Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2009 Utanríkisráðuneytið

Óformlegur utanríkisráðherrafundur ÖSE ræðir fyrirkomulag öryggismála í Evrópu

Oformlegur_utanrikisradherrafundur_OSE
Oformlegur_utanrikisradherrafundur_OSE

Mynd frá óformlegum utanríkisráðherrafundi ÖSE á KorfuGréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins, flutti þann 28. júní sl. ávarp, í fjarveru utanríkisráðherra, á óformlegum utanríkisráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á Korfu. Um var að ræða fyrsta slíkan fund en tilefnið var að ræða fyrirkomulag öryggismála í álfunni og hvernig væri hægt að efla það.

Í ávarpinu var lögð áhersla á að ljóst væri hverjar væru skuldbindingar aðildarríkjanna á alþjóðavettvangi. Huga þyrfti betur að framkvæmd þessara skuldbindinga og leggja áherslu á samstarf á þeim sviðum þar sem aðildarríkin ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem samstarf væri til þess fallið að stuðla að auknum stöðugleika og öryggi í Evrópu. Eðlilegt væri að umræða um þessi mál héldi áfram á vettvangi ÖSE.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum