Fríverslunarviðræður við Kína

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína

Undirritun fríverslunarsamnings Íslands og KínaÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu hinn 15. apríl í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína. Gildistaka samningsins er háð samþykkt Alþingis.
Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er að hann kveður á um niðurfellingu tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands og ryður þar með úr vegi hindrunum í útflutningi til þess mikilvæga og vaxandi markaðar. Hér er að finna nánari upplýsingar um samninginn, tilurð hans og meginefni þar á meðal spurningar og svör.