðherra Bretlands
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sótti í dag fund ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Brussel. Fundinn sátu ráðherrar frá Noregi, Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Bretlandi auk fulltrúa annarra ESB ríkja. Lesa meira

Utanríkisráðherra opnar íslenska listahátíð í Köln - 19.11.2005

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln með ávarpi í gær. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 16.11.2005

Ólafur Davíðsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Króatíu með aðsetur í Berlín. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 15.11.2005

Stefán Skjaldarson, sendiherra, hefur afhent Tassos Papadopoulos, forseta Kýpur, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Kýpur með aðsetur í Osló. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 16. tbl. 2005 - 11.11.2005

Í 16. tbl. Stiklna um alþjóðamál er m.a. fjallað um stuðning Íslands við baráttu Mannfjöldaráðs Sameinuðu þjóðanna gegn fistúlu í Malaví og undirritun samnings hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf (WTO) um áfamhaldandi stuðning Íslands við viðskiptaþróun í fátækari ríkjum. Lesa meira

Ráðherrafundur Barentsráðsins í Harstad í Norður-Noregi - 10.11.2005

Í dag var haldinn í Harstad í Norður-Noregi tíundi fundur utanríkisráðherra Barentsráðsins og sótti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundinn fyrir Íslands hönd. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 4.11.2005

Menningarhátíðin
Í 22. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um menningarhátíðina "Íslandsmyndir" í Köln 18.-26. nóvember nk. og tónlistarveislu í Peking. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 4.11.2005

Kristinn F. Árnason, sendiherra, og Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf.
Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti 1. nóvember sl. trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi við alþjóðastofnanir í Genf. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 15. tbl. 2005 - 4.11.2005

Í 15. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um friðarverðlaun Nóbels til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, og Dr. ElBaradei, framlag Íslands til alþjóðlegrar nefndar um réttarbætur í þróunarríkjum og fund kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna með Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans. Lesa meira

Ný vefsetur í Vín og New York - 4.11.2005

Vefsetur sendiráðsins Íslands í Vín
Opnuð hafa verið ný vefsetur sendiráðsins í Vín og fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 1.11.2005

Sendiherrabústaður í Washington
Í 21. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um Íslandskynningu fyrir áhrifafólk úr finnsku atvinnu- og viðskiptalífi, sjónvarpskvikmynd um matargerð í sendiráði Íslands í Washington, umfjöllun Art in America um Listahátíð og aðalfund Þjóðræknisfélags Íslands. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 28.10.2005

Árlegt samráð milli Íslands og Póllands um viðskipti og upphaf fríverslunarviðræðna EFTA og Taílands er meðal efnis 26. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Afhendingar trúnaðarbréfa - 27.10.2005

Trúnaðarbréfsafhendingar erlendra sendiherra gagnvart Íslandi. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 14. tbl. 2005 - 24.10.2005

Sveinn Björnsson sendiherra og Tibor Toth framkvæmdastjóri CTBTO
Í 14. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um undirritun aðstöðusamnings og alþjóðlegar eftirlitsstöðvar á Íslandi og ársskýrslu skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum fyrir 2005. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 21.10.2005

Mikill fjöldi var samankominn í vinnustofu Sossu
Í 20 tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað tónleika Rannveigar Fríðu Bragadóttur í Vínarborg, íslenskan ævintýraheim á menningarnótt í Kaupmannahöfn, Íslandskynningu í San Francisco og opinn sendiherrabústað í Washington DC. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 21.10.2005

Samningur við Bandaríkin um gagnkvæma viðurkenningu á samræmismati og niðurstaða norskrar úrskurðarnefndar um að bann við áfengisauglýsingum í Noregi samræmist EES-samningnum, er meðal efnis í 25. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 18.10.2005

Valdís Arnardóttir í hlutverki Guðríðar

Í 19. tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um sýningar á leikritinu Ferðir Guðríðar í Þýskalandi, kvikmyndaverðlaun UNDINE í Austurríki og íslenska menningarkynningu í Corcora-safninu í Washington.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 18.10.2005

Undirritun stjórnmálasambands við Fílabeinsströndina
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Fílabeinsstrandarinnar. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 17.10.2005

Í 24.tbl Stiklna viðskiptaskrifstofu er m.a. fjallað um hvernig utanríkisráðuneytið getur aðstoðað íslensk fyrirtæki lendi þau í vandræðum á erlendri grundu og sagt frá því hvernig nýlega tókst að knýja fram lausn í deilu sem íslenskt fyrirtæki átti við þýsk tollayfirvöld. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá FAO - 17.10.2005

Guðni Bragason hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 11.10.2005

Víðtækasti viðskiptasamningur Íslands til þessa, Ísland í aðalhlutverki á ársfundi Dansk Industri og Svíar áhugasamir um útrás íslenskra fjárfesta er meðal efnis í 23. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 7.10.2005

Samningar um tollalækkanir á íslenskum vörum til Úkraínu og Víetnam og upphaf fríverslunarviðræðna EFTA og Taílands er meðal efnis í 22. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 30.9.2005

Guitar Islancio leikur fyrir sýningargesti EXPO fyrir utan norræna skálann

Í 18. tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um lok heimssýningarinnar EXPO-2005.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Kíribatí - 30.9.2005

Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands við Kíribatí
Þann 15. september var undirrituð yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Kíribatí. Lesa meira

Fastanefnd Íslands hefur störf í Róm - 29.9.2005

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
Fastanefnd Íslands í Róm, sem hefur fyrirsvar gagnvart stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar í borg, hóf störf 1. ágúst sl. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 29.9.2005

Verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, myndlistarmann
Í 17. tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um íslenska menningarhátíð í Stokkhólmi sem haldin var dagana 20.-22. september með sýningu og uppboði á íslenskri list og íslenskri hönnun. Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra tekur við embætti - 27.9.2005

Geir H. Haarde tekur við embætti af Davíð Oddssyni 27. september 2005
Geir H. Haarde tók í dag við embætti utanríkisráðherra af Davíð Oddssyni. Lesa meira

Nýir sendiherrar í utanríkisþjónustunni - 27.9.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, hefur í dag skipað Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Kristján Andra Stefánsson sendiherra. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 23.9.2005

Ráðstefna um Þróunarsjóð EFTA í Varsjá um miðjan október, viðskiptatækifæri hjá NATO og ráðstefna um viðskiptatækifæri í Kína og Indlandi er meðal efnis í 21. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Ræða Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 21.9.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, flutti ræðu þriðjudaginn 20. september 2005 í almennri umræðu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Málefnayfirlit: 60. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York - 13.9.2005

Sextugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst 14. september í New York. Yfirliti þessu er ætlað að lýsa helstu málefnum sem eru á dagskrá 60. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og afstöðu Íslands til þessara málefna. Lesa meira

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, á heimssýningunni í Aichi í Japan - 12.9.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, skoðaði m.a. norræna sýningarskálann og þann japanska.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 12.9.2005

Þorsteinn Pálsson sendiherra og Birgir Möller kvikmyndafræðingur
Í 16. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er m.a. fjallað um íslenska kvikmynd í Kaupmannahöfn, tvær myndlistarsýningar í Cuxhaven og kvikmynd um Ísland í Berlín. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 13. tbl. 2005 - 8.9.2005

Fjallar er um ungliðaverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna, stuðning Atlantshafsbandalagsins við þingkosningar í Afganistan og samkomulag við FAO um samstarf í þróunarríkjunum. Lesa meira

Nýtt vefsetur í París - 2.9.2005

Vefsetur sendiráðsins í París
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðsins í París. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfa - 2.9.2005

1. september afhentu þrír nýir sendiherrar forseta Íslands trúnaðarbréf sín á Bessastöðum. Lesa meira

Samningur um sameiginlegt efnahagssvæði Íslands og Færeyja undirritaður í Færeyjum í dag - 31.8.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag í Hovyík í Færeyjum samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 12. tbl. 2005 - 30.8.2005

Í 12. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um heimsókn nýs framkvæmdastjóra Eystrasaltsráðsins og samvinnuáætlun utanríkisráðuneyta Norðurlandanna um viðbrögð við hamförum og hvers kyns neyðarástandi. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna - 26.8.2005

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem lauk á Borgundarhólmi í dag, var samþykkt yfirlýsing þess efnis að utanríkisráðuneyti Norðurlandanna muni í framtíðinni hafa enn nánara samstarf þegar stóráföll eða hamfarir, sem snerta norræna ríkisborgara á erlendri grund ríði yfir. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 26.8.2005

Fyrsti heimsfundur menningar-ráðherra úr röðum kvenna verður haldinn í Reykjavík dagana 29. og 30. ágúst 2005

Í 15. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um heimsfund menningarráðherra úr röðum kvenna sem haldinn verður í Reykjavík á næstunni, kennara í Finnlandsreisu og leir og skart í sendiráðinu í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Nýr formaður stjórnar ÞSSÍ - 25.8.2005

Í dag skipaði utanríkisráðherra Sigurð Helgason, fyrrverandi forstjóra Icelandair, formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) til fjögurra ára. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 24.8.2005

Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Berlín, og Einar Þorsteinn, listamaður

Í 14. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um myndlistarsýninguna Blickfang - Raumfang í Berlín, íslenska listviðburði í Finnlandi og styrk Snorra Sturlusonar fyrir árið 2006. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 10.8.2005

Listaverkið Boys and Swans eftir Helga Þorgils Friðjónsson
Í 13. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um listasýningu í Þjóðabandalagshöllinni í Genf, myndlistarsýningu í Salzburg, Íslensk-finnska listasýningu í Savonlinna og opnun Leifsbúðar í Prag. Lesa meira

Viðskiptasendinefnd til Japans - 9.8.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, fer fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september n.k. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 9.8.2005

Snar þáttur í starfsemi sendiráða Íslands er viðskiptaaðstoð við fyrirtæki. Boðið verður til funda með sendiherrum Íslands erlendis á næstu vikum. Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands - 28.7.2005

Frá stofnun stjórnmálasambands við Túvalú

Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands við Túvalú.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 11. tbl. 2005 - 22.7.2005

Í 11. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er m.a. fjallað um uppbyggingarstarf í Írak og aukin fjárframlög til UNIFEM .

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 20.7.2005

Sendiherrar ríkjanna undirrita yfirlýsinguna

Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands við Djíbútí

. Lesa meira

Ný verkefni í Afganistan - 19.7.2005

Í lok mánaðarins halda íslenskir friðargæsluliðar til þjálfunar í Noregi vegna fyrirhugaðrar þátttöku í endurreisnarstarfi í Afghanistan. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 13.7.2005

Í 20. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um fríverslun við Suður-Kóreu.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 11.7.2005

Viðræður um inngöngu Rússlands í Alþjóðaviðskiptastofnunina ganga hægt, lausn flugvallarskattamáls í Þýskalandi í augnsýn og skráning fjölmiðla hafin fyrir ráðherrafund WTO í Hong Kong 2005 er meðal efnis í 19. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Kaup á gervifótum til Bosníu-Hersegóvínu - 6.7.2005

Í dag var undirritaður samningur um kaup á tæplega 300 gervifótum sem gefa á fólki í Bosníu-Hersegóvínu. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 10. tbl. 2005 - 1.7.2005

Í 10. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er m.a. fjallað um undirritun samnings um þróunarsamvinnu Íslands og Sri Lanka og umræður á vettvangi S.þ. um fjármögnun þróunar og Þúsaldarmarkmiðin.

Lesa meira

Formennska Íslands í Eystrasaltsráðinu - 1.7.2005

Council of the Baltic Sea States
Ísland mun í fyrsta sinn gegna formennsku í Eystrasaltsráðinu frá 1. júlí 2005 til 30. júní 2006. Lesa meira

Heimsókn Evrópumálaráðherra Hollands - 1.7.2005

Atzo Nicolaï, Evrópumálaráðherra Hollands, kom í vinnuheimsókn til Íslands miðvikudaginn 29. júní sl. og átti fund með Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 28.6.2005

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ásamt Gabríelu Friðriksdóttur listakonu
Í 12. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA - 27.6.2005

Davíð Oddson, utanríkisráðherra sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Vaduz í Liechtenstein. Ráðherrarnir ræddu samskipti EFTA ríkjanna, fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki og samskipti EFTA ríkjanna við ESB. Lesa meira

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu og Þróunarsamvinnustofnun Íslands - 24.6.2005

Undirritun samnings um þróunaraðstoð við Sri Lanka

Tvíhliða samningur um þróunarsamvinnu Íslands við Sri Lanka var undirritaður í Colombo, höfuðborg landsins í gær. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um Írak í Brussel - 22.6.2005

Í dag var haldin alþjóðleg ráðstefna í Brussel þar sem fjallað var um ástand og horfur í Írak.

Lesa meira

Skilaboð Norðurlanda til Íraksráðstefnu - 22.6.2005

Það er kominn tími til að Írakar fái að búa við frið og öryggi, njóta mannréttinda og lifa án fátæktar og kúgunar. Írak ber einnig að fá sinn sess í samfélagi þjóðanna. Grein skrifuð af utanríkisráðherrum Norðurlandana í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um Írak.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 9. tbl. 2005 - 22.6.2005

Í 9. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu og Paul Wolfowitz, nýjan forseta Alþjóðabankans.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfa - 20.6.2005

16. júní 2005 afhentu fjórir nýir sendiherrar forseta Íslands trúnaðarbréf sín á Bessastöðum. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 16.6.2005

Ísland fær samþykkta aðlögun við tilskipun ESB um lífræn leysiefni og ,,Íslenska eldhúsið“ – útgáfa kynningarmyndar er meðal efnis í 18. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Undirritun loftferðasamnings milli Íslands og Króatíu - 16.6.2005

Hinn 17. júní munu Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Ana Marija Besker, sendiherra Króatíu, undirrita loftferðasamning á milli Íslands og Króatíu í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 16.6.2005

Tómas Ingi Olrich, Michel Valette og Gérard Collomb
Í 11. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um ræðismannahátíð í Lyon og íslenska menningu í Berlín. Lesa meira

Flutningar framundan í utanríkisþjónustunni - 15.6.2005

Sendiherraflutningar sem fyrirhugaðir eru í ár.

Lesa meira

Ráðsfundur Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg - 14.6.2005

Í dag var haldinn í Lúxemborg 23. ráðsfundur Evrópska efnahagssvæðisins. Lesa meira

Skipun fulltrúa í stjórn hjá Eftirlitsstofnun EFTA - 14.6.2005

Utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna, Liechtenstein, Noregs og Íslands, hafa tekið ákvörðun um skipun nýrra fulltrúa sinna í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA. Lesa meira

Tvíhliða fundur utanríkisráðherra Íslands og Póllands - 10.6.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti í dag tvíhliða fund með Adam Daniel Rotfeld, utanríkisráðherra Póllands, í kjölfar fundar utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Stettin í Póllandi.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins - 10.6.2005

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins, sem stendur yfir í Stettin í Póllandi, en Ísland hefur tekið við formennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 8.6.2005

Samningaviðræður við Kóreu um fríverslun, endurskoðað tilboð Íslands á sviði þjónustuviðskipta hjá GATS og

íslenskur matur í NATO er meðal efnis í 17. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 7.6.2005

Rússland og Þýskaland: Fundir um viðskiptamál á Íslandi í júní og góður árangur af för viðskiptasendinefndar til Danmerkur í lok maí sl. er meðal efnis í 16. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 7.6.2005

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhenti í dag Alexander Grigoryevich Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Moskvu. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 3.6.2005

Í 10. tbl. Stiklna um menningar- og landkynningarmál er fjallað um vel heppnaða tónleikaferð þeirra Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar um Norðurlöndin í maí síðastliðnum.

Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 2.6.2005

Bandaríkin virða persónuvernd vegna upplýsinga um farþega frá Íslandi og aukið samráð við atvinnulífið við upptöku gerða í EES-samninginn er meðal efnis í 15. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta Íslands og Indlands - 31.5.2005

Viljayfirlýsing um samráð milli utanríkisráðuneyta Íslands og Indlands var undirrituð í dag að viðstöddum A.P.J. Abdul Kalam, forseta Indlands og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.

Lesa meira

Samkomulag um efni loftferðasamnings - 31.5.2005

Samkomulag hefur náðst við indversk stjórnvöld um efni loftferðasamnings milli Íslands og Indlands. Var bókun um niðurstöður samningsgerðarinnar undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag að viðstöddum dr. A.P.J. Abdul Kalam forseta Indlands og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 31.5.2005

Undirritun stjórnmálasambands við Gabon
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Gabon. Lesa meira

Nýir sendiherrar - 27.5.2005

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Helga Gíslason, prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson, sendifulltrúa, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní n.k.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 8. tbl. 2005 - 20.5.2005

Í 8. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um stefnumið Íslands í Þróunarsamvinnu, heimsókn aðalframkvæmdastjóra Matvælaáætlunar S.þ. (WFP) til Íslands og leiðtogafund Evrópuráðsins.

Lesa meira

Ávarp Davíðs Oddssonar á leiðtogafundi Evrópuráðsins - 17.5.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, ávarpaði í dag leiðtogafund Evrópuráðsins sem stendur yfir í Varsjá í Póllandi.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 17.5.2005

Ljóðlistahátíð í Tallinn 4. - 7. maí 2005.
Í 9. tbl. er m.a. fjallað um ljóðlistahátíð í Tallinn og íslenska menningardaga í Serbíu. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 13.5.2005

Pascal Lamy líklega næsti framkvæmdastjóri WTO, málþing um aukið frelsi í viðskiptum og könnunarviðræðum milli EFTA og Taílands í Reykjavík er meðal efnis í 14. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 13.5.2005

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úganda með aðsetur í Mósambík.

Lesa meira

Samningur Íslands og Kína um hagkvæmnikönnun - 12.5.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 9.5.2005

Tómas Ingi Olrich, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Andorra með aðsetur í París. Lesa meira

Nýtt vefsetur í Washington - 6.5.2005

Vefsetur sendiráðsins í Washington
Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðsins í Washington. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 4.5.2005

The Nordic Heritage Museum í Seattle
Í 8. tbl. er fjallað um 25 ára afmæli The Nordic Heritage Museum í Seattle og opnun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Lesa meira

Ráðherrafundur G-10 í París 02. - 03. maí 2005 - 2.5.2005

Í dag, 2. maí, var haldinn ráðherrafundur WTO í París um landbúnaðarmál. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 29.4.2005

Verndaraðgerðum ESB gegn eldislaxi hætt og „Íslenska eldhúsið“ – næsta útflutningsafurð Íslendinga? er meðal efnis í 13. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 29.4.2005

Guðmundur Eiríksson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Perú með aðsetur í Ottawa. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 7. tbl. 2005 - 28.4.2005

Í 7. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um styrk íslenskra stjórnvalda við stoðtækjaverkefni í Írak og 18 milljón króna styrk til Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 28.4.2005

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá S.þ., hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Grenada með aðsetur í New York. Lesa meira

Heimssýningin EXPO 2005 í Aichi, Japan - 27.4.2005

EXPO 2005
Ísland tekur þátt í heimssýningunni EXPO 2005 í Aichi, Japan, ásamt öðrum Norðurlöndum. Sýningin fer fram á tímabilinu 25. mars – 25. september 2005. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 25.4.2005

Guðmundur Eiríksson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Nikaragva með aðsetur í Ottawa. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 22.4.2005

Styttist í að opnað verði fyrir umsóknir til Þróunarsjóðs EFTA, stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi heimta hærri flugvallarskatta af farþegum inn til ESB lönd og atvinnutækifæri fyrir íslendinga hjá EFTA er meðal efnis í 12. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 22.4.2005

Halldór Laxness með Nóbelsskjalið
Í 7. tbl. er fjallað um Laxnesshátíð í Stokkhólmi og upplestur Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, í Ottawa. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins - 21.4.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat fund utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, í Vilníus 20.-21. apríl 2005. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 20.4.2005

Ólafur Davíðsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Póllandi með aðsetur í Berlín. Lesa meira

Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York - 14.4.2005

Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofu í New York
Vefsetur aðalræðisskrifstofunnar í New York er það fimmta sem opnað er í nýju vefumhverfi sendiskrifstofa Íslands og munu fleiri bætast í hópinn á næstu mánuðum. Lesa meira

Stiklur - vefrit viðskiptaskrifstofu - 12.4.2005

Fundur utanríkisviðskiptaráðherra í Japan, japanskir fjölmiðlar kynna sér ,,seðlalaust samfélag“ á Íslandi og Rufus Yerxa með fyrirlestur á ráðstefnunni ,,Samræður menningarheima“ er meðal efnis í 11. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 12.4.2005

Fjölmiðlafræðinemar í Washington D.C.
Í 6. tbl. 2005 er m.a. fjallað um tónleika og ljóðalestur í Washington D.C. og kóramót í Gautaborg. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 6. tbl. 2005 - 12.4.2005

Í 6. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um stuðning íslenskra stjórnvalda við uppbyggingarstarf í Súdan og skólagöngu stúlkna í Írak, formennsku Íslands í geislavarnarnefnd Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar og umbætur á S.þ.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 8.4.2005

Tómas Ingi Olrich sendiherra afhenti í gær trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Portúgal með aðsetur í París.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 8.4.2005

Guðmundur Eiríksson, sendiherra, hefur afhent trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Venesúela með aðsetur í Ottawa. Lesa meira

Fréttatilkynning um veikindafrí utanríkisráðherra - 8.4.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, leggst inn á Landspítala Háskólasjúkrahús í dag.

Lesa meira

Landbúnaður og Dóha-lotan, „Doing Business“ skýrsla Alþjóðabankans og fríverslunarviðræður - 7.4.2005

Í 10. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um landbúnað og Dóha-lotu WTO, kynningu á skýrslu Alþjóðabankans og fríverslunarviðræður á döfinni.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 5. tbl. 2005 - 30.3.2005

Í 5. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um framlag Íslands til Alþjóðaframfarastofnunarinnar, umhverfismerkingar

fiskimálanefndar FAO og lok 49. fundar kvennanefndar S.þ.

Lesa meira

Málþing um WTO og stöðuna í landbúnaðarviðræðum - 29.3.2005

Miðvikudaginn 30. mars nk. stendur utanríkisráðuneytið fyrir málþingi um stöðu landbúnaðarviðræðnanna í Doha lotu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 18.3.2005

Guðrún Ágústdóttir, sendiherrafrú og listamennirnir.
Í 5. tbl. er fjallað um íslenskar bókmenntir í Þýskalandi og íslenskt hönnunarár í Svíþjóð. Lesa meira

Tillaga að þjónustutilskipun og ákvörðun um verndaraðgerðir vísað til ráðherraráðs ESB - 16.3.2005

Í 9. tölublaði Stiklna, vefrits viðskiptaskrifstofu, er fjallað um mögulega endurskoðun umdeildrar tillögu að þjónustutilskipun, ákvörðun um verndaraðgerðir sem hefur verið vísað til ráðherraráðs Evrópusambandsins og seminar um WTO og landbúnað. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn - 14.3.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Stjórnmálasamband við Gvæönu - 11.3.2005

Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Gvæönu (Guyana) var undirrituð í New York 10. þ.m.

Lesa meira

Ný vefsetur utanríkisþjónustunnar - 10.3.2005

Vefsetur sendiráðsins í Berlín
Í dag voru opnuð ný vefsetur í sendiráðum Íslands í Berlín og London. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 4. tbl. 2005 - 9.3.2005

Í 4. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um atvinnutækifæri hjá Sameinuðu þjóðunum, hættustjórnunaraðgerðir ESB og umræður í öryggisráði S.þ.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs sendiherra í Bosníu - 3.3.2005

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti þann 1. mars s.l., Borislav Paravac, forseta ráðherraráðs Bosníu og Hersegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Bosníu og Hersegóvínu með aðsetur í Vínarborg.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 3. tbl. 2005 - 2.3.2005

Í 3. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um ÖSE í Bosníu og Hersegóvínu, umræður S.þ. um breytingar á öryggisráðinu og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar. Lesa meira

Félagsmálaráðherra á fundi kvennanefndar S.þ. - 1.3.2005

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra á fundi kvennanefndar S.þ.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 49. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldinn í New York. Lesa meira

Bann við áfengisauglýsingum, markaðstækifæri í orku- og umhverfisgreinum í Japan og Orðasafn WTO á netinu - 25.2.2005

Í 8. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins á banni við áfengisauglýsingum, niðurstöður markaðsrannsókna í Japan og orðasafn WTO.

Lesa meira

Ísland og norðurslóðir - Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars - 24.2.2005

Á morgun, 25. febrúar 2005, verður efnt til ráðstefnu á Grand Hotel í Reykjavík undir yfirskriftinni: Ísland og norðurslóðir - Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars. Lesa meira

Umdeild tillaga ESB um þjónustuviðskipti og Chile og Noregur vísa laxamáli til WTO - 23.2.2005

Í 7. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um að á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er nú hægt að finna tillögu að nýrri heildartilskipun ESB um þjónustustarfsemi og að Chile og Noregur hafa vísað þeirri ákvörðun ESB að beita verndarráðstöfunum gegn innflutningi á eldislaxi til WTO. Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands við Benín - 23.2.2005

Stofnað til stjórnmálasambands við Benín

Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Benín var undirrituð í húsakynnum forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árdegis miðvikudaginn 23. febrúar, en Benín fer með forsæti öryggisráðsins þennan mánuð.

Lesa meira

Vegabréf fyrir Bobby Fischer - 23.2.2005

Stjórnvöld gáfu í gær út vegabréf útlendings fyrir Robert J. Fischer. Lesa meira

Japansmarkaður, íslensk hönnunarhátíð í Svíþjóð og frammistöðumat EES-ríkjanna - 18.2.2005

Í 6. tbl. Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað kynningu VUR á efnahagslífinu í Japan, opinbert hönnunarár í Svíþjóð og úttekt sem sýnir frammistöðu EES-ríkjanna við að innleiða tilskipanir ESB í landsrétt. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Sviss - 17.2.2005

Ólafur Davíðsson, sendiherra, afhenti þann 16. febrúar sl. forseta Sviss, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Sviss. 

Lesa meira

Ísland og norðurslóðir - 17.2.2005

Þann 25. febrúar 2005 verður efnt til ráðstefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: Ísland og norðurslóðir - Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 2. tbl. 2005 - 16.2.2005

Í 2. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um nýafstaðinn utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, baráttuna gegn fátækt og ýmis málefni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Útgáfa skýrslunnar “Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum” - 15.2.2005

Út er komin skýrsla á vegum starfshóps utanríkisráðuneytisins sem ber heitið “Fyrir stafni haf - Tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum”. Í skýrslunni er fjallað um horfur á auknum skipaflutningum á norðurslóðum, m.a. meðfram Íslandsströndum, og áhrif þeirra á íslenskt atvinnulíf og umhverfi. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 14.2.2005

Inngangsvefur utanríkisþjónustu Íslands
Í 4. tbl. er fjallað um ný vefsetur utanríkisþjónustu Íslands og endurnýjun opinbers landkynningarvefs um Ísland. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins í Brussel - 9.2.2005

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Þetta var fyrsti fundur utanríkisráðherranna með Condoleezzu Rice, nýskipuðum utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Lesa meira

Stofnun Íslenska viðskiptanetsins og árlegur fundur Íslensk-kanadíska verslunarráðsins í Halifax - 8.2.2005

Íslenska viðskiptanetið var stofnað á fundi í sendiráði Íslands í Stokkhólmi 1. febrúar sl. Þetta ásamt árlegum fundi Íslensk - kanadíska verslunarráðsins sem haldinn var í Halifax 17. janúar sl.  í 5. tölublaði Stiklna, vefrits viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 1.2.2005

Tíu ár frá opnun sendiráðs Íslands í Peking
Tíu ár liðin frá stofnun sendiráðs Íslands í Peking og opnun Ísland-Guelph stofnunarinnar í Kanada. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 1. tbl. 2005 - 1.2.2005

Í 1. tbl. Stiklna um alþjóðamál 2005 er fjallað um aukna skilvirkni í störfum Mannréttindadómstóls Evrópu, hagnýtt samráð íslenskra og sænskra embættismanna og nýútkomna skýrslu um ógnir við öryggi heimsins.

Lesa meira

Verulegar tollalækkanir til Rússlands og sjávarafurðir á „grænni viku“ í Berlín - 28.1.2005

Tollar lækka eftir að samkomulag hefur náðst við Rússa vegna fyrirhugaðrar aðildar þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra viðstaddur opnun árlegrar grænnar viku í Berlín, er meðal efnis í 4. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Starfslok sendiherra - 24.1.2005

Ingimundur Sigfússon
Ingimundur Sigfússon sendiherra lætur að eigin ósk af störfum 1. febrúar nk. Ingimundur var fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Japan en starfaði áður sem sendiherra í Þýskalandi, fyrst í Bonn og síðar í Berlín. Lesa meira

Starfslok sendiherra - 21.1.2005

Björn Dagbjartsson
Björn Dagbjartsson, sendiherra, hefur að eigin ósk látið af störfum. Björn var skipaður sendiherra í Mapúto, Móssambík 2001og var fyrsti sendiherra Íslands búsettur í Afríku. Lesa meira

Ráðherrafundur Afríkuframtaks Norðurlandanna í Dar Es Salaam - 20.1.2005

Fjármálaráðherra í Dar
Geir H.Haarde fjármálaráðherra stýrði pallborðsumræðum sérfræðinga á ráðherrafundi Norræna Afríkuframtaksins í Dar Es Salaam, Tansaníu 19.-20. janúar. Lesa meira

Ný vefsetur utanríkisþjónustunnar - 19.1.2005

Inngangsvefur utanríkisþjónustu Íslands
Opnaður hefur verið nýr inngangsvefur utanríkisþjónustunnar, www.iceland.org, og tvö ný vefsetur sendiráða Íslands, í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Ennfremur hefur opinber upplýsingavefur um Ísland á ensku, www.iceland.is, verið opnaður í nýrri mynd. Lesa meira

Fríverslunarviðræður í vor, samráðsfundur um fríverslunarsamning EFTA og Mexíkó og EES – ekki ESB – styrkir rannsóknar- og þróunarverkefni - 19.1.2005

Viðræður EFTA-ríkjanna við Taíland um gerð hugsanlegs fríverslunarsamnings, komandi fundur nefndar EFTA og Mexíkó og styrkir EES til rannsóknar- og þróunarverkefna eru meðal efnis í 3. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja - 14.1.2005

Geir H. Haarde fjármálaráðherra sótti, í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, samráðsfund utanríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja í Finnlandi. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Frakklandi - 14.1.2005

Tómas Ingi Olrich afhenti þann 11. janúar, Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld verja 1 milljón Bandaríkjadala til sjálfbærrar þróunar smáeyþróunarríkja - 14.1.2005

Hjálmar W. Hannesson og Jón Erlingur Jónasson
Dagana 10. – 14. janúar var haldinn á Máritíus alþjóðlegur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem megin umræðuefni var framkvæmdaáætlun smáeyþróunarríkja um sjálfbæra þróun. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 13.1.2005

Íslensk tónlist í Japan og íslensk vika í Enköping í Svíþjóð. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Þýskalandi - 10.1.2005

Ólafur Davíðsson afhenti í dag forseta Þýskalands, Horst Köhler, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Þýskalandi. Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir 150 milljón króna aðstoð til Asíu - 10.1.2005

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi 7. janúar sl. að framlag Íslands vegna náttúruhamfaranna í Asíu verði samtals 150 milljónir króna, jafnvirði 2,5 milljón dollara. Lesa meira

Stiklur um menningar- og landkynningarmál - 7.1.2005

Sigurður Guðmundsson

Íslenskir listamenn á postulínssýningu í Kína, tónleikaferðalag Kasa-hópsins og einleikstónleikar Víkings Heiðars Ólafssonar.

Lesa meira

Neyðarvakt utanríkisráðuneytisins vegna flóðanna við Indlandshaf - 6.1.2005

Neyðarvakt ráðuneytisins var opin allan sólarhringinn frá hádegi 26. desember til morguns 3. janúar og störfuðu að jafnaði fimm starfsmenn ráðuneytisins að verkefninu þá daga. Lesa meira

Kína lækkar tolla á grálúðu frá Íslandi og Icelandair kynnir aukna þjónustu í sendiráði Íslands í Berlín - 6.1.2005

Kína lækkar tolla á grálúðu (Greenland Halibut) úr 10% í 5% frá áramótum að ósk Íslands. Þetta ásamt samvinnu Icelandair og sendiráðs Íslands í Berlín í 2. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Aðstoð við útrás: Lýst eftir hagsmunum íslenskra útflytjenda - 5.1.2005

Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lýsir eftir upplýsingum frá útflytjendum um hagsmuni í viðskiptum við 20 ríki sem sækjast eftir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Lesa meira