Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Íslenskt vatn til hamfarasvæðanna í Asíu - 28.12.2004

Á hádegi í dag barst utanríkisráðuneytinu boð frá Loftleiðum Icelandic, leiguflugfélagi Flugleiða, um að nýta rými í flugvél fyrirtækisins til flutnings á neyðargögnum til hamfarasvæðanna í Asíu. Lesa meira

Viðvaranir vegna ferðalaga til Taílands, Indónesíu, Indlands, Srí Lanka, og Maldíveyja - 28.12.2004

Tilmæli frá utanríkisráðuneytinu til þeirra er hyggja á ferðir til svæðisins. Lesa meira

Fjárframlag íslenskra stjórnvalda til neyðaraðstoðar á hamfarasvæðum í Asíu - 27.12.2004

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita þegar í stað 5 milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti vegna hamfaranna í Suður og Suðaustur Asíu.

Lesa meira

Flóðbylgja við Indlandshaf - 26.12.2004

Í utanríkisráðuneytinu er starfandi neyðarvakt þar sem tekið er við upplýsingum í síma 545 9900 um Íslendinga sem vitað er til að eru á þessu svæði. Ef símkerfi á viðkomandi svæði er óvirkt er bent á að senda upplýsingar með tölvupósti á netfang ráðuneytisins postur@utn.stjr.is. Lesa meira

Landvistarleyfi Robert Fischer - 20.12.2004

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var í dag boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Roberts James Fischer, fyrrum heimsmeistara í skák. Lesa meira

Verndaraðgerðir ESB á laxinnflutning - 20.12.2004

Framkvæmdastjórn ESB hyggst leggja til við ráðherraráðið að haldið verði áfram verndaraðgerðum vegna innflutnings á eldislaxi til ESB. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað mótmælt því að gripið verði til slíkra aðgerða sem hamla viðskiptum á Evrópska efnhagssvæðinu. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Vestur-Kongó - 17.12.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Vestur-Kongo

Þann 15. desember sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Basile Ikouebe, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Vestur-Kongó (lýðveldið Kongó) hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA í Genf - 17.12.2004

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði í dag ráðherrafundi EFTA í Genf í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra auk þess sem hann undirritaði fyrir hönd Íslands fríverslunarsamning við Túnis. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 8. tbl. 2004 - 16.12.2004

Í 8. tbl. Stiklna um alþjóðamál er fjallað um kosningaeftirlit í Úkraínu, hækkun á valfrjálsu framlagi Íslands til Flóttamannastofnunar S.þ., fyrstu nefnd allsherjarþings S.þ. og baráttu Öyggis-og samvinnustofnunar Evrópu gegn mansali. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verða við beiðni Bobby Fischer - 15.12.2004

Stjórnvöld hafa ákveðið að verða við beiðni Bobby Fischer, fv. heimsmeistara í skák, um að veita honum dvalarleyfi hér á landi. Lesa meira

Ráðsfundur Evrópska efnahagssvæðisins í Brussel - 14.12.2004

Í dag var haldinn í Brussel 22. ráðsfundur Evrópska efnahagssvæðisins. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 14.12.2004

Ólafur Egilsson afhenti í dag konungi Kambódíu, Norodom Sihamoni, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Kambódíu. Lesa meira

Nýtt húsnæði sendiráðs Íslands í Brussel - 10.12.2004

Opnun nýs húsnæðis sendiráðsins í Brussel

Í dag var nýtt húsnæði sendiráðs Íslands í Brussel opnað við hátíðlega athöfn af Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra.

Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel - 9.12.2004

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat utanríkisráðherrafund Norður-Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Lesa meira

Ástand mála í Afganistan - 8.12.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ávarp í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, miðvikudaginn 8. desember 2004 um ástand mála í Afganistan.

Lesa meira

Heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins - 8.12.2004

Þrjár freigátur úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi (Standing Naval Force Atlantic) munu heimsækja Reykjavík dagana 11. til 13. desember n.k.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 7. tbl. 2004 - 7.12.2004

Í nýjasta tölublaði Stiklna um alþjóðamál er fjallað um Naíróbíráðstefnuna um jarðsprengjusamninginn og utanríkisráðherrafund ÖSE í Sofia. Lesa meira

Viðskiptatækifæri og tengsl í Mið- og Austur-Evrópu - 1.12.2004

Kynningar íslenskra fyrirtækja, Útflutningsráðs og utanríkisráðuneytisins í Mið- og Austur-Evrópu á árinu eru til umfjöllunar í 53. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu. Lesa meira

Íslenskukennsla erlendis, tungumálráðstefnur í Svíþjóð og menningarhús í Berlín - 1.12.2004

Fjórir íslenskir rithöfundar í Stokkhólmi
Í nýju tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er m.a. fjallað um tungumálaráðstefnur í Svíþjóð, íslenskukennslu erlendis og menningarhús norrænu sendiráðanna í Berlín. Lesa meira

Glerlist, menning og viðskipti í Danmörku - 29.11.2004

Frá opnun glerlistarsýningar í Kaupmannahöfn
Í nýju tölublaði Stiklna um menningar- og landkynningarmál er m.a. sagt frá opnunum myndlistarsýninga í Kaupmannahöfn og Berlín. Lesa meira

Fríverslunarsamningur við Chile í gildi frá 1. desember - 26.11.2004

Samningurinn fær gildi þegar 1. desember og þá falla niður allir tollar á sjávarafurðum milli Íslands og Chile auk þess sem flestar tegundir iðnvarnings verða tollfrjálsar.

Lesa meira

Viðræðum fram haldið um Hatton Rockall-málið - 24.11.2004

Hatton Rockall svæðið
Hinn 22. nóvember sl. fóru fram í Lundúnum viðræður Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur f.h. Færeyja um Hatton Rockall-málið. Lesa meira

Þúsaldarmarkmiðin: Öll ríki verða að leggja sitt af mörkum - 24.11.2004

Á 59. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lagði Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá S.þ. í New York, áherslu á þúsaldarmarkmiðin í þróunarmálum og undirbúning fyrir leiðtogafund aðildarríkjanna næsta haust. Lesa meira

Ráðherrafundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Reykjavík - 24.11.2004

Utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, sem jafnframt er formaður Norðurskautsráðsins, setti í dag fjórða ráðherrafund aðildarríkja Norðurskautsráðsins á Nordica hótelinu í Reykjavík. Lesa meira

Viðskipti við Rússland - 24.11.2004

Fjárfestingasamningur, loftferðasamningar og mögulegur viðskiptasamningur EFTA og Rússlands voru til umræðu á reglulegum samráðsfundi í Moskvu. Þetta ásamt EXPO 2005 til umfjöllunnar í 51. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu.

Lesa meira

Fjórði ráðherrafundur Norðurskautsráðsins 24. nóvember 2004 - 23.11.2004

Loftslagsbreytingar og mannlíf á norðurslóðum eru meðal meginviðfangsefna fjórða ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á Nordica hótelinu í Reykjavík á morgun, 24. nóvember 2004, og hefst kl. 8:30. Lesa meira

Útgáfa bæklingsins Við ystu sjónarrönd - 23.11.2004

Utanríkisráðuneytið gaf í dag út bækling sem ber heitið Við ystu sjónarrönd - Ísland og norðurslóðir. Bæklingurinn er gefinn út í tilefni af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, tímabilið 2002-2004. Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands við Tógó - 23.11.2004

Undirritun yfirlýsingar um stjórnmálasamband við Tógó

Föstudaginn 19. nóvember sl. undirrituðu þeir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Pascal A. Bodjona, sendiherra Togo í Bandaríkjunum, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 22.11.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti þann 18. nóvember sl. dr. Vaclav Klaus, forseta Tékklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands.

Lesa meira

Tvöfalt fleiri ferðamenn frá Japan - 22.11.2004

Fjöldi ferðamanna frá Japan til Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 2001, en sendiráð Íslands var opnað í Tókýó þann 25. október það ár. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 6. tbl. 2004 - 22.11.2004

Aðalframkvæmdastjóri FAO á Íslandi ~ Af vettvangi Atlantshafsbandalagsins Lesa meira

Skýrsla Norðurskautsráðsins um mannlíf á Norðurslóðum - 20.11.2004

Mannlíf á norðurslóðum er viðfangsefni nýrrar skýrslu Norðurskautsráðsins sem kynnt verður á sérstökum fundi á Nordica hótelinu 21. nóvember 2004. Lesa meira

Haag-samningur um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala - 19.11.2004

Haag-samningur um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala frá 5. október 1961 öðlast gildi að því er Ísland varðar 27. nóvember nk. Nú hafa 86 ríki gerst aðilar að samningnum Lesa meira

Stiklur um menningarmál og landkynningu - 17.11.2004

Stiklur um menningarmál og landkynningu
Nú hefja göngu sína Stiklur um menningarmál og landkynningu á vegum utanríkisráðuneytisins. Í þessu fyrsta tölublaði er m.a. fjallað um þátttöku Íslands í EXPO 2005. Lesa meira

Umræða um fátækt og þróunarmál á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 16.11.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti, við almenna umræðu í 2. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þriðjudaginn16. nóv., ávarp um fátækt og þróunarmál. Lesa meira

Tilkynnt um framlög Íslands í þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna á sviði hafréttar - 16.11.2004

Málefni hafsins og hafréttarmál voru á dagskrá allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær en þá voru tíu ár liðin frá gildistöku hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Viðskiptatækifæri könnuð í Rússlandi - 15.11.2004

Frá undirskrift samningsins

Sendiherra Íslands í Rússlandi, Benedikt Jónsson, undirritar samning um samstarf íslenskra fyrirtækja og stjórnvalda og Alþjóðalánastofnunarinnar um könnun á fjárfestingamöguleikum í rússneskum sjávarútvegi. Fjallað er um samninginn í 49. tölublaði Stiklna.

Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands við Súrínam - 11.11.2004

Sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Edwald W. Limon undirrita yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands
Fastafulltrúar Íslands og Súrínam hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu í New York yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Lesa meira

Breytingar hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli og Ratsjárstofnun - 10.11.2004

Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer frá áramótum til tímabundinna starfa hjá Norðurlandaskrifstofu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 9.11.2004

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti þann 2. nóvember sl. emirnum af Kúveit, hans hátign Sheikh Jaber al-Ahmed al Jaber Al Sabah, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kúveit með aðsetur í Osló. Lesa meira

Banni við botnvörpuveiðum á úthafinu afstýrt - 8.11.2004

Lokið er tveggja mánaða samningaviðræðum um texta ályktana allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um hafréttar- og fiskveiðimál. Lesa meira

Samningafundir strandríkja um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum fyrir árið 2005 - 8.11.2004

Samningafundir strandríkja um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum fyrir árið 2005 fóru fram í London dagana 5. og 6. nóvember sl. Lesa meira

Fundur um skýrslu Norðurskautsráðsins um mat á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum - 8.11.2004

Á morgun, 9. nóvember 2004, hefst á Nordica hótelinu í Reykjavík alþjóðlegt vísindamálþing þar sem kynnt verður nýútkomin skýrsla Norðurskautsráðsins um mat á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 5.11.2004

Stiklur um alþjóðamál
Út er komið 5. tbl. Stiklna um alþjóðamál. Lesa meira

Forsetakosningar í Bandaríkjunum - 3.11.2004

Heillaóskir til Bandaríkjaforseta. Lesa meira

56. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi - 3.11.2004

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, ásamt utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Danmerkur.

Í fjarveru Davíðs Oddssonar flutti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, í dag sameiginlega skýrslu utanríkisráðherra Norðurlanda á 56. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.

Lesa meira

Mannréttinda verði gætt í baráttu gegn hryðjuverkum - 2.11.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti ávarp við almenna umræðu um mannréttindi í 3. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Sú nefnd fjallar einkum um félags- mannúðar- og menningarmál.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 2.11.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Nígeríu

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti þann 28. október sl., Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Nígeríu

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Kómoreyjar - 1.11.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Kómoreyjar

Föstudaginn 29. október sl. var undirrituð yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Kómoreyja.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 28.10.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Slóvakíu

Sveinn Björnsson sendiherra afhenti 28. október, Dr. Ivan Gasparovic, forseta Slóvakíu, trúnaðarbréf sitt.

Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 28.10.2004

Stiklur um alþjóðamál
Út er komið 4. tbl. Stiklna um alþjóðamál Lesa meira

Öryggisráðið beiti sér fyrir aukinni þátttöku kvenna í friðaruppbyggingu - 28.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ávarpaði öryggisráð S.þ. á opnum fundi þess um ályktun nr. 1325 (2000) um konur, frið og öryggi, 28. október sl.

Lesa meira

Friðargæsla vex að umfangi og nær til samfélagsþróunar - 27.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York ávarpaði 4. nefnd allsherjarþingsins 27. október við umræðu um stefnu í friðargæslu. Lesa meira

Aukin þróunaraðstoð framlag Íslands í baráttunni gegn fátækt - 26.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti ávarp í allsherjarþinginu 26. október við umræður um skýrslu Efnahags- og félagsmálaráðs S.þ. (ECOSOC) fyrir árið 2004.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld fordæma árás í Kabúl - 24.10.2004

Íslensku friðargæsluliðarnir sem hlutu áverka í sprengjuárás í miðborg Kabúl í gær dvöldu á hersjúkrahúsi í útjaðri borgarinnar í nótt. Lesa meira

Sprengjuárás í Kabúl - 23.10.2004

Tveir íslenskir friðargæsluliðar særðust lítillega í sprengjuárás í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag og einn hlaut minniháttar skrámur í árásinni. Lesa meira

Heimsókn Varnarmálaskóla Atlantshafsbandalagsins - 22.10.2004

Í gær lauk tveggja daga heimsókn Varnarmálaskóla Atlantshafsbandalagsins í Róm til Íslands.

Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands - 20.10.2004

Undirritun stjórnmálasambands við Samóa
Þann 15. október sl. var stofnað til stjórnmálasambands milli Íslands og Samóa. Lesa meira

Stefna Íslands kynnt í fjórum ræðum í meginnefndum Sameinuðu þjóðanna - 20.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands, flutti í þessari viku fjórar ræður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda; í 2., 3., 4. og 6. nefnd allsherjarþingsins. Lesa meira

Bréf frá rússneskum stjórnvöldum varðandi flotaæfingu - 18.10.2004

Í tilefni æfingar rússneskra herskipa skammt norðaustur af Íslandi óskaði utanríkisráðuneytið eftir skýringum sendiráðs Rússlands í Reykjavík. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál - 18.10.2004

Stiklur um alþjóðamál
Út er komið 3. tbl. Stiklna um alþjóðamál. Lesa meira

Opnun sendiskrifstofu í Namibíu - 15.10.2004

Ráðuneytisstjórarnir Samuel Gôagoseb og Gunnar Snorri Gunnarsson undirrita samninginn

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hafa gert umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Windhoek að sendiskrifstofu Íslands í Namibíu.

Lesa meira

Málefni kvenna rædd hjá Sameinuðu þjóðunum - 14.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt hinn 13. október sl., ræðu um réttindi kvenna fyrir Íslands hönd. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 14.10.2004

Þann 12. október sl. afhenti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, Sir Clifford Straughn Husbands, landsstjóra Barbados, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Barbados.

Lesa meira

Samningurinn um alþjóðleg viðskipti með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu (CITES) - 11.10.2004

Þrettándi fundur aðildarríkja samningsins stendur yfir í Bangkok, Tælandi, dagana 2. -14. október 2004. Lesa meira

Fundir 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og fastanefnda - 8.10.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ávarpar allsherjarþing S.þ. Lesa meira

Stjórnmálasambandi komið á við þrjú ríki, sem eiga land að sjó - 8.10.2004

Þann 6. október sl. undirritaði Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, fyrir Íslands hönd, yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands við þrjú ríki.

Lesa meira

Stiklur - 6.10.2004

Í 42. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um Dóha-viðræðurnar um heimsviðskipti.
NÁNAR

Stiklur - 5.10.2004

Í 41. tölublaði Stiklna viðskiptaskrifstofu er fjallað um ráðgjafaþjónustu Útflutningsráðs og Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Íslandsdaga í St. Pétursborg og tvísköttunarsamning milli Íslands og Möltu.


NÁNAR

Stiklur um alþjóðamál - 1.10.2004

Út er komið 2. tbl. Stiklna um alþjóðamál. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 2. tbl. 2004 - 1.10.2004

Starf 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna ~ Yfirlýsing Evrópusambandsins um Hvíta-Rússland ~ Evrópuráðið: Skýrsla GRECO hópsins gegn spillingu ~ Námsstefna fyrir unga norræna stjórnarerindreka Lesa meira

Stiklur - 30.9.2004

Í 40. tölublaði Stiklna er fjallað um kynningu íslenskra margmiðlunarfyrirtækja í

London.

NÁNAR

Stofnun stjórnmálasambands við þrjú ríki - 29.9.2004

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasamands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú.

Lesa meira

59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - 25.9.2004

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr allsherjarþing S.þ. í New York í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Fundur Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, með Janez Drnovsek, forseta Slóveníu - 24.9.2004

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, átti gær, 23. september fund með forseta Slóveníu, Janez Drnovsek. Lesa meira

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna - Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda - 22.9.2004

Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í september 2004
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, situr nú upphaf almennrar umræðu 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Breytingar í utanríkisþjónustunni - 21.9.2004

Starfsmannabreytingar í ráðuneytinu. Lesa meira

Stiklur um alþjóðamál, 1. tbl. 2004 - 21.9.2004

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York   ~  Þróunarstarf Alþjóðabankans á réttri braut  ~  Alþjóðastofnun með heimasíðu á íslensku  ~  Samráð Norðurlanda og Eystrasaltsríkja  ~  Aðild Mónakó að Evrópuráðinu Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 17.9.2004

Frá undirritun stjórnmálasambands við Bólivíu

Þann 17. september sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Ernesto Araníbar Quiroga, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Bólívíu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands.

Lesa meira

Skipanir í embætti - 16.9.2004

Illugi Gunnarsson og Albert Jónsson til starfa í utanríkisráðuneytinu. Lesa meira

Nýr utanríkisráðherra - 15.9.2004

Davíð Oddsson boðinn velkominn til utanríkisráðuneytisins
Nýr utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, tók við embætti í dag af Halldóri Ásgrímssyni. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 15.9.2004

Frá undirritun stjórnmálasambands við Hondúras

Þann 15. september undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Manuel Acosta Bonilla, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Hondúras hjá SÞ í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Lesa meira

Viðbrögð vegna áróðursherferðar gegn neyslu íslenska þorsksins - 14.9.2004

Samtökin Monteray Bay Aquarium hafa svarað bréfi utanríkisráðuneytisins frá 26.ágúst 2004, þar sem gerð var athugasemd við listun íslenska þorsksins sem fiskjar í útrýmingarhættu. Lesa meira

Fiskveiðiauðlindin, Ísland og Evrópusambandið - 14.9.2004

Ný áfangaskýrsla um stöðu og horfur íslensks sjávarútvegs andspænis framþróun Evrópusambandsins. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 10.9.2004

Frá undirritun samkomulagsins

Þann 10. september sl. undirrituðu Hjálmar W. Hannesson og Lino Sima Ekua Avomo, sendiherrar og fastafulltrúar Íslands og Miðbaugs-Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 9.9.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Austurríki

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti 9. september, forseta Austurríkis, dr. Heinz Fischer, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 6.9.2004

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti þann 27. ágúst 2004 hr. Álvaro Uribe Vélez, forseta Kólumbíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kólumbíu með aðsetur í Ottawa. Lesa meira

Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkanna í Rússlandi - 6.9.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað bréf til Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þar sem rússnesku þjóðinni er vottuð samúð vegna mannskæðrar árásar hryðjuverkamanna á skóla í bænum Beslan í Norður-Ossetíuhéraði. Lesa meira

Fundur Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar - 6.9.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, munu eiga fund þriðjudaginn 7. september, en sænski utanríkisráðherrann er á Íslandi í fylgd sænsku konungshjónanna.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 3.9.2004

Hjálmar W. Hannesson og Alounkèo Kittihoun undirrita yfirlýsinguna
Undirrituð hefur verið yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Laos. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 30.8.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Ungverjalandi
Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti 31. ágúst, Ferenc Madl, forseta Ungverjalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Lesa meira

Áróðursherferð gegn neyslu íslenska þorsksins mótmælt - 26.8.2004

Utanríkisráðuneytið sendi í dag bandarísku samtökunum Monteray Bay Aquarium bréf, þar sem brugðist er við áróðursherferð samtakanna gegn neyslu íslenska þorsksins í Bandaríkjunum og í Kanada. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 26.8.2004

Skreiðarvinnsla ekki í hættu vegna ESB ~ EFTA-dómstóllinn fjallar um bann við áfengisauglýsingum.

Lesa meira

Samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Palanga í Litháen - 26.8.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag árlegan samráðsfund utanríkisráðherra Norðarlanda og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum var meðal annars fjallað um sameiginleg hagsmunamál ríkjanna og alþjóðamál sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir.

Lesa meira

Sendiherra ávarpar öryggisráð SÞ - 25.8.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, ávarpaði öryggisráðið við umræður um skýrslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Afganistan. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 24.8.2004

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti í dag, 24. ágúst, Brankó Crvnkovski forseta Makedóníu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Makedóníu með búsetu í Osló. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 20.8.2004

Afhending trúnaðarbréfs hjá IAEA
Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti í dag framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 19.8.2004

Frá afhendingu trúnaðarbréfs

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti 19. ágúst, Jan Kubis, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 18.8.2004

Ísland í Flugöryggisstofnun Evrópu ~ Átak í gerð loftferðasamninga ber ávöxt.

Lesa meira

Samningur um stuðning við uppbyggingu í Írak - 17.8.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Bisrat Aklilu, fulltrúi Þróunarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Undirritaður hefur samningur milli Íslands og Þróunarmálastofnunar SÞ vegna endurreisnar og uppbyggingarstarfs í Írak.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 13.8.2004

Frá undirritun samkomulagsins
Fastafulltrúar Íslands og Papúa Nýju Gíneu hjá Sameinuðu þjóðunum hafa undirritað samkomulag um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 12.8.2004

Bendikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti í gær dr. Sam Nujoma, forseta Namibíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Namibíu með aðsetur í Mósambík.

Lesa meira

Mótmæli íslenskra stjórnvalda ítrekuð - 12.8.2004

Sendiherra Íslands í Noregi afhenti norskum stjórnvöldum í dag orðsendingu þar sem ítrekuð voru mótmæli íslenskra stjórnvalda við setningu reglugerðar um bann við veiðum á norsk-íslenskri síld við Svalbarða og reglugerðar um aflahámark á svæðinu. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 11.8.2004

Afhending trúnaðarbréfs hjá UNOV
Sveinn Björnsson, sendiherra, hefur afhent Antonio Maria Costa, framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg (UNOV), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands. Lesa meira

Loftferðasamningur milli Íslands og sérstjórnarsvæðisins Hong Kong undirritaður - 9.8.2004

Undirritun loftferðasamnings við sjálfstjórnarsvæðisins Hong Kong
Mánudaginn 9. ágúst sl. var undirritaður í Reykjavík loftferðasamningur milli Íslands og kínverska sérstjórnarsvæðisins Hong Kong. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 6.8.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti 5. ágúst, frú Ivy Dumont, landsstjóra Bahamaeyja, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands á Bahamaeyjum.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 4.8.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti 2. ágúst, Hipólito Mejía, forseta Dóminíska lýðveldisins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 3.8.2004

Dóha-viðræðunum haldið áfram: Rammi að samkomulagi um framhald viðræðna um aukið frelsi í viðskiptum.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 29.7.2004

Afhending trúnaðarbréfs hjá CTBTO
Sveinn Björnsson, sendiherra, hefur afhent dr. Wolfgang Hoffmann, framkvæmdastjóra Stofnunar Samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá CTBTO Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 26.7.2004

Alþjóðaviðskiptastofnunin: Stefnt að samkomulagi um ramma fyrir framhald Doha viðræðna um aukið frelsi í heimsviðskiptum.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 26.7.2004

Undirritun stjórnmálasambands við Zambíu
Undirrituð hefur verið yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sambíu. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 26.7.2004

Hjálmar W. Hannesson og Cheick Sidi Diarra undirrita yfirlýsinguna.
Undirrituð hefur verið yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Malí. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 22.7.2004

Evrópumálaráðherra Breta fundar með íslenskum ráðherrum ~ Ísland hluti af sameiginlegu evrópsku loftrými?

Lesa meira

Aðalfundur Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) - 16.7.2004

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ræðu á fundinum við umræðu ráðsins um tóbak og heilbrigðismál. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 15.7.2004

Ákvörðun um eldislax ~ Ný úttekt á frammistöðu EES-ríkjanna - Ísland í 7. sæti.

Lesa meira

Undirritun loftferðasamnings - 13.7.2004

Siv Friðleifsdóttir og Ao Man Long undirrita loftferðarsamning
Í dag var undirritaður í Reykjavík loftferðasamningur milli Íslands og sjálfstjórnarsvæðisins Makaó. Lesa meira

Undirritun stjórnmálasambands - 9.7.2004

Sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Stuart W. Leslie undirrita yfirlýsingu
Undirrituð hefur verið yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Belís. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 8.7.2004

Alþjóðaviðskiptastofnunin: Ísland í hópi ríkja sem funduðu um hagsmuni landbúnaðarins í Genf.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 8.7.2004

Umtalsverðar tollalækkanir - tvíhliða viðræður við Rússa árangursríkar.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 6.7.2004

Þróunarsjóð EFTA, miklir möguleikar í Póllandi ~ Umsóknarreglur tilbúnar í sumar.

Lesa meira

Stríðsátök hamla þróunarsamstarfi - 30.6.2004

Ráðherrafundur EcoSoc
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC). Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 30.6.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Dóminíku.
Þriðjudaginn 29. júní var undirrituð í New York yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Dóminíku. Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Istanbúl - 29.6.2004

NATO - Atlantshafsbandalagið
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins var haldinn dagana 28. - 29. júní í Istanbúl, Tyrklandi. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 25.6.2004

Ráðherrafundur EFTA, samningar undirritaðir við Líbanon.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 23.6.2004

Viðskiptavætt sendiráð í Kaupmannahöfn ~ Ferðakynning á Norðurbryggju.

Lesa meira

Opnun sendiskrifstofa í Úganda og Malaví - 22.6.2004

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hafa ákveðið að gera umdæmisskrifstofur stofnunarinnar í Úganda og Malaví að sendiskrifstofum Íslands. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Íran - 22.6.2004

Ennfremur hefur ríkisstjórn Írans endanlega afgreitt heimild til þess að erlend ríki geti skipað heiðursræðismenn í Íran. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 21.6.2004

Enn af laxamálinu ~ Matvælaöryggisstofnun Evrópu: Ísland aðili að stofnuninni innan skamms.

Lesa meira

Þjóðhátíðardagur Íslendinga í Peking - 18.6.2004

Frá opnun ljósmyndasýningar í Peking
Opnun ljósmyndasýningar og útgáfa ljósmyndabókar um Ísland. Lesa meira

Heimsókn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til Íslands - 18.6.2004

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap De Hoop Scheffer, mun koma í heimsókn til Íslands í dag 18. júní. Lesa meira

Fyrirlestur Alyson Bailes, framkvæmdastjóra sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar (SIPRI), 21. júní n.k. - 18.6.2004

Í erindinu, sem ber yfirskriftina “Euro-Atlantic Relations in Flux” og flutt verður á opnum fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, mun Bailes ræða um þá óvissu sem er ríkjandi í samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Lesa meira

Nýir sendiherrar - 16.6.2004

Þrír nýir sendiherrar hafa verið skipaðir í utanríkisþjónustu Íslands, Tómar Ingi Olrich, Berglind Ásgeirsdóttir og Bergdís Ellertsdóttir. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 15.6.2004

Utanríkisþjónustan styður við útrás íslenskra listamanna ~ Íslensk síldarsamflök: Tæknileg vandkvæði seinka tollfrelsi.

Lesa meira

Áskorun varðandi mannréttindabrot gegn föngum í herstöðinni við Guantanamo-flóa - 11.6.2004

Utanríkisráðherra barst þann 27. maí s.l. áskorun frá nokkrum stéttarfélögum, félagasamtökum og vefsíðum, varðandi mannréttindabrot gegn föngum sem haldið er í herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu. Lesa meira

Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 26. júní 2004 - viðbót - 11.6.2004

Eftirfarandi kjörstaðir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis hafa bæst við listann sem sendur var með fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins nr. 26, dags. 2. júní sl. Lesa meira

Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 um ráðstafanir í Írak - 9.6.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir fyrir hönd íslenskra stjórnvalda ánægju með samþykkt ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1546 um ráðstafanir í Írak í kjölfar valdatöku írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 9.6.2004

Verndaraðgerðir yfirvofandi gegn eldislaxi? ~ Betri markaðsaðgangur fyrir lambakjöt og hross.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 3.6.2004

Eiður Guðnason sendiherra, afhenti 2. júní, Roh Moo-hyun forseta Suður Kóreu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands með búsetu í Peking. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 26. júní 2004 - 2.6.2004

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á stöðum erlendis þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur farið fram vegna forsetakjörs hinn 26. júní 2004. Lesa meira

Í dag tók Ísland við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl - 1.6.2004

Kabúl-flugvöllur í Afganistan, stærsta verkefni íslensku friðargæslunnar frá upphafi - 17 friðargæsluliðar á staðnum. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 28.5.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband við

Sankti Vinsent og Grenadíneyjar.

Lesa meira

Eftirlit með forsetakosningum - 24.5.2004

Leiðrétting í tilefni af ítrekuðum yfirlýsingum Ástþórs Magnússonar, frambjóðanda í kjöri til embættis forseta Íslands 26. júní 2004. Lesa meira

Forsætisráðherra Baden-Württemberg, Erwin Teufel, heimsækir Ísland - 24.5.2004

Forsætisráðherra Baden-Württemberg, Erwin Teufel, heimsækir Ísland dagana 24. - 27. maí 2004. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 19.5.2004

Fríverslunarsamningur við Suður-Kóreu í undirbúningi.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraelshers - 19.5.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fordæmir árásir Ísraelshers á menn og mannvirki á Gaza-svæðinu.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 17.5.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Gíneu
Stofnað hefur verið stjórnmálasamband við Gíneu. Lesa meira

Ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) - 14.5.2004

Ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (OECD) var haldinn í París dagana 13. - 14. maí 2004. Lesa meira

Grænfriðungar beita gróðaröksemdum - 13.5.2004

Í frétt í Morgunblaðsins 7. maí sl. er greint frá því að Grænfriðungar hafi staðlað bréf á íslensku, sem þeir hafa dreift í 200 þúsund eintökum til þýsks almennings með heimilisföngum Íslendinga sem þeir hafi valið af handahófi úr þjóðskrá. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 13.5.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Rúanda.
Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Rúanda. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 13.5.2004

Helgi Ágústsson, sendiherra, afhenti 13. maí 2004, Jorge Batlle Ibañez forseta Úrúgvæ, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Úrúgvæ.

Lesa meira

Ástandið í Kósóvo - 12.5.2004

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði í gær um ástandið í Kósóvo. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 12.5.2004

Stofnun stjórnmálasambands við Gambíu.
Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Gambíu. Lesa meira

Vitneskja um pyndingar í Írak - 11.5.2004

Svar við fréttatilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International frá 10. maí 2004. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 10.5.2004

Helgi Ágústsson sendiherra, afhenti 6. maí 2004, Daniel Scioli varaforseta Argentínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Argentínu.

Lesa meira

Útgáfa Genfarsamninganna á íslensku - 10.5.2004

Afhending Genfarsamninganna 10. maí 2004
Í dag kynntu Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands útgáfu Genfarsamninganna á íslensku með athöfn við Espihól í Eyjafirði. Lesa meira

Afhending trúnarbréfs - 6.5.2004

Eiður Guðnason, sendiherra, afhenti í dag trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Víetnam. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 6.5.2004

Undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sankti Kristófer og Nevis

Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sankti Kristófer og Nevis.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 6.5.2004

Frá undirritun yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands við Sýrland
Yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Sýrlands. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Hollands - 4.5.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Bernard Rudolf Bot ,utanríkisráðherra Hollands. Lesa meira

Ísland í forystu á norðurslóðum - 3.5.2004

Dagana 4. og 5. maí 2004, verður haldinn, á Hótel Selfossi, þriðji fundur Norðurskautsráðsins undir formennsku Íslands í ráðinu. Lesa meira

Fundur nefndar S.þ. um sjálfbæra þróun í New York - 30.4.2004

Fundur S.þ. um sjálfbæra þróun
Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir tekur þátt í fundi nefndar S.þ. um sjálfbæra þróun sem hófst í New York í dag 28. apríl og stendur til 30. apríl. Lesa meira

Hvað um Afríku? - 30.4.2004

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Norræna Afríkustofnunin, Háskóli Íslands og Þróunarsamvinnustofnun Íslands efna til fundaraðar um þróunarmál og málefni Afríkuríkja 5.-7. maí 2004. Fundirnir eru öllum opnir. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 29.4.2004

Kynningarfundur um Þróunarsjóð EFTA vel sóttur.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 28.4.2004

Heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Kína.

Lesa meira

Kosning dómara við Mannréttindadómstól Evrópu - 28.4.2004

Davíð Þór Björgvinsson

Á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í dag var Davíð Þór Björgvinsson, prófessor, kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá og með 25. september 2004.

Lesa meira

Ráðsfundur EES haldinn í Lúxemborg - 27.4.2004

Í dag var haldinn í Luxemborg 21. ráðsfundur EES. Í stað Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sat Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri fundinn. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 27.4.2004

Evrópusambandið viðurkennir sérstöðu Íslands ~ Ísland næstbesta eyjan.

Lesa meira

Vísindadagur 24.apríl 2004 - 23.4.2004

Vísindavika norðurslóða stendur nú sem hæst á Hotel Nordica í Reykjavík. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 23.4.2004

Íslensk hönnun í Washington D.C. ~ Kynningarfundur um þróunarsjóð EFTA.

Lesa meira

Skýrslur Norðurskautsráðsins um loftslagsbreytingar á áætlun - 23.4.2004

Málstofa um loftslagsbreytingar á norðurslóðum var haldin í Nuuk á Grænlandi dagana 20. - 22. apríl 2004 á vegum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Lesa meira

Norræn hönnunarsýning í Washington - 21.4.2004

Hálsmen eftir Höllu Bogadóttur
Fimmtudaginn 23. apríl nk. opnar í listasafninu National Museum of Women in the Arts (NMWA) í Washington D.C. sýning með verkum 159 norrænna kvenhönnuða, þar af 32 íslenskra. Lesa meira

Vísindavika norðurslóða - 21.4.2004

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu
Í dag hefst á Nordica Hotel í Reykjavík svonefnd Vísindavika norðurslóða og stendur til 28. apríl 2004. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 20.4.2004

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti í dag Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Suður-Afríku, með aðsetur í Mósambík.

Lesa meira

60. þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna - 16.4.2004

Guðmundur Alfreðsson
Dr. Guðmundur Alfreðsson hefur verið kosinn í undirnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Undirritun stjórnmálasambands - 15.4.2004

Undirritun stjórnmálasambands við Tsjad
Undirritað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Tsjad. Lesa meira

Ráðherrafundur Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) - 15.4.2004

Logo OECD - Efnahags- og framfarastofnunin
Ráðherrafundur Þróunarsamvinnunefndar OECD fer fram 15.-16. apríl í París og tekur Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins þátt í störfum fundarins í fyrsta sinn, en Ísland hefur nýlega sótt um aðild að nefndinni. Lesa meira

Umræða um umferðaröryggi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 14.4.2004

Fastafulltrúi Íslands hjá S.þ. kynnir áform íslenskra stjórnvalda að stefnt verði að umtalsverðri fækkun umferðaslysa á Íslandi næstu tíu árin. Lesa meira

Undirritun ferðasamkomulags - 13.4.2004

Undirritun samkomulags um ferðamál
Undirritað hefur verið samkomulag um ferðamál milli Íslands og Kína. Lesa meira

Undirritun stjórnmálasambands - 13.4.2004

Undirritun stjórnmálasambands við Senegal
Undirritað hefur verið stjórnmálasamband milli Íslands og Senegal. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 12.4.2004

Samið um ferðamál og sölu á íslenskri hvönn í Kína.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 7.4.2004

Íslenska viðskiptanetið tekur til starfa í dag ~ Áhugi í Marokkó á þekkingu og reynslu Íslendinga á sviði sjávarútvegs.

Lesa meira

Óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel, 2. apríl 2004 - 2.4.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðherrarnir samþykktu sérstaka yfirlýsingu varðandi hryðjuverk. Lesa meira

Alþjóðaráðstefna um Afganistan í Berlín - 1.4.2004

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, situr nú alþjóðaráðstefnu sem fram fer í Berlín 31. mars til 1. apríl 2004. Á ráðstefnunni er rætt um friðarferlið í Afganistan, framtíð landsins og enduruppbyggingu. Lesa meira

Kynningarfundur um þróunarsjóð EFTA þann 29. apríl nk. - 31.3.2004

Þann 29. apríl nk. stendur utanríkisráðuneytið fyrir kynningarfundi þar sem kynntir verða möguleikar íslenskra fyrirtækja til þátttöku í verkefnum sem styrkt eru af þróunarsjóði EFTA. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 30.3.2004

Stækkun EES komin í örugga höfn.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 30.3.2004

Afhending trúnaðarbréfs í Panama
Guðmundur Eiríksson, sendiherra, afhenti 30. mars 2004, frú Mireya Elisa Moscoso Rodríguez, forseta Panama, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Panama. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 25.3.2004

Upptaka reglna um afnám mismunar snýst um gildissvið EES-samningsins.

Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 25.3.2004

Búist við fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands.

Lesa meira

Ráðherra ræðir íslenska útrás í Lundúnum - 19.3.2004

Frá hádegisverðarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, var heiðursgestur á hádegisverðarfundi á vegum Bresk-íslenska verslunarráðsins í London 18 mars sl. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 19.3.2004

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhenti í dag Islam Karimov, forseta Úsbekistan, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Úsbekistan. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 18.3.2004

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti 16. mars 2004, dr. Bakili Muluzi, forseta Lýðveldisins Malaví, trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 18.3.2004

Undirritun stjórnmálasambands við Afganistan
Stofnað hefur verið til stjórnmálasambands við Afganistan og Paragvæ. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs - 17.3.2004

Helgi Ágústsson sendiherra afhenti hinn 9. mars 2004, hr. Ricardo Lagos Escobar, forseta Chile, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Chile.

Lesa meira

Ráðstefna um alþjóðlega baráttu gegn mansali - 17.3.2004

ÖSE - Barátta gegn mansali

Utanríkisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um alþjóðlega baráttu gegn mansali, í samvinnu við dóms- og kirkjumálaráðuneytið, föstudaginn 19. mars nk. Lesa meira

Kosningaeftirlit við forsetakosningar í Rússlandi - 17.3.2004

Forsetakosningar fóru fram í Rússlandi s.l. sunnudag þ. 14. mars og í gærkvöldi komu til landsins þrír kosningaeftirlitsmenn sem utanríkisráðuneytið sendi til eftirlits með þeim. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 16.3.2004

Innflutningur á eldislaxi undir smásjá Evrópusambandsins ~ Nýr þróunarsjóður EFTA.

Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands - 15.3.2004

Samkomulag um stofnun stjórnmálasambands Íslands og Líbíu handsalað
Í dag var undirritað í New York samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Líbíu. Lesa meira

Stiklur, vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins - 12.3.2004

Samningaviðræðum um fríverslun við Líbanon lauk í dag.

Lesa meira