Hoppa yfir valmynd
1. september 2009 Utanríkisráðuneytið

Bæta þarf þekkingu á málefnum hafsins

Í ræðu sem varafastafulltrúi, Jón Erlingur Jónasson, flutti fyrir Íslands hönd á fundi vinnuhóps allsherjarþingsins í gær, kom fram að efla yrði bolmagn þróunarríkja til að inna af hendi vísindalegt mat á ástandi hafsins, en ganga jafnframt úr skugga um að aðildarríki, sem byggja afkomu sína á auðlindum hafsins, auk viðeigandi svæða- og alþjóðastofnana, gætu sjálf dregið ályktanir af vísindalegum rannsóknum og nýtt þær í þágu sjálfbærrar þróunar lifandi sjávarauðlinda. Ræðan fylgir (á ensku). Vinnuhópur sem gera á tillögur til allsherjarþingsins um reglubundið ferli til að fylgjast með og meta ástand hafsins kemur saman í New York dagana 31. ágúst til 4. september 2009.

Meðfylgjandi er opnunarræða Jóns Erlings Jónassonar (pdf skrá 127 Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum