Hoppa yfir valmynd
12. mars 2013 Utanríkisráðuneytið

Ræða fastafulltrúa Íslands á fundi kvennanefndar S.þ. 

Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands

Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, hélt í gær erindi á árlegum fundi kvennanefndar S.þ. Yfirskrift fundarins í ár er "Ofbeldi gegn konum". Í ræðunni var lögð áhersla á framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga og hlutverk og ábyrgð karla og drengja. Upplýst var um heimildir í lögum til að vísa ofbeldismanni af heimili og setja hann í nálgunarbann. 


Loks var skýrt frá átakinu "Fáðu já" og hugmyndum um að finna leiðir til að takmarka aðgang að ofbeldisfullu og niðurlægjandi klámi á netinu. 

Ræða fastafulltrúa (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum