Hoppa yfir valmynd
15. maí 2009 Utanríkisráðuneytið

Norðurlönd í forystu samstarfs um erfðaauðlindir

Dr. Gunnar Pálsson, fastafulltrúi, opnaði umræðurnar fyrir hönd Íslands, sem fer með formennsku í norræna samstarfinu í ár, og dró saman niðurstöður í lokin.

Meðal annarra þátttakenda voru Marjatta Rasi, ráðuneytisstjóri finnska utanríkisráðuneytisins, Cary Fowler, framkvæmdastjóri Global Crop Diversity Trust, og Alexander Müller, aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Fulltrúi suðurafrísku þróunarsamvinnusamtakanna (SADC), Paul Munyenyembe, tók einnig til máls og sagði frá samvinnu samtakanna við Norðurlöndin um notkun erfðaauðlinda til að auka matvælaframleiðslu með sjálfbærum hætti.

Í umræðunum kom fram að 30 ára reynsla af norrænu samstarfi við rannsóknir og notkun erfðaauðlinda gæti nýst enn frekar í baráttunni við fæðuskort og hátt matvælaverð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum