Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2009 Utanríkisráðuneytið

Tímabært að verndarábyrgð komi til framkvæmda

Umræður um skýrslu framkvæmdastjóra S.þ. um verndarábyrgð ríkja og alþjóðasamfélagsins gagnvart óbreyttum ríkisborgurum sem eiga á hættu að verða fórnarlömb óhæfu- og grimmdarverka ("responsibility to protect") hafa farið fram í allsherjarþinginu undanfarna daga. Í ávarpi fastafulltúa, Dr. Gunnars Pálssonar, sem flutt var í dag, kemur fram að leggja beri áherslu á forvarnir gegn slíkum glæpum og að einungis skuli gripið til þvingunaraðgerða, hafi friðsamlegar aðgerðir ekki skilað tilætluðum árangri. Tekið er undir það sjónarmið að allsherjarþingið móti leiðbeinandi reglur um verndarábyrgð ríkja og alþjóðasamfélagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum