Hoppa yfir valmynd
9. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Vígbúnaðarkapphlaupi þarf að snúa við

Ísland fagnar því að alþjóðasamfélagið virðist vera að brjóta sér leið úr kyrrstöðunni sem ríkt hefur á sviði kjarnorkuafvopnunar á undanförnum árum. Frekari niðurskurður langdrægra kjarnavopna er á döfinni og vonir bundnar við árangur af endurskoðunarráðstefnu samningsins um að dreifa ekki kjarnavopnum á næsta ári. Einnig lýsir Ísland stuðningi við frekari áform um skorður við smávopnum og vonast til þess að sem flest ríki gerist aðilar að Ottawa-samningnum um jarðsprengjur. Framlög til hermála á síðasta ári, sem námu 1,4 trilljón Bandaríkjadala í heiminum, benda hins vegar til þess að mikið starf sé óunnið áður en hægt verði að snúa vígbúnaðarkapphlaupinu við.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum