Hoppa yfir valmynd
15. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Átaks þörf ef tryggja á velferð barna

Dauðsföllum barna í þróunarríkjunum hefur fækkað og fleiri börn sækja skóla en nokkru sinni. Betur má þó ef duga skal. Milljónir barna búa við fæðuskort og takmarkaðan aðgang að menntun og heilsugæslu, auk þess sem alvarleg brot á réttindum barna, þ.m.t. kynferðislegt ofbeldi, mansal, þrælkun og barnahermennska eiga sér stað um allan heim. Þetta var meðal þess sem fram komi í meðfylgjandi ávarpi sem fastafulltrúi Íslands, Dr. Gunnar Pálsson, flutti í umræðu þriðju nefndar allsherjarþingsins um réttindi barna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum