Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2009 Utanríkisráðuneytið

Í forystu í orku- og loftslagsmálum

Þó svo að ekki séu horfur á lagalega bindandi samkomulagi um skorður við losun gróðurhúsalofttegunda í Kaupmannahöfn, gæti ráðstefnan skilað umtalsverðum árangri. Samkomulag um aðgerðir í framhaldi af Kýótó-bókuninni, þarf þó að fylgjast að með markvissum aðgerðum aðildarríkja til að hverfa í áföngum frá notkun jarðefnaeldsneytis til endurnýjanlegra orkugjafa. Hér gætu Norðurlöndin haft forystuhlutverki að gegna. Þannig vinna íslensk stjórnvöld að undirbúningi yfirgripsmikillar orkustefnu sem miðar að því að öll orkunýting landsmanna byggi á hreinni orku. Tilraunir með rafmagnsbíla og bíla knúna með efnarafal, djúpboranir eftir jarðhita og bindingu kolvetnis í jarðlögum, eru allar til þess fallnar að umbreyta orkubúskap Íslendinga og stuðla að tæknilegum framförum í orkumálum utan sem innan landsteina. Þetta er meðal þess sem fram kom í meðfylgjandi ávarpi Dr. Gunnars Pálssonar, fastafulltrúa, í pallborðsumræðu fastafulltrúa Norðurlandanna í Scandinavia House í New York í gær.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum