Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál.

Lesa meira

Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu

Lesa meira

Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs SÞ - 20.3.2017

Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.

Lesa meira

Ræða samvinnu innan EFTA og í öryggis- og varnarmálum - 20.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fundi með Monicu Mæland, utanríkisviðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, og fulltrúum utanríkis- og varnarmálanefndar og EFTA-EES-nefndar norska Stórþingsins.

Lesa meira

Fimmta viðræðufundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi lokið - 19.3.2017

Góður árangur náðist á fundinum og liggja nú fyrir drög að samningi, þar sem ekki skilur mikið á milli aðila. Voru ríkin ásátt um að ljúka samningaviðræðum síðar á þessu ári.

Lesa meira

Viðræður ríkja um veiðitakmarkanir og rannsóknasamstarf í Norður-Íshafi - 15.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt í morgun opnunarávarp á fundi níu ríkja og fulltrúa Evrópusambandsins um veiðitakmarkanir og rannsóknasamstarf í Norður-Íshafi, í Reykjavík. Þetta er fimmta lota samningaferilsins, en hún stendur yfir dagana 15.-18. mars

Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn útskrifar í nítjánda sinn - 13.3.2017

Í dag útskrifaðist 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám á Íslandi. Að þessu sinni útskrifuðust 22  nemar frá 16 löndum.

Lesa meira

Endurnýjun samstarfssamnings við UNICEF - 9.3.2017

Guðlaugur Þór og Bergsteinn Jónsson

„Landsnefndirnar hafa verið öflugir og góðir samherjar við upplýsingagjöf á starfi Sameinuðu þjóðanna og því mikilvæga fjáröflunarstarfi sem fram fer innanlands á málasviðum þeirra eins og þorri almennings hefur tekið eftir, nú síðast með árangursríkri herferð UNICEF í þágu barna í austurhluta Nígeríu og Suður-Súdan. Danshátíð UN Women, Milljarður rís, gegn ofbeldi í garð kvenna er öllum líka í fersku minni,“ segir Guðlaugur Þór.

Lesa meira

Barátta fyrir jafnrétti kynjanna hornsteinn í utanríkisstefnunni - 8.3.2017

Barbershop merkið

„Jafnrétti kynjanna hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu enda þykir sýnt að valdefling kvenna og jafnrétti kynjanna eru undirstaða sjálfbærrar þróunar og þátttaka kvenna í friðarferlum stuðlar að langvarandi friði. Jafnrétti er einnig eitt af meginþemum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lykilforsenda fyrir því að þau náist því án þátttöku kvenna verður ómögulegt að útrýma fátækt og hungri og heilbrigði sjávar og lands verður telft í tvísýnu,“ segir utanríkisráðherra. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra bregst við neyðinni í Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu - 8.3.2017

Frá flóttamannasamfélagi í Úganda

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. 

Lesa meira

Guðlaugur Þór ávarpar öryggisráðstefnu Atlantshafsbandalagsins - 8.3.2017

Guðlaugur Þór og Gottemoeller

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gerði í morgun stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og öryggismál á norðanverðu Atlantshafi að umtalsefni í ávarpi á öryggismálaráðstefnu, sem haldin er á Grand Hotel í Reykjavík á vegum Atlantshafsbandalagsins. Einnig fjallaði ráðherra um aukin framlög Íslands til öryggis- og varnarmála, en ráðstefnuna sækja um 150 manns frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins og stofnunum þess. Meðal ræðumanna var Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór. 

 

Lesa meira

Eystrasaltsráðið 25 ára - 7.3.2017

Guðlaugur Þór opnar málþingið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flutti í gær opnunarávarp á málþingi í Hörpu um þróun alþjóðamála við Eystrasaltið, sem haldið var í tilefni af 25 ára afmæli Eystrasaltsráðsins. Í ræðu sinni minnti Guðlaugur Þór á mikilvægi þess að skiptast á skoðunum, sérstaklega á tímum óstöðugleika og óvissu, og ræddi sameiginleg gildi innan Eystrasaltsráðsins. Ísland gegnir formennsku í Eystrasaltsráðinu fram í júlí á þessu ári og er lögð sérstök áhersla á málefni barna, jafnrétti og lýðræði í formennskuáætlun Íslands.

Lesa meira

Óskað eftir styrkumsóknum frá borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna - 7.3.2017

Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2017.

Ákveðið hefur verið að veita allt að 100 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Við úthlutun verður sérstaklega litið til verkefna sem bregðast við neyð fólks á flótta undan átökum, sem og verkefna tengdum ástandinu í Sýrlandi.

Lesa meira

Ísland eykur verulega stuðning við aðgengi að öruggum fóstureyðingum - 3.3.2017

Logo UNFPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að þrefalda framlag ríkisstjórnar Íslands til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og styðja þannig meðal annars við aðgengi að öruggum fóstureyðingum sem er mikilvægt mannréttindamál og snýr ekki síst að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. 

Lesa meira

Mikilvægt að EFTA-ríkin vinni náið saman í tengslum við Brexit - 28.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með utanríkisráðherrum Sviss og Liechtenstein í Genf um Brexit.Þá ræddi hann við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna,utanríkisráðherra Palestínu og utanríkisráðherra Litháens. 

Lesa meira

Mannréttindi hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands - 27.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag, en þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Íslands sækir árlega ráðherraviku þess frá því að ráðið var sett á fót í núverandi mynd fyrir áratug.

Lesa meira

Samningur WTO um viðskiptaliprun tekur gildi - 23.2.2017

Fyrsti marghliða samningurinn sem samkomulag hefur náðst um frá stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar árið 1995.

Lesa meira

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn - 21.2.2017

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál.

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið stendur sterkt og sameinað - 16.2.2017

Í dag lauk tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO þar sem rætt var um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað, og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála.

Lesa meira

Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni - 16.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, um tvíhliða varnarsamstarf landanna og þróun öryggismála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi.

Lesa meira