Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2015 Utanríkisráðuneytið

Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna framlengdur

Utanríkisráðuneytið er að leggja lokahönd á mótun nýrra verklagsreglna um samstarf við borgarasamtök. Þær verða birtar á næstu dögum.

Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna hefur því verið framlengdur til miðnættis 25. ágúst 2015.

Umsóknarfrestur vegna mannúðarverkefna er til 15. september 2015.

Tilgangur verklagsreglnanna er að gera grein fyrir faglegum og stjórnunarlegum skilyrðum sem borgarasamtök þurfa að uppfylla þegar þau sækja um slíka styrki til ráðuneytisins og þeim vinnureglum sem fylgt verður við afgreiðslu þeirra. Leiðbeiningarnar sæta endurskoðun í takt við breyttar áherslur. 

Mismunandi verklagsreglur verða gefnar út vegna þróunarverkefna, mannúðaraðstoðar, og fræðslu- og kynningarverkefna.

Reglurnar fjalla meðal annars um ábyrgð, skyldur og eftirlit. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki. Horft er til gæða og árangurs verkefna. Litið er á skilvirkni og kröfur gerðar um vönduð og fagleg vinnubrögð, sem eru lykilatriði við ákvarðanatöku um framlög. Verklagsreglurnar byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og stefnumiðum ráðuneytisins í samstarfi við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019. 

Ef frekari upplýsinga er þörf, skal hafa samband við ráðuneytið:  [email protected] 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum