Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2009 Utanríkisráðuneytið

Stöðva ber kynferðislegt ofbeldi í hernaði gegn konum

Í ávarpinu kom m.a. fram að aukið eftirlit og reglubundin skýrslugerð um notkun kynferðislegs ofbeldis gegn konum og stúlkum í hernaði væri forsenda þess að unnt yrði að hrinda viðeigandi ályktun öryggisráðsins um konur, frið og öryggi (nr. 1820) í framkvæmd. Með því að hlúa betur að jafnrétti kynjanna og bættri stöðu kvenna í aðildarríkjum þar sem ofbeldisverk af þessu tagi ættu sér stað væri jafnframt dregið úr líkunum á að þau endurtækju sig.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum