Ferðamenn til Íslands

Upplýsingar fyrir ferðamenn til Íslands

  • Vegabréf

Almennt þurfa erlendir ferðamenn vegabréf til Íslands. Frá þeirri reglu gilda þó undantekningar.

  • Vegabréfsáritanir

Almennt þurfa ferðamenn landgönguleyfi (vegabréfsáritun, "vísa") áður en þeir koma til Íslands. Margar undantekningar gilda frá meginreglunni. Þurfi ferðamaður vegabréfsáritun til Íslands getur hann sótt um hana sem hér segir.

  • Atvinnuleyfi

Almennt þurfa erlendir ríkisborgarar sem ætla að starfa á Íslandi atvinnuleyfi áður en þeir koma til landsins. Þetta gildir þó ekki um ríkisborgara EES-landanna. Útlendingastofnun veitir nánari upplýsingar (sími 510-5400).