Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2014 Utanríkisráðuneytið

Opið hús í utanríkisráðuneytinu 23. ágúst

Logo opið hús

„Við erum dipló" er yfirskrift opins húss í utanríkisráðuneytinu í tengslum við dagskrá Menningarnætur, 23. ágúst næstkomandi. Ráðuneytið opnar húsið upp á gátt milli kl. 14.00 og 17.00 og kynnir starfið í máli og myndum.

Diplómatían hefur áhrif á alla Íslendinga, hvern einasta dag, allan ársins hring. Árið um kring gætir utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur þess og þéttriðið net ræðismanna hagsmuna Íslendinga. Ráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins taka vel á móti gestum, kynna hið fjölbreytta starf og svara spurningum. Dagskráin samanstendur af fræðslusýningum, örfyrirlestrum og á vefsíðu ráðuneytisins verður bein útsending frá Berlín og Kíev. Í garðinum óma Bartónar, DJ Yamaho, Nordic Playlist og djass. Þá verður efnt til matarkynningar í samstarfi við MATÍS og fyrir börnin er kynning á Biophilia verkefninu og föndur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum