Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Sendiskrifstofur Íslands hafa afl og getu til að opna dyr víða - 28.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði í dag ársfund Íslandsstofu og sagði í erindi sínu að íslenskt atvinnulíf hefði aldrei áður verið í eins mikilli kjörstöðu til að afla nýrra markaða og að aldrei áður hefðu Íslendingar séð viðlíka áhuga á landinu.

Lesa meira

Óskað eftir skapandi verkefnum fyrir ímynd Norðurlandanna - 28.4.2017

Nordic Traces lógó

Norræna ráðherranefndin kallar eftir hugmyndum að skapandi verkefnum sem geta stutt við  sameiginlega ímynd Norðurlandanna og vakið athygli umheimsins. Leitað er eftir verkefnum sem falla að stefnu um alþjóðlega mörkun Norðurlandanna og endurspegla norræn gildi líkt og traust, jöfnuð, mannréttindi og sköpunarkraft.   

Lesa meira

Bretar og Íslendingar samstíga í fríverslunarmálum - 19.4.2017

Guðlaugur Þór og Greg Hands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur í gær og í dag átt fundi í London með ráðherrum í ráðuneyti sem fer með úrsögn Breta úr ESB (DExEU), og breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu (DIT) þar sem sameiginleg úrlausnarefni vegna úrsagnar Breta úr ESB og framtíðarfyrirkomulag viðskipta landanna  voru til umræðu. 

Lesa meira

Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson - 18.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson og Boris Johnson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands i kjölfar útgöngunnar. „Þetta var afar jákvæður og gagnlegur fundur og mikill samhljómur ríkti,“ segir utanríkisráðherra. 

Lesa meira

Þýskaland eitt helsta samstarfsríki Íslendinga - 6.4.2017

©Auswaertiges Amt/Photothek

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Sigmar Gabriel utanríkisráðherra Þýskalands í Berlín, þar sem þeir ræddu tvíhliðamál og þau málefni sem hæst ber á alþjóðavettvangi. Í gærkvöldi var Guðlaugur Þór svo viðstaddur kynningu í sendiráðsbústað Íslands í Berlín á “Out of Controll” verkefni myndlistarmannsins Egils Sæbjörnssonar.

Lesa meira

Ítrekaði stuðning og framlög Íslands til fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi - 5.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti um að íslensk stjórnvöld myndu leggja 200 milljónir króna á ári til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og nágrannaríkjunum til 2020 til viðbótar við framlög til móttöku flóttamanna. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að standa vel að bæði móttöku flóttamanna og styðja neyðaraðstoð á vettvangi.

Lesa meira

Ráðherra á ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi - 4.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir fréttir um enn eina árás á óbreytta borgara, þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt, vera skelfilegan aðdraganda ráðstefnunnar.

Lesa meira

Málþing og umræður um utanríkisþjónustu til framtíðar - 3.4.2017

Utanríkisþjónusta til framtíðar, er yfirskrift málþings sem utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að á morgun, þriðjudaginn 4. apríl. Málþingið er hluti af vinnu sem nú stendur yfir í ráðuneytinu en hún miðar að heildstæðu mati á störfum og hagsmunagæslu utanríkisþjónustunnar.

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið hornsteinn í samvinnu Evrópu og Norður-Ameríku - 31.3.2017

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag um sameiginlegan varnarviðbúnað, aðgerðir til að stuðla að stöðugleika, aukin framlög til varnarmála og stöðuna í Úkraínu.

Lesa meira

Forseti og utanríkisráðherra funduðu með Pútín - 30.3.2017

Forseti Íslands, utanríkisráðherra og Rússlandsforseti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, áttu í dag fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Arkhangelsk, þar sem þeir taka þátt í ráðstefnu um málefni norðurslóða. Tvíhliða samskipti ríkjanna, viðskipti, og ýmis alþjóðamál voru rædd á fundinum, m.a. innflutningsbann Rússa á íslenskar vörur og norðurslóðamál. 

Lesa meira

Áhugi á auknu samstarfi í sjávarútvegi í Múrmansk - 30.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, funduðu í dag með héraðsstjóra Múrmansk, Marínu Kovtun, en þar eru mikil umsvif í sjávarútvegi. Ráðherra fylgdi með þessum fundi eftir Múrmanskferð fulltrúa tíu íslenskra fyrirtækja sem öll tengjast sjávarútvegi.

Lesa meira

Mikilvægt að viðhalda samtali - 30.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Danmerkur. Á fundi ráðherranna voru samskiptin við Rússland, samvinna á norðurslóðum, öryggismál og helstu álitamál á alþjóðavettvangi til umfjöllunar.

Lesa meira

Norðurslóðir ekki lengur á hjara veraldar - 29.3.2017

Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum og aukin alþjóðleg athygli á málefnum svæðisins voru meginefni ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt á ráðstefnu um samvinnu á norðurslóðum sem nú stendur yfir í Arkhangelsk. Þá fundaði ráðherra með Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs.

Lesa meira

Ráðherra til fundar við Pútín og Lavrov á norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk - 28.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk á morgun og mun í tengslum við hana eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, svo og Vladimír Pútín Rússlasndsforseta, ásamt forseta Íslands. 

Lesa meira

Tímabundið landamæraeftirlit til Ítalíu í maí - 28.3.2017

Utanríkisráðuneytið minnir alla þá, sem leið eiga til Ítalíu, á að hafa með sér vegabréf, sem eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Þessi áminning á raunar við öll ferðalög úr landi því ekki er hægt að tryggja að ferðalangar komist á milli landa nema með gild vegabréf.

Lesa meira

Iceland-málið kynnt á fundi í Alþjóðahugverkastofnuninni - 27.3.2017

Iceland-málið var í dag kynnt á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar í Genf um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir, en fundinn sóttu fulltrúar 87 ríkja.

Lesa meira

Fríverslun rædd á fundi utanríkisráðherra Íslands og Færeyja - 27.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti hádegisverðarfund með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja á föstudag, 24. mars, en fundurinn var haldinn í tengslum við komu færeyskrar viðskiptasendinefndar hingað til lands.

Lesa meira

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál.

Lesa meira

Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu

Lesa meira

Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs SÞ - 20.3.2017

Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.

Lesa meira