Hoppa yfir valmynd
9. desember 2009 Utanríkisráðuneytið

Böndum verði komið á sjóræningjaveiðar

Þrátt fyrir að mörg aðildarríki hafi lokað höfnum sínum fyrir skipum sem stunda sjóræningjaveiðar, er langt í land með að alþjóðasamfélagið hafi gripið til fullnægjandi aðgerða. Ísland hefur undirritað hafnríkjasamninginn sem samið var um á vettvangi FAO og hvetur öll aðildarríki til að gera slíkt hið sama. Ísland hefur einnig tekið virkan þátt í umræðum um notkun botnvörpu og vernd viðkvæmra vistkerfa hafsins og tekur undir ákvæði ályktunar allsherjarþingsins um þetta efni sem þingið afgreiddi að þessu sinni. Ennfremur fagnar Ísland því að reglubundna ferlið til að meta ástand heimshafanna skuli nú sett á laggirnar, en fyrsta áfanga ferlisins á að ljúka árið 2014. Þetta var meðal þess sem fram kom í ávarpi fastafulltrúa, Dr. Gunnars Pálssonar, í umræðum allsherjarþingsins um málefni hafsins og hafréttarmál hinn 4. desember sl.

Sjá ávarp á ensku (pdf skjal 61 Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum