Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2015 Utanríkisráðuneytið

Varnarmálaráðherra Tékklands og yfirmaður flugsveita Bandaríkjahers í heimsókn

Martin Stropnicky og Birgir Ármansson
Martin Stropnicky og Birgir Ármansson

Varnarmálaráðherra Tékklands, Martin Stropnicky, er í heimsókn hér á landi í tilefni af því að tékkneski flugherinn annast loftrýmisgæslu á Íslandi nú um stundir. Ráðherrann heimsótti flugsveitina á Keflavíkurflugvelli í gær og átti ennfremur fundi með embættismönnum utanríkisráðuneytisins og formanni utanríkismálanefndar Alþingis, Birgi Ármannssyni. Þetta er í annað skipti sem Tékkar taka þátt í loftrýmisgæslu hér á landi undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann heldur af landi brott síðar í dag.

Yfirmaður flugsveita bandaríkjahers í Evrópu og Atlantshafsbandalagsins, Frank Gorenc, er sömuleiðis staddur hér á landi og átti í gær fundi með embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands, Í morgun kynnti hershöfðinginn sér varnartengda starfsemi á Keflavíkurflugvelli og heimsótti tékknesku flugsveitina. Hershöfðinginn heldur sömuleiðis af landi brott síðar í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum