Hoppa yfir valmynd
23. júní 2009 Utanríkisráðuneytið

Ísland hvetur til raunhæfra aðgerða gegn sjóræningjaveiðum á úthafinu

Í ræðu fastafulltrúa, Dr. Gunnars Pálssonar, var fjallað um jákvætt framlag óformlega vettvangsins um málefni hafsins (UNICPOLOS) til samstarfsins innan Sameinuðu þjóðanna og lýst stuðningi við það sjónarmið að störfum hans yrði haldið áfram. Talið var brýnt að vettvangurinn beindi kastljósi frekar að ólöglegum fiskveiðum á úthafinu, sem væru alvarleg ógn við sjálfbærar fiskveiðar og viðkvæm vistkerfi sjávar. Jafnframt var bent á að aðildarríki Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) hefði verið í forystu ríkja í baráttunni gegn slíkum sjóræningjaveiðum í heiminum.

Ræða Dr. Gunnars Pálssonar, fastafulltrúa, á ensku (PDF-skjal 175 Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum