Hoppa yfir valmynd
16. júní 2014 Utanríkisráðuneytið

Áfangaskýrsla um þróunarsamvinnu

Áfangaskýrsla um skipulag og framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands, sem Þórir Guðmundsson hefur unnið að beiðni utanríkisráðherra, hefur verið lögð fram til kynningar og samráðs áður en lokaúttekt verður kynnt í næsta mánuði. Skýrslan er birt hér í viðhengi í því skyni að áhugafólk um þróunarsamvinnu hafi tækifæri til að gera athugasemdir og til að hvetja til umræðu um málaflokkinn. Við vinnuna hefur Þórir rætt við á annað hundrað manns, heimsótt nokkur samstarfslönd Íslands og haft til grundvallar fjöldann allan af skýrslum, íslenskum og alþjóðlegum. 

Í áfangaskýrslunni er m.a. fjallað um áherslur, skipulag og framkvæmd, samstarfslönd, skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, friðargæslu, borgarasamtök, árangursmat og eftirlit og fræðslu. Settir eru fram kostir til skoðunar, í sumum tilfellum fleiri en einn. Í lokaskýrslunni, að loknu samráðsferli, mun höfundur taka afstöðu til kostanna og leggja fram rökstuddar tillögur. 

Þórir mun kynna áfangaskýrsluna á opnum fundi á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18 miðvikudaginn 18. júní kl. 11 - 13. 

Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 27. júní, 2014, á netfangið: [email protected] 

Áfangaskýrslan á pdf

Athugasemdir við áfangaskýrsluna (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum