Hoppa yfir valmynd
15. september 2009 Utanríkisráðuneytið

Stórt skref í jafnréttismálum

Ályktunin, sem full samstaða ríkti um, mun gera framkvæmdastjóra SÞ kleift að hefja undirbúning að stofnun sérstakrar starfseiningar sem hafi yfirumsjón með jafnréttismálum og aðgerðum til að bæta stöðu kvenna í öllu starfi samtakanna. Norðurlöndin gera sér vonir um að staða sérstaks aðstoðarframkvæmdastjóra verði sett á laggirnar hið fyrsta, helst fyrir mitt ár 2010. Þau hvetja aðildarríki til að auka frjáls framlög sín til hinnar nýju starfseiningar til að gera henni kleift að inna verkefni sín af hendi næstu árin.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum