Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis fer fram hjá sendiráðum Íslands, fastanefndum Íslands hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur einnig ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis.

Að jafnaði hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla 8 vikum fyrir kosningar og auglýsir utanríkisráðuneytið hvar og hvenær atkvæðagreiðsla hefst hverju sinni.

Sjá nánar XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, VIII. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998og lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.