Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneyti kallar sendiherra Bandaríkjanna á fund

Utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna á fund í ráðuneytinu í morgun vegna úrskurðar að kröfu bandarískra yfirvalda um að samskiptasíðan Twitter afhendi persónuleg gögn Birgittu Jónsdóttur alþingisþingmanns. Ráðuneytisstjóri og þjóðréttarfræðingur sátu fundinn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Þeir kölluðu eftir frekari upplýsingum um málið og lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af því að sakamálarannsókn beindist að íslenskum þingmanni með þessum hætti. Ljóst væri að þingmaðurinn nyti þinghelgi hér á landi og að ekki yrði ekki skilið á milli þingmannsins og Alþingis. Lögðu þeir áherslu á að ekki yrði frekari röskun á störfum þingmannsins, þar með talið ferðafrelsi og möguleikum á því að taka þátt í pólitískri umræðu á alþjóðavettvangi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum