Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Undirritun samnings um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum - 19.12.2003

Undirritun MLA samnings í Brussel
Í dag var undirritaður samningur Íslands og Noregs annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar um beitingu tiltekinna ákvæða samnings frá 29. maí 2000 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambandsins og bókunar við hann frá 2001. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Írland - 17.12.2003

Í dag var undirritaður í Dublin samningur milli Íslands og Írlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Lesa meira

Stefán Haukur Jóhannesson skipaður formaður vinnuhóps vegna aðildar Rússa í WTO - 16.12.2003

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, var á fundi aðalráðs stofnunarinnar í dag skipaður formaður vinnuhóps vegna aðildar Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Lesa meira

Ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Genf í Sviss - 16.12.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Genf í Sviss sem haldinn var dagana 15. - 16. desember. Lesa meira

Hannes Hafstein útnefndur forseti Eftirlitsstofnunar EFTA - 16.12.2003

Ríkisstjórnir EFTA ríkjanna hafa útnefnt Hannes Hafstein úr hópi þriggja manna stjórnarnefndar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til að vera forseti stofnunarinnar næstu tvö ár. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Máritíus - 16.12.2003

Undirritað hefur verið samkomulag um stjórnmálasamband milli Íslands og Máritíus. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Ekvador - 16.12.2003

Undirritað hefur verið samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Ekvador. Lesa meira

Tilkynning um dómsuppkvaðningu vegna flugvallargjalds - 12.12.2003

FTA dómstóllin kvað í dag upp dóm í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Lesa meira

Tilkynning um dómsuppkvaðningu vegna flugvallargjalds - 12.12.2003

EFTA dómstóllin kvað í dag upp dóm í máli sem Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Lesa meira

Íslenskir sprengjufræðingar til Írak - 12.12.2003

Utanríkisráðunneytið hefur gert um það samkomulag við Dani að Íslenska friðargæslan leggi til tvo sprengjusérfræðinga til starfa í Írak. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Möltu - 12.12.2003

Afhending trúnaðarbréfs á Möltu
Sverrir Haukur Gunnalugsson afhenti í gær trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Möltu. Lesa meira

Ræða fastafulltrúa í tilefni af 55. ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna - 11.12.2003

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson sendiherra, hélt í gær ræðu í allsherjarþinginu í tilefni af 55 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar. Lesa meira

Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi - 9.12.2003

Skýrsla um íslenskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi. Lesa meira

Stofnun stjórnmálasambands við Austur-Tímor - 5.12.2003

Þann 4. desember 2003 undirrituðu Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og José Luis Guterres, fastafulltrúi Austur-Tímor hjá Sameinuðu þjóðunum, samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Austur-Tímor. Lesa meira

Þingkosningar í Rússlandi 7 desember 2003 - 5.12.2003

Utanríkisráðuneytið sendir þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem hefur eftirlit með kosningunum. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel - 4.12.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sat utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag. Þar var m.a. fjallað um árangur af aðlögun bandalagsins að nýjum ógnum og fagnað þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Lesa meira

28. alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf 2.-6. desember 2003 - 3.12.2003

Frá 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf
Nú stendur yfir 28. alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, sem haldin er á fjögurra ára fresti. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins Gunnar Snorri Gunnarsson var fulltrúi íslenskra stjórnvalda á ráðstefnunni og flutti ávarp í almennri umræðu. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur ÖSE í Maastricht 1.-2. desember 2003 - 2.12.2003

Meginsamþykktir fundarins voru ný áætlun stofnunarinnar um viðbrögð við nýjum ógnum í öryggisumhverfi aðildarríkjanna auk ákvörðunar um eflingu baráttu ÖSE gegn mansali. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra með ráðamönnum í Íran - 2.12.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Mohammad Khatami, forseta Írans, í Teheran. Lesa meira

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Íran - 1.12.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í Teheran með utanríkisráðherra Íran. Á morgun, þriðjudag 2. desember, heldur opinber heimsókn utanríkisráðherra áfram, þar sem hann mun eiga fundi með forseta og sjávarútvegsráðherra Íran. Lesa meira

Eiður Guðnason afhendir trúnaðarbréf - 28.11.2003

Eiður Guðnason afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Ástralíu. Lesa meira

Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn flytur í nýtt húsnæði - 25.11.2003

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn flytur starfsemi sína í nýuppgert pakkhús á Norðubryggju og opnar þar formlega þann 27. nóvember nk. Lesa meira

Málefni hafsins og Sameinuðu þjóðirnar - 24.11.2003

Ræða Gunnars Pálssonar sendiherra um málefni hafsins og hafréttarmál á allsherjarþingi S.þ. Lesa meira

Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl - 20.11.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, bréf þar sem hann lýsir hryggð vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl í dag. Lesa meira

Norðurslóðir og umheimurinn - 18.11.2003

Ræða Gunnars Pálssonar um hagsmuni Norðurslóða og umheimsins sem flutt var í Greenwich Forum í London 18. nóvember 2003. Lesa meira

Hafsvæði norðurslóða og Jóhannesarborgarferlið - 12.11.2003

Ræða Gunnars Pálssonar, sendiherra, á ráðstefnu UNESCO í París 12. nóvember 2003. Lesa meira

Stækkunarsamningur EES undirritaður í Vaduz í dag - 11.11.2003

Samningurinn um stækkun EES var undirritaður í dag, 11. nóvember, kl. 12 að íslenskum tíma, í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein. Lesa meira

Undirritun stækkunarsamnings EES í Vaduz - 7.11.2003

Undirritun stækkunarsamnings EES fer fram í Vaduz 11. nóvember.
Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Alþýðulýðveldinu Kóreu - 6.11.2003

Eiður Guðnason afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Alþýðulýðveldinu Kóreu.
Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Rúmeníu - 6.11.2003

Þorsteinn Pálsson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Rúmeníu.
Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kasakstan - 5.11.2003

Benedikt Jónsson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kasakstan. Lesa meira

Áherslur Íslands undanfarið á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 4.11.2003

Fastafulltrúi og varafastafulltrúi Íslands héldu í október ræður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um skil menningarverðmæta, stöðu kvenna og barna og um fjárlagagerð Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Stækkun Evrópska efnahagssvæðisins - 2.11.2003

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs sátu í dag fund í Prag með utanríkisráðherrum Tékklands og Slóvakíu og ræddu undirritun EES samningsins. Lesa meira

Kosningaeftirlit í Georgíu - 31.10.2003

Þingkosningar fara fram í Georgíu sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi og mun utanríkisráðuneytið senda þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Lesa meira

Hugsanleg þátttaka Íslendinga í rekstri Kabúl flugvallar árið 2004 - 31.10.2003

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bjóða Atlantshafsbandalaginu að senda tíu manna hóp íslenskra sérfræðinga til að taka að sér leiðandi samræmingarhlutverk á flugvellinum í Kabúl í Afganistan frá og með næsta vori. Lesa meira

Þing Norðurlandaráðs og fundur utanríkisráðherra Norðurlanda - 29.10.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í tengslum við 55. þing Norðurlandaráðs sem fer nú fram í Osló. Lesa meira

Fundur embættisnefndar Norðurskautsráðsins - 22.10.2003

Dagana 23. og 24. október 2003, verður haldinn, í Eldborg á Svartsengi, annar fundur embættisnefndar Norðurskautsráðsins undir formennsku Íslands í ráðinu. Lesa meira

Óformlegur samráðsfundur utanríkisráðherra Norðurlanda og nokkurra Afríkuríkja í Mósambík - 21.10.2003

Helsta umfjöllunarefni fundarins var staða Afríkusambandsins og framkvæmd svonefnds endurnýjaðs samstarfs um þróun Afríku (NEPAD) og framtíðarhorfur í því sambandi. Lesa meira

Alþjóðaráðstefna á vegum Norðurskautsráðsins um málefni hafsins - 20.10.2003

Mörkun allsherjarstefnu um málefni hafsins á norðurslóðum. Lesa meira

Ræður fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum - 17.10.2003

Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt í vikunni ræður á Allsherjarþinginu um málefni öryggisráðsins, réttindi kvenna og um endurnýjanlega orku. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingatækni á norðurslóðum. - 17.10.2003

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um upplýsingatækni á norðurslóðum dagana 20. og 21. október 2003, á Akureyri. Lesa meira

Fundir Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra í Úganda - 16.10.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með James Wapakhabulo, utanríkisráðherra Úganda, í höfuðborginni Kampala. Ennfremur átti utanríkisráðherra fund með Gerald Ssendawula, fjármálaráðherra Úganda. Lesa meira

Íslendingar við kosningaeftirlit í Aserbaídsjan - 16.10.2003

Forsetakosningar fara fram í Aserbaídsjan í dag 15. október og hefur utanríkisráðuneytið sent þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Lesa meira

Ráðstefna um stefnumótun í verndun á hafsvæðum norðurslóða - 15.10.2003

Alþjóðleg ráðstefna á vegum Norðurskautsráðsins um stefnumótun um verndun á hafsvæðum norðurslóða verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, dagana 20.-22. október n.k. Lesa meira

Ekki varð af formlegri undirritun vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins - 14.10.2003

Ekki varð af formlegri undirritun vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins eins og til stóð á fundi EES ráðsins í Lúxemborg í morgun. Lesa meira

Aðildarsamningur Evrópska efnahagssvæðisins vegna stækkunar þess undirritaður á morgun - 13.10.2003

Á morgun, 14. október 2003, mun Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirrita fyrir Íslands hönd, aðildarsamning Evrópska efnahagssvæðisins vegna stækkunar þess. Lesa meira

Ræða fastafulltrúa á allsherjarþingi S.þ. og í fyrstu nefnd allsherjarþingsins - 10.10.2003

Íslensk stjórnvöld styðja tillögu Kofi Annan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tilnefningu valinkunnra manna til að leggja fram hugmyndir um endurskipulag samtakanna. Lesa meira

Svar íslenskra stjórnvalda við orðsendingu Breta þar sem komið er á framfæri athugasemdum 23 ríkja við hvalveiðirannsóknir Íslendinga - 10.10.2003

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins kallaði í morgun á sinn fund John Culver, sendiherra Bretlands, og afhenti honum svar íslenskra stjórnvalda við athugasemdum við hvalveiðirannsóknir Íslendinga. Lesa meira

Fundur Halldórs Ásgrímssonar með Franco Frattini utanríkisráðherra Ítalíu - 9.10.2003

Halldór Ásgrímsson átti í dag fund með Franco Frattini utanríkisráðherra Ítalíu en fundurinn er haldinn í tilefni þess að Ítalía fer með formennsku í Evrópusambandinu. Lesa meira

Samningafundir um norsk-íslenska síld 2004 - 8.10.2003

Sendinefndir Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins komu saman í Reykjavík í dag til samráðs um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2004 Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með varnarmálaráðherra Rússlands. - 5.10.2003

Sergei B. Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, ásamt fylgdarliði embættismanna og fulltrúum fjölmiðla, átti í dag viðdvöl á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Lesa meira

60 ára stjórnmálasamband Íslands og Rússlands - 3.10.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Igor Ivanov utanríkisráðherra Rússlands, skiptust í dag á bréfum, þar sem þess er minnst að 60 ár eru liðin frá stofnun stjórnmálasambands þáverandi Sovétríkja og Íslands. Lesa meira

Ráðherrafundur Barentsráðsins í Umeå Svíþjóð 2.-3. október 2003 - 3.10.2003

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, sat fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Ræðismannaráðstefna í Washington 2. - 4. október 2003 - 2.10.2003

Dagana 2. - 4. október nk. fer fram ræðismannaráðstefna í Washington D.C. sem skipulögð er af sendiráði Íslands í Bandaríkjunum og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York. Lesa meira

Utanríkisráðherra opnar nýtt fraktflughlað á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 2. október - 2.10.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun í dag formlega opna nýtt 19 þúsund fermetra fraktflughlað á Keflavíkurflugvelli. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Malasíu - 1.10.2003

Ólafur Egilsson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malasíu Lesa meira

Fundur Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Kofi Annan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - 30.9.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Kofi Annan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um umbætur og endurskipulagningu á stofnunum samtakanna. Lesa meira

Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - 29.9.2003

Í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York tilkynnti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2010. Lesa meira

Utanríkisráðherra opnar kynningu á íslenskum afurðum í New York - 26.9.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag kynningu á íslenskum afurðum á stærsta matsölustað í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Lesa meira

Ársfundur Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vínarborg - 26.9.2003

Þórður Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vínarborg undirritaði á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var dagana 15.-19. september s.l., sérstaka viðbótarbókun við heildarsamning stofnunarinnar um öryggisráðstafanir. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - 25.9.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra sat í gær, miðvikudaginn 24. september, óformlegan fund utanríkisráðherra Norðurlandanna. Lesa meira

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York - 24.9.2003

Utanríkisráðherra undirritar valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Noregi - 24.9.2003

Stefán Skjaldarson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra Íslands í Peking - 24.9.2003

Eiður Guðnason sendiherra í Peking sem jafnframt annast samskipti Íslands við Ástralíu, Nýja Sjáland, Mongólíu, Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og Víetnam, verður til viðtals í Útflutningsráði, Borgartúni 35 þriðjudaginn 30. september nk. kl. 9:30 til 12:00. Lesa meira

Stjórnmálasamband við Dóminíska lýðveldið - 23.9.2003

Undirritað hefur verið samkomulag um stjórnmálasamband milli Íslands og Dóminíska lýðveldisins Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Singapúr - 23.9.2003

Ólafur Egilsson sendiherra afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Singapúr Lesa meira

Sameiginleg ræða Norðurlandanna á ársfundi Alþjóðabankans í Dubai - 23.9.2003

Geir H. Haarde fjármálaráðherra flutti í dag sameiginlega ræðu Norðurlandanna á ársfundi Alþjóðabankans sem haldinn er í Dubai. Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins - 22.9.2003

Á fundi fastafulltrúa Atlantshafsbandalagsins í dag var samþykkt að skipa núverandi utanríkisráðherra Hollands, Jaap de Hoop Scheffer í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins frá og með 1. janúar 2004. Lesa meira

Stofnun starfshóps um opnun norð-austur íshafsleiðarinnar fyrir Norðurheimskautið - 19.9.2003

Utanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp til að fjalla um opnun norð-austur siglingaleiðarinnar fyrir Norðurheimsskautið og mikilvægi hennar fyrir Ísland. Lesa meira

Hjálmar W. Hannesson afhendir trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum - 19.9.2003

Hjálmar W. Hannesson sendiherra afhenti í vikunni trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Lesa meira

Stjórnmálasamband við Sameinuðu Arabísku Furstadæmin - 19.9.2003

Undirritað hefur verið samkomulag um stjórnmálasamband milli Íslands og Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kanada - 17.9.2003

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada Lesa meira

Lokið er fimmtu ráðherrastefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Kankún - 15.9.2003

Fimmtu ráðherrastefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Kankún í Mexíkó er lokið. Meginviðfangsefni ráðherrastefnunnar var að samþykkja ramma fyrir samningamenn aðildarríkjanna. Lesa meira

Ræða Halldórs Ásgrímssonar á fimmtu ráðherrastefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) - 11.9.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, tók í dag til máls á aðalfundi fimmtu ráðherrastefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Lesa meira

Utanríkisráðherra lýsir harmi vegna morðsins á utanríkisráðherra Svíþjóðar - 11.9.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsir harmi vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og vottar fjölskyldu hennar og sænsku þjóðinni samúð. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 10.9.2003

Ólafur Egilsson sendiherra sem annast samskipti Íslands við Indónesíu, Kambódíu, Malasíu, Singapúr og Tæland undirbýr nú ferð til þessara landa. Hann verður til viðtals þriðjudaginn 16. september nk. kl. 9:30 til 12:00 í húsakynnum Útflutningsráðs að Borgartúni 35. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra í Útflutningsráði. Leiðrétting á áður auglýstum viðtalstímum Svavars Gestssonar - 4.9.2003

Í kjölfar nánara samstarfs Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR) og Útflutningsráðs fara viðtalstímar við sendiherra Íslands framvegis fram í húsakynnum Útflutningsráðs. Lesa meira

Fundur varnarmálaráðherra Norðurlandanna 2. -3. september 2003 - 2.9.2003

Fundur varnarmálaráðherra Norðurlanda verður haldinn í Reykjavík dagana 2.- 3. september og verður það í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn á Íslandi. Lesa meira

Erindi utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi Sagnfræðingafélags Íslands - 2.9.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti erindi á hádegisverðarfundi Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu í dag. Erindi utanríkisráðherra fjallaði einkum um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina í helgistaðnum Najaf í Írak - 1.9.2003

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina sem gerð var sl. föstudag í helgistaðnum Najaf í Írak og vottar aðstandendum hinna látnu samúð sína. Lesa meira

Viðtalstími sendiherra Íslands í Stokkhólmi - 1.9.2003

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Ríga 29. ágúst 2003 - 29.8.2003

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda var meðal annars rætt um þróun og stækkun Evrópusambandsins og framtíðarsamstarf á Evrópska efnahagssvæðinu. Lesa meira

Björn Ingi Hrafnsson nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 29.8.2003

Björn Ingi Hrafnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og tekur hann til starfa 1. september nk. Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar S.þ. í Baghdad - 22.8.2003

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á höfuðstöðvar S.þ. í Baghdad sem varð mörgum starfsmönnum samtakanna að bana, þ.á m. Sergio Vieira de Mello, mannréttindafulltrúa S.þ. Lesa meira

Sendiherrastefna í Reykjavík 25. - 26. ágúst 2003 - 22.8.2003

Sendiherrar Íslands erlendis koma saman til fundar í utanríkisráðuneytinu þ. 25. - 26. ágúst. Tilgangurinn er að ræða helstu pólitísku áherslumálin á Íslandi, samræma starfið og skiptast á upplýsingum um störf og starfshætti sendiráðanna. Lesa meira

Kafbátaleitaræfing varnarliðsins hefst á morgun - 13.8.2003

Árleg kafbátaleitaræfing varnarliðsins fer fram á hafsvæði suður af landinu dagana 14. til 22 ágúst. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Srí Lanka - 8.8.2003

Svavar Gestsson sendiherra afhenti í dag forseta Srí Lanka trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands. Lesa meira

Breytingar á skipan sendiherra - 30.7.2003

Breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni Lesa meira

Kveðjuheimsókn framkvæmdarstjóra Atlantshafsbandalagsins til Íslands - 23.7.2003

Framkvæmdarstjóri Atlantshafsbandalagsins, George Robertson lávarður, kemur í kveðjuheimsókn til Íslands mánudaginn 28. júlí n.k.en gert er ráð fyrir að hann láti af störfum í árslok. Lesa meira

Sprengjuleit á Vogaheiði - 3.7.2003

Eins og fram kom í fréttum fann barn virka sprengju úr sprengjuvörpu á Vogaheiði þ. 12. apríl. Landhelgisgæslan hefur í samráði við varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins rannsakað svæðið. Lesa meira

Áritun samnings um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins - 3.7.2003

Í dag árituðu fulltrúar EES/EFTA-ríkjanna samning um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, ásamt fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fulltrúum frá nýju aðildarríkjunum tíu. Lesa meira

Samkomulag um veiðar á norsk-íslensku síldinni fyrir árið 2003 - 26.6.2003

Formenn samninganefnda Noregs og Íslands undirrituðu í dag skriflegt samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir árið 2003. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA í Kristiansand - 26.6.2003

Utanríkisráðherra sat í dag ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Kristiansand í Noregi. Eftir fundinn undirrituðu ráðherrarnir samning við Chile um fríverslun. Lesa meira

Samkomulag Íslendinga og Norðmanna um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003 - 26.6.2003

Samkomulag hefur náðst um lausn á deilum Íslendinga og Norðmanna um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003. Lesa meira

Norður-Víkingur 2003 - 20.6.2003

Heræfingin Norður-Víkingur 2003 verður haldin hér á landi 22. - 25. júní n.k. í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Lesa meira

Viðræðufundur um framkvæmd varnarsamningsins frá 1951 - 19.6.2003

Viðræðufundur um framkvæmd tvíhliða varnarsamningsins frá 1951 verður haldinn í Reykjavík, mánudaginn 23. júní n.k. Lesa meira

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir drög að samningi um aðild 10 nýrra ríkja að EES - 12.6.2003

Í dag kynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins drög að samningi um aðild 10 nýrra ríkja að EES, fyrir aðildarríkjum ESB. Ætlunin er að hann taki gildi þann 1. maí 2004. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Mongólíu - 12.6.2003

Eiður Guðnason, sendiherra, afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Mongólíu. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Finnlandi - 11.6.2003

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins héldu í dag fund í Pori í Finnlandi en Finnar eru nú með formennsku í ráðinu. Lesa meira

Tilnefning í stjórn Alþjóðabankans - 3.6.2003

Utanríkisráðherra hefur tilnefnt Þorstein Ingólfsson, sendiherra, í stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans. Lesa meira

Breyting í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands - 3.6.2003

Utanríkisráðherra hefur skipað Björn Inga Hrafnsson formann stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Lesa meira

Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Madríd á Spáni - 3.6.2003

Framtíð Atlantshafsbandalagsins og aðlögun þess að nýjum kringumstæðum og ógnum sem að steðja. Lesa meira

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin lögð af stað til Alsír - 23.5.2003

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er lögð af stað til Alsír til aðstoðar við leitar- og björgunarstörf í kjölfar jarðskjálftanna á miðvikudag Lesa meira

Samningaviðræðum Íslands og Færeyja lokið - 23.5.2003

Samningaviðræðum Íslands og Færeyja er nú lokið með áritun af hálfu aðalsamningamanna íslenskra og færeyskra stjórnvalda. Samningurinn er efnislega séð víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert, en ekki er gert ráð fyrir neinum stofnunum eins og t.d. í EES-samningnum. Lesa meira

Utanríkisráðuneytið býður fram aðstoð vegna jarðskjálftans í Alsír - 22.5.2003

Í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir í Alsír í nótt bauð utanríkisráðuneytið, í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörg, alsírskum yfirvöldum aðstoð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Írlandi - 22.5.2003

Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhendir í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra á Írlandi. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur aðildarríkja Evrópuráðsins - 15.5.2003

Utanríkisráðherrafundur hinna 45 aðildarríkja Evrópuráðsins var haldinn í Strassborg dagana 14. og 15. maí 2003. Hörður H. Bjarnason, sendiherra, sat fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Framlag Íslands til eflingar á starfsemi ÖSE gegn mansali og kynlífsþrælkun - 9.5.2003

Íslensk stjórnvöld hafa í störfum sínum lagt áherslu á mannréttindamál, réttindi barna og baráttuna gegn mansali og voru þessar áherslur Íslands áréttaðar á ráðherrafundi ÖSE í Portó 6.-7. desember 2002. Lesa meira

Frammistöðumat ESB - 5.5.2003

Í dag var kynnt frammistöðumat (Internal Market Scoreboard) ESB, sem sýnir árangur ESB-ríkjanna við innleiðingu tilskipana í landsrétt sinn. Samhliða er gerð úttekt af Eftirlitsstofnun EFTA á innleiðingu Íslands, Noregs og Liechtenstein, sem birt er til samanburðar í frammistöðumatinu. Lesa meira

Ísland kosið í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna - 30.4.2003

Ísland var hinn 29. apríl 2003 kosið í nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um stöðu kvenna. Kosningar fóru fram á fundi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). Lesa meira

Ráðherrafundur Efnahags- og framfarastofnunarinnar - OECD - - 30.4.2003

Ráðherrafundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem haldinn var í París, lauk í dag. Lesa meira

Breyting á reglum um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna - 30.4.2003

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt um breytingu á reglum um vegabréfsáritanir fyrir Íslendinga. Lesa meira

Fundur Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 28.4.2003

Utanríkisráðherra átti í dag fund með rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem er staddur hér á landi vegna setningar og 25 ára afmælis Jarðhitaskólans. Lesa meira

Fimmtugasta og níunda þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna - 25.4.2003

Fimmtugasta og níunda þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna lýkur í dag. Í mannréttindaráðinu eiga sæti 53 ríki sem kosin eru til þriggja ára í senn. Lesa meira

Evrópuráðstefnan í Aþenu - 17.4.2003

Evrópuráðstefnan var haldin í dag í Aþenu í sjöunda skipti. Ísland tók þátt í ráðstefnunni í annað skipti. Lesa meira

Fundur EES-ráðsins - 16.4.2003

Í gær var haldinn í Luxemborg 19. ráðsfundur EES. Lesa meira

Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins - 14.4.2003

Þriðjudaginn 15. apríl opnar Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hugtakasafn sitt á vefslóðinni www.hugtakasafn.utn.stjr.is. Lesa meira

Breyting á kjörstað í Noregi - 10.4.2003

Breyttur kjörstaður í Stavangri í Noregi. Lesa meira

Ávarp utanríkisráðherra á fundi háttsettra embættismanna Norðurskautsráðsins - 9.4.2003

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og formaður Norðurskautsráðsins opnaði í dag fyrsta fund háttsettra embættismanna Norðurskautsráðsins í formennsku Íslands 2002-2004 Lesa meira

Hagsmunagæsla innan EES - Ráðstefna á vegum utanríkisráðuneytisins - 8.4.2003

Föstudaginn 11. apríl næstkomandi mun utanríkisráðuneytið standa fyrir ráðstefnu um betri og markvissari hagsmunagæslu (lobbýisma) innan Evrópska efnahagsvæðisins (EES). Lesa meira

Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um framlag til neyðaraðstoðar og uppbyggingar í Írak - 8.4.2003

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að veita allt að 300 millj. króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar og uppbyggingarstarfs í Írak. Lesa meira

Fyrsti fundur embættismannanefndar Norðurskautsráðsins í formennskutíð Íslendinga - 7.4.2003

Fundur embættismannanefndar Norðurskautsráðsins verður haldinn í Reykjavík 9. - 10. apríl en Ísland fer með formennsku í ráðinu árin 2002 - 2004. Lesa meira

Samráðsfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins - 3.4.2003

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag þar sem þeir ræddu hlutverk alþjóðasamfélagsins í mannúðar- og uppbyggingarstarfi að loknu stríðinu í Írak. Lesa meira

Sendiráðið í Moskvu til aðstoðar í viðskiptum við Rússland - 1.4.2003

Í tengslum við málþing um fjárfestingar og viðskiptatækifæri í Rússlandi, vill VUR gefa þeim sem þess óska kost á að ræða sín hagsmunamál við fulltrúa utanríkisþjónustunnar í sendiráðinu í Moskvu. Lesa meira

Undirritun loftferðasamnings á milli Íslands og Kína - 1.4.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Yang Yuanyuan, flugmálaráðherra Kína, undirrita á morgun loftferðasamning á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína. Lesa meira

Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl 2003 - 31.3.2003

Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 4. apríl nk. um nýja stjórnunarhætti hjá ESB og áhrif þeirra á sveitarstjórnarstigið. Lesa meira

Þórður Ægir Óskarsson formaður starfshóps ÖSE sem vinnur að vörnum gegn hryðjuverkum - 31.3.2003

Þórður Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín, hefur tekið við formennsku í nýjum vinnuhópi ÖSE sem fjallar um hryðjuverkavarnir. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Danmörku - 25.3.2003

Þorsteinn Pálsson, sendiherra, afhendir Margréti II Danadrottningu trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Samningaviðræðum EFTA-ríkjanna og Chile um fríverslun lokið - 24.3.2003

Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Chile áritaður í Genf. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis - 21.3.2003

Eftirfarandi kjörstaðir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis hafa bæst við listann sem sendur var með fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins nr. 22. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Mósambík - 19.3.2003

Dr. Leonardo Santos Simao, utanríkisráðherra Mósambík, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Íslenskir ríkisborgarar í Miðausturlöndum - 18.3.2003

Frekari upplýsingar til íslenskra ríkisborgara í Miðausturlöndum. Lesa meira

Leiðbeiningar til ferðamanna vegna óvissu á tilteknum svæðum Miðausturlanda - 14.3.2003

Í kjölfar þess óvissuástands sem skapast hefur á tilteknum svæðum í Miðausturlöndum ræður utanríkisráðuneytið fólki frá ferðum til Írak, Kúveit, Gaza-svæðisins og Vesturbakkans eins og sakir standa. Lesa meira

Alþingiskosningar 2003 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla - 13.3.2003

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 10. maí 2003 hefst 15. mars nk. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Hollandi - 12.3.2003

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Hollandi. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Lettlandi - 11.3.2003

Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sitt í Lettlandi. Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur við stjórn Slatina flugvallar í Pristina - 28.2.2003

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, tekur við stjórn flugvallarins í Pristina fyrir hönd Íslensku friðargæslunnar, mánudaginn 3. mars næstkomandi. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Bretlandi - 27.2.2003

Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bretlandi. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Lúxemborg - 25.2.2003

Kjartan Jóhannsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf sitt í Lúxemborg. Lesa meira

Íslandsdagurinn 2003 - 20.2.2003

Sendiráð Íslands í Svíþjóð stendur fyrir átaki til kynningar á Íslandi þann 28. maí næstkomandi. Lesa meira

Íslenska friðargæslan tekur við rekstri flugvallarsins í Pristina - 20.2.2003

Þann þriðja mars næstkomandi tekur Íslenska friðargæslan við stjórn og rekstri alþjóðaflugvallarins í Pristina í Kosóvo. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Eistlandi - 20.2.2003

Jón Baldvin Hannibalsson afhenti 20. febrúar 2004 forseta Eistlands trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Handbók stjórnarráðsins um EES - 20.2.2003

Út er komin handbók stjórnarráðsins um EES. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Svíþjóðar - 17.2.2003

Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 19.-20. febrúar n.k. Lesa meira

Málamiðlunartillögu í landbúnaðarviðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar mótmælt - 14.2.2003

Utanríkis- og landbúnaðarráðuneyti tilkynna að málamiðlunartillögu í landbúnaðarviðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar verði mótmælt. Lesa meira

Trúnaðarbréf afhent á Grikklandi - 12.2.2003

Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhendir 12. febrúar 2003 trúnaðarbréf sitt á Grikklandi. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending á Jamaíka - 5.2.2003

Þorsteinn Ingólfsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Jamaíka. Lesa meira

Ísland heiðursþjóð í Washington-maraþoninu - 4.2.2003

Ákveðið hefur verið að Ísland verði heiðursþjóð í næsta Washington-maraþonhlaupi sem fram fer 23. mars nk. en í því felst m.a. að kastljósinu verður varpað að Íslandi í dagskrá hlaupsins og á heimasíðu þess. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Finnlandi - 3.2.2003

Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sitt í Finnlandi. Lesa meira

Fastafulltrúi Íslands skipaður varaformaður nefndar allsherjarþings S.þ. - 29.1.2003

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York skipaður varaformaður nefndar allsherjarþingsins um sanngjarna skipan og stækkun öryggisráðsins. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Bangladess - 27.1.2003

Þann 26. janúar sl. afhenti Svavar Gestsson trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bangladess. Lesa meira

Nýr sendiherra Íslands í Kína - 27.1.2003

Eiður Guðnason sendiherra afhenti þann 27. janúar, Jiang Zemin forseta Alþýðulýðveldisins Kína, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands. Lesa meira

Fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) - 17.1.2003

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, hefur verið skipaður fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Belgíu - 17.1.2003

Kjartan Jóhannsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Belgíu. Lesa meira

Vegabréfsáritanir vegna ferðalaga til Taílands - 3.1.2003

Taílensk stjórnvöld hafa tilkynnt að tekið hafi gildi nýjar reglur um vegabréfsáritanir sem fela það í sér að íslenskir ríkisborgarar þurfi vegabréfsáritun vegna ferðalaga til Taílands. Lesa meira